Fólki sem er fífl hjálpað að fóta sig í tilverunni

  Fólk er fífl.  Það vita allir.  Nema fólkið sjálft.  Það þarf leiðbeiningar um hvert skref.  Annars fer allt í rugl.  Þess vegna er brýn þörf á sem flestum umferðarmerkjum.  Fjöldi embættismanna á launaskrá ríkisins vinnur að því hörðum höndum að hanna og koma fyrir sem víðast merkingum til að leiðbeina fólki sem er fífl.  Í dag bættust 17 ný umferðarmerki í hóp þeirra tuga umferðarmerkja sem þegar eru út um allt. 

  Það er gott til þess að vita að ríkisstarfsmenn geri fleira en naga blýanta allan daginn alla daga.  Þeir leggja sig líka fram um að leiðbeina kjánum.  Einmitt núna þegar sól hefur verið minni í sumar (hún á kannski eftir að stækka) en elstu menn muna hefur innanríkisráðherra boðað að í nálægð við allar ísbúðir landsins verði komið upp skilti sem sýnir gamaldags (klassískan) rjómaís úr vél.  Án þessa skiltis er veruleg hætta á að fólk sem er fífl kaupi sér í óvitaskap ís úr frystikistum stórmarkaða.  Lítill fugl hvíslaði að mér að þetta væri gert að ósk Sigmundar Davíðs.  Hann ku vera sólginn í rjómaís beint úr vél. 

umferðarmerki - ís

  Áður en þetta skilti er fest upp sannreyna embættismenn Vegagerðarinnar og Framkvæmdastofnunar samgöngumála að ísinn sé afgreiddur í brauðformi og að það sé rjómabragð af honum. 

  Eitt af mörgu góðu við að fjölga umferðarskiltum á Íslandi er að það er atvinnuskapandi.  Ekki endilega þannig að það fjölgi störfum heldur þannig að embættismenn innanríkisráðuneytisins (og stofnana sem heyra undir það) hafi eitthvað fyrir stafni.  Það gerir engum gott að slæpast í vinnunni og hanga á fésbók.  Samkvæmt óáreiðanlegum heimildum er ríkur vilji hjá Framkvæmdastofnun samgöngumála að setja í næsta átaki upp skilti sem gefur til kynna hvar megi nálgast rammíslenska pylsu með öllu og hvar sé mögulegt að kaupa kalda mysu. 

  Gríðarlega mikil stemmning er fyrir því að setja upp við allar götur nálægt vínveitingastöðum skilti sem upplýsir að hætta sé á að þar fari ölvuð manneskja til síns heima (eða út í buskann).  Aðgát skal höfð í nærveru drukkinna. 

umferðarskilti - ölvaðir á ferliumferðarskilti - nautgripir detta ofan á bíla

  Þetta bráðnauðsynlega skilti sýnir hættu á að nautgripir detti ofan á bíla.  Eina vandamálið er að bílstjóri getur á engan hátt komið í veg fyrir það.  En þegar nautgripur dettur ofan á bíl getur bílstjórinn verið nokkuð viss um að það var nautgripur sem datt ofan á bílinn (en ekki geimskip eða loftsteinn).  Það veitir öryggiskennd að vera ekki í vafa. 

  Hvar er hægt að fóðra krókódíla með fötluðum?

umferðarskilti - krókódílar fóðraðir með fötluðum

  Sumt fólk er "mannýgt".  Það stangar bíla.  Erlendis hefur gefist vel að setja upp skilti nálægt bílum með hvatningu um að mannýgir stangi spegla á bílunum frekar en sjálft "boddýið".  Þannig má komast hjá því að dælda bílana.    

umfer_arskilti_-_haetta_a_a_mjog_havaxnir_rekist_i_spegil_a_rutum.jpg


mbl.is 17 ný umferðarmerki taka gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

DoctorE (IP-tala skráð) 2.7.2013 kl. 07:43

2 identicon

Þarft nú aðeins að passa staðreyndir.

Þessi merki hafa verið í hönnun og vinnslu unanfarin 2 ár.

Það er þá semsagt Jóhanna sem er sólgin í ísinn.

Bara svo að staðreyndir séu ekki beyglaðar.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 2.7.2013 kl. 18:50

3 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  takk fyrir þetta þarfa umferðarmerki.

Jens Guð, 2.7.2013 kl. 19:51

4 Smámynd: Jens Guð

  Birgir,  Jóhanna er með mjólkuróþol og má ekki borða ís.  Þegar byrjað var að teikna þetta skilti fyrir 2 árum leit það allt öðruvísi út.  Það var rautt (eða eiginlega bleikt) með mynd af regnboga.  Það átti að sýna að regnbogi væri í nágrenninu.  

Jens Guð, 2.7.2013 kl. 19:56

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Er þá ekki tímabært að hefja krókadílaeldi????

Sigurður I B Guðmundsson, 2.7.2013 kl. 22:14

6 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  hugmyndin er freistandi. 

Jens Guð, 2.7.2013 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband