7.7.2013 | 01:12
Sjötugir og alltaf jafn strákslegir
Breska blúsrokkhljómsveitin The Rolling Stones er um það bil elsta rokkhljómsveit heims. Hún er jafnframt ein örfárra rokkhljómsveita frá sjöunda áratugnum sem hefur aldrei hætt. Flestar rokkhljómsveitir frá sjöunda áratugnum hafa hætt. Sumar hafa alveg hætt. Aðrar hafa verið endurlífgaðar mörgum árum eða áratugum síðar.
The Rolling Stones hefur lítið skipt sér af eiginlegum rokkhátíðum. Það er að segja hátíðum sem standa í marga daga og bjóða upp á langa dagskrá með fjölda skemmtikrafta. Þess í stað hefur The Rolling Stones farið í stórar hljómleikaferðir vítt og breitt um heim. Það er mikið í þær lagt. Sérhönnuð sviðsmynd er sett upp á hverjum stað og allt er mjög stórt í sniðum. Eitt sinn hitti ég kokk sem vann ásamt fleirum við að elda ofan í liðsmenn The Rolling Stones og starfsmenn þeirra. Hópurinn var á við heilt þorp. Fyrir utan fjölda aðstoðarhljóðfæraleikara, bakraddasöngkvenna, rótara, hljóðmanna, ljósameistara, smiði, förðunarfræðinga og lífverði voru með í för læknir, líkamsræktarþjálfari og eitthvað þess háttar lið. Þó að kokkurinn hafi unnið daglega með hópnum í lengri tíma hafði hann einungis spjallað við gítarleikarann Ronnie Wood. Ronnie hafði spurnir af því að kokkurinn safnaði málverkum og málaði sjálfur í frístundum. Ronnie hafði frumkvæði af því að spjalla við kokkinn um myndlist af og til. Hina Rollingana hitti kokkurinn aldrei til að eiga orðaskipti við.
Hljómleikaferðir The Rolling Stones hafa alltaf vakið athygli og fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Þær hafa jafnframt viðhaldið ímynd The Rolling Stones sem stærstu rokkhljómsveitar heims (eftir að Bítlarnir hættu).
Í vor brá hinsvegar svo við að liðsmenn The Rolling Stones höfðu frumkvæði af því að koma fram á stærstu árlegri útitónlistarhátíð heims, Glastonbury. Hún er alltaf haldin síðustu vikuna í júní. Það var gítarleikarinn Ronnie Wood sem suðaði í þeim hinum þangað til að þeir létu undan hans ósk: Að spila á alvöru útihátíð. Ronnie er krakkinn í hópnum. Sá eini Rollinga sem fær ekki gamalmennaafslátt í sund og strætó. Hann er nær því að fá afhentan barnamatseðil á veitingastöðum út á barnslegt andlit.
Ákvörðunin reyndist happadrjúg, bæði fyrir The Rolling Stones og Glastonbury. Ég var úti í Englandi þegar dagskrá Glastonbury var kynnt fjölmiðlum. The Rolling Stones var á forsíðum bresku dagblaðanna og músíktímarita næstu daga. Þetta var aðalfrétt í útvarps- og sjónvarpsstöðvum. Spjallþræðir Breta á netinu voru undirlagðir umræðu um The Rolling Stones og Glastonbury. Fréttir af nú afstaðinni Glastonbury hátíðinni snúast meira og minna um The Rolling Stones. Allt mjög jákvætt. Eftir því var tekið hvað þessir sjötugu rokkarar eru strákslegir.
Þetta er eldri mynd af strákunum. Á Glastonbury voru þeir eins og fermingardrengir. Það hjálpaði upp á að Keith var málaður um augun (eyeliner) og Mick með fagurgrátt hár sitt litað brúnt.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Útvarp | Breytt 8.7.2013 kl. 01:20 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Jóhann, heldur betur! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Já þessar jólagjafir eru stundum til vandræða......... johanneliasson 22.1.2025
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Bjarki, svo sannarlega! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Þetta minnir mig á... Manninn sem keypt sér rándýrt ilmvatn (ef... sigurdurig 22.1.2025
- Passar hún?: Ömmurnar eru með þetta, takk fyrir mig Jens bjarkitryggva 22.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, þú ert með skemmtilegan flöt á dæminu! jensgud 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 364
- Sl. sólarhring: 378
- Sl. viku: 1519
- Frá upphafi: 4121338
Annað
- Innlit í dag: 295
- Innlit sl. viku: 1324
- Gestir í dag: 288
- IP-tölur í dag: 268
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Ég vildi ekki hafa færsluna of langa. Fyrir nokkrum áratugum héldu The Rolling Stones hljómleika í Svíþjóð. Fyrir utan hótelið sem hljómsveitin og fylgdarlið dvaldi á hreiðraði um sig hópur ljósmyndara, blaðamanna og aðdáanda. Þegar leið á nóttina slokknuðu hægt og bítandi ljós í öllum herbergjum. Nema Keiths. Í gegnum gluggatjöld sást skuggamynd af honum fá sér af og til sopa af stút úr flösku alla nóttina. Undir morgunn dró hann gluggatjöld frá og veifað til fólksins.
Í annað skipti var The Rolling Stones með hljómleika í London. Íslendingur vann á hótelinu sem hópurinn dvaldi á. Undir miðnætti hljóðnaði allt á hótelinu. Endrum og eins var hringt frá herbergi Keiths á þjónustu. Allt var búið á miní-bar í herbergi hans. Hann óskaði eftir að fyllt væri á hann. Þetta endurtók sig nokkrum sinnum um nóttina. Eftir nokkrar áfyllingar spurði hótelþjónn hvort að hann vildi ekki frekar fá stóra flösku í stað þess að lepja úr miní-flöskunum. Nei, Keith sagðist ætla að leggjast til svefns innan skamms. Samt hélt hann áfram að biðja um að fyllt væri á miní-barinn alla nóttina.
Jens Guð, 7.7.2013 kl. 02:14
Þegar ég sá Stones í Köpen, þá biðu blaðamenn og ljósmyndarar fyrir utan hótelið fram undir morgun til að geta fangað augnablik næturinar ef einhver Stonsarinn skyldi birtast. Það var meistari Keith sem hélt þeim vakandi með því að spila á gítar og drekka úti í glugga og henti til þeirra einu og einu bindi með Stones-tungumyndum. Karlinn var helvíti sveittur og tættur þegar Stones byrjuðu að spila um kvöldið, en var þó í feikna góðum spilagír. Smáfríðir karlanir !
Stefán (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 08:41
Stefán, líkast til hef ég ruglað þarna saman Danmörku og Svíþjóð.
Jens Guð, 8.7.2013 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.