Þetta vissir þú ekki!

  Geitur eru merkilegri skepnur en margur heldur í fljótu bragði.  Til að mynda hafa í aldir geitaspörð verið notuð til að lina þjáningar gigtveikra.  Það þarf aðeins að taka inn fimm geitaspörð á fastandi maga í átta daga.  Spörðunum er skolað niður með hvítu víni.  Við magakveisu hefur öldum saman gefist vel að þamba geitahland.  Það slær einnig á eyrnaverk.  Geitalifur heldur draugum og öðrum framliðnum ófreskjum í skefjum.  Ekki má gleyma því að þurrkað og mulið geitareista (af hafri) tekið inn með nægu vínmagni er kröftugasta meðal sem til er gegn ófrjósemi kvenna.

  Þessi lyf og þessar aðferðir eru mörg hundruð árum eldri en nútímakukl lækna sem dæla í sjúklinga hættulegum pillum framleiddum af fégráðugum og glæpsamlegum auðhringum.  Nútímalækningar eru svo ungar að þær eru í raun óhefðbundnar á meðan aldagamlar aðferðir með geitaafurðir eru hefðbundnar lækningar.  

  Geitur éta allt.  Þær éta gaddavír,  girðingastaura,  niðursuðudósir,  smásteina og hvað sem er.  Þær vilja ekki vera skilgreindar grænmetisætur og vera þar með settar í flokk með Hitler.  Geitur éta grasamat aðeins eins og meðlæti.  Á sama hátt og annað fólk en Hitler nartar í grænmeti með kjöti, fiski og þess háttar.  

  Geitur eru húmoristar.  Þeim þykir fátt skemmtilegra en að hræða fólk og hrella.  Þá hlæja geiturnar inn í sér.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jens síðan þú settir inn mynd af kvikindi sem lifir í augabrúm okkar, hefur mig klæjað endalaust í augabrúnunum.  Pleas hugaðu áður en þú kemur með svona hryllingssögur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.7.2013 kl. 23:23

2 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  ég skal gæta varúðar gagnvart svona upplýsingum. 

Jens Guð, 3.7.2013 kl. 23:27

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já endilega

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.7.2013 kl. 13:29

4 identicon

Hvaða áhrif hefur þá geitareista úr huðnu ef eista úr hafri virkar gegn ófrjósemi kvenna?  Getuleysi kannski?

Tobbi (IP-tala skráð) 5.7.2013 kl. 17:48

5 Smámynd: Jens Guð

  Tobbi,  nú varð mér á að skella upp úr

Jens Guð, 5.7.2013 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.