Lausn á vandamáli þingmanna

  Eitt af stóru vandamálunum sem íslenska þjóðin glímir við er klæðaburður þingmanna.  Margir þingmenn eru á þunglyndislyfjum vegna kvíðahnútar sem þeir eru með í maganum á kvöldin.  Þeir eru í öngum sínum og bryðja svefntöflur til að létta á andvökunóttunum.  Áhyggjurnar eru svo gríðarlegar af því hverju skuli klæðast daginn eftir.  Hvað má?  Hvað má ekki?

  Það er auðvelt að bæta bölið og heilsu þingmanna.  Það þarf aðeins að samræma klæðnað þingmanna.  Þetta er gert við presta.  Þeir klæðast flestir samskonar kjólum.  Þetta er gert við fermingarbörn.  Þau klæðast samskonar hvítum kjólum.  Þingmenn tækju sig vel út í bleikjum kjólum.  Sérstaklega Sigmundur Davíð.  

bleikur_kjoll.jpg


mbl.is Elín Hirst lofar að skipta um buxur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehehehe

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2013 kl. 20:22

2 identicon

lopapeysur eda thjodbuninginn, allt annad er vanvirding vid heilagt althingi - enda a thetta ad heita thjodarrembingsstjornin.

Jonsi (IP-tala skráð) 3.7.2013 kl. 21:00

3 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur,  takk fyrir innlitið. 

Jens Guð, 3.7.2013 kl. 23:24

4 Smámynd: Jens Guð

  Jónsi,  þinn punktur er góður. 

Jens Guð, 3.7.2013 kl. 23:25

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ég má til með að skella hér inn hljóðgrein um sama efni.

http://hljodvarp.frelsisvilji.is/?chapter=17#17. Virðing Alþingis

Guðjón E. Hreinberg, 4.7.2013 kl. 00:01

6 Smámynd: Jens Guð

  Guðjón,  bestu þakkir fyrir skemmtilega hljóðgrein. 

Jens Guð, 4.7.2013 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.