Einföld og örugg aðferð við að skræla egg

egga.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   Hungrið sverfur að.  Undir þannig kringumstæðum kemur sér vel að hafa hrært í túnfiskssalat.  Já, eða rækjusalat.  Þá er ráð að skella slettu af því ofan á flatkökusneið og fá sér bita.  Skyndilega verður hart undir tönn.  Það er eggjaskurn í salatinu.  Matarlystin hverfur eins og dögg fyrir sólu.  Eggjaskurn er ólystug.  Nema fyrir hænur.  Þær kunna vel að meta skurn.

  Vandamálið við að skræla egg liggur í því að hvít skurn og egg eru samlit.  Þess vegna er veruleg hætta á að bútar af skurn verði eftir á egginu.  Það er til gott ráð við þessu.  Þannig er aðferðin:

  Þú hellir Coca Cola í skál.  Því næst er harðsoðnum eggjum komið fyrir í kókinu.  Skálin er sett inn í ísskáp.  Á nokkrum vikum eyðir kókið allri skurn utan af eggjunum.  Algjörlega.  Vel og snyrtilega.  En lætur sjálft eggið í friði.  Að öðru leyti en því að það fær sætt bragð yst.  Það kallast veislukeimur.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er´t ekk a grínast??

Hörður Þór Karlsson (IP-tala skráð) 18.7.2013 kl. 16:52

2 Smámynd: Jens Guð

  Hörður Þór,  nei,  þetta er tilfellið.  Kókið leysir skurnina upp.

Jens Guð, 18.7.2013 kl. 19:16

3 identicon

Þetta er rétt hjá doktornum, skurnin eyðist enda eru í kókinu sýrur sem leysa kalkið upp hægt og bítandi. Málið er bara að það tekur upp undir ár þannig að nokkrar vikur í þessu samhengi eru 50 vikur eða svo.

Pönkarinn (IP-tala skráð) 18.7.2013 kl. 20:47

4 Smámynd: Jens Guð

  Pönkarinn,  það er svo sem enginn að flýta sér.  50 vikur eru ekki margar vikur í lífi okkar sem erum að skríða inn á sjötugs aldurinn.  Maður er varla búinn að afgreiða ein jól þegar þau næstu eru skollin á. 

Jens Guð, 18.7.2013 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband