Misskilningur

  Það er glæsileg sýning hjá farandsirkusnum.  Í einu atriði kemur maður með stóran krókódíl inn á svið.  Maðurinn klæðir sig úr rándýrum jakkanum og brýtur hann rækilega saman.  Síðan bankar hann tvö högg á höfuð krókódílsins.  Viðbrögð krókódílsins eru þau að opna ginið upp á gátt.  Maðurinn leggur jakkann á neðri skolt krókódílsins.  Krókódíllinn lokar þegar í stað kjaftinum svo hvergi sést í fína jakkann.

  Maðurinn bankar aftur tvö högg á höfuð dýrsins.  Það opnar ginið.  Maðurinn tekur jakkann úr kjafti krókódílsins,  fer í jakkann,  snýr sér í hring og hneigir sig.  Síðan spyr hann áhorfendur hvort að einhver þeirra hafi kjark og þor til leika þetta eftir.  

  Gömul kona stendur upp.  Hún staulast hægt og með erfiðismunum upp á svið.  Þegar hún er komin að manninum segir hún:  "Þú mátt ekki banka mjög fast í höfuðið á mér.  Ég er svo gömul og veikburða."   

krokodill.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahaha!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.6.2013 kl. 01:22

2 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 23.6.2013 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband