Íhaldssamur kennari með einfaldan smekk

  Það er kúnst að vera kennari.  Eða öllu heldur er það kúnst að vera góður kennari.  Hvað er góður kennari?  Svar:  Sá sem laðar fram það besta hjá nemendum og - það sem skiptir jafnvel meira máli:  lætur þeim líða vel í skólanum.  Ákjósanlegasta staðan er þegar nemendur hlakka til að mæta í skólann.

  Kennarinn er fyrirmynd.  Afstaða hans til námsefnisins hefur mótandi áhrif á nemendur.  Framkoma hans,  talsmáti og jafnvel klæðaburður verður nemendum til eftirbreytni.  

  Skólamyndir af kennara - sem nú hefur sest á helgan stein - í Dallas í Texas hafa vakið athygli.  Í 40 ár hefur hann haldið sig staðfastur við nokkurn veginn sama stíl: Hárgreiðslu,  gleraugu, yfirvararskegg,  skyrtu með stórum flaksandi kraga og brúna vestispeysu.  Að vísu skóf hann af sér yfirvararskeggið 1975.  En skeggið kom aftur sterkt til leiks 1976.  

kennari_-_vanafastur.jpg


mbl.is Límdi fyrir munn sjö ára stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Luralegur og íhaldssamur stuðningsmaður Framsóknarflokksins af gamla skólanum ef hann byggi á Íslandi ?  Mér dettur í hug Halldór Ásgrímsson, luralegur í lýsislyktandi selskinnsfrakkanum.

Stefán (IP-tala skráð) 4.7.2013 kl. 08:18

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Eru allir að blogga um það sama: http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1304976/

En ekki er þetta maðurinn sem límdi fyrir munn 7 ára stúlku.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.7.2013 kl. 10:08

3 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  þetta er líkast til rétt greining hjá þér.

Jens Guð, 4.7.2013 kl. 21:22

4 Smámynd: Jens Guð

  Vilhjálmur Örn,  við sem fylgjumst náið með stefnum og straumum í tískufatnaði bloggum um þetta.

  Þetta er ekki sami kennari og límdi fyrir munn nemanda síns.  Þennan langaði til að gera það en hélt aftur af sér. 

Jens Guð, 4.7.2013 kl. 21:25

5 identicon

Jens, þú ættir að kynna þér rækilega ( ef þú ert ekki þegar búinn að því ) óhuggulega aðkomu Kaupfélags Skagfirðinga að Íbúðalánasjóði og hvernig Kaupfélagssukkið í kring um Sparisjóð Hólahrepps blandast þar inn í.  Kaupfélagsstjórinn og hyski hans reyndi að ná öllum völdum í Íbúðalánasjóði, rétt eins og Framsóknarsukkið væri ekki nóg þar fyrir.  Íbúðlánasjóði var stjórnað af Framsóknarsukkurum frá a-ö og gott ef Framsóknarflokknum er ekki eitthvað stjórnað enn af ótýndum skúrkum Kaupfélags Skagfirðinga - Er Sauðárkrókur Sikiley norðursins ?   Endilega bloggaðu um þetta.   

Stefán (IP-tala skráð) 5.7.2013 kl. 10:14

6 identicon

Hvað ætli hann hafi átt mörg eintök af skirtunni og peysunni?

Steini (IP-tala skráð) 5.7.2013 kl. 12:17

7 identicon

Djarfur maður greinilega. Á einni myndinni tók hann yfirvaraskeggið en hann hefur séð að það voru mistök.

Grrr (IP-tala skráð) 5.7.2013 kl. 13:41

8 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  það er heils dags vinna að setja sig inn í KS-dæmið.  Það er eitthvað um þetta í helgarblaði DV.  Ég ætla að kíkja á það. 

Jens Guð, 5.7.2013 kl. 22:19

9 Smámynd: Jens Guð

  Steini,  hann hefur sennilega keypt fjögur eintök af hvoru fyrir sig.  Eitt fyrir hvern áratug. 

Jens Guð, 5.7.2013 kl. 22:19

10 Smámynd: Jens Guð

  Grrr,  ungir menn eru viljugri til tilrauna en eldri.  Kallinn hellti sér þarna í djarfa tilraun með yfirvararskeggið.  En íhaldssemin náði aftur tökum á honum. 

Jens Guð, 5.7.2013 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband