Veitingahússumsögn

cabina.jpg

cabinb.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  - Veitingastaður:  Hótel Cabin,  Borgartúni 32 í Reykjavík

  - Réttur:  Salatbar

  - Verð1490 kr. í hádegi,  1850 kr. á kvöldin

  - Einkunn: ***1/2 (af 5)

  Eftir fyrstu heimsókn í Hótel Cabin hafði ég hug á að gefa salatbarnum 4 stjörnur.  Nú hef ég heimsótt staðinn 8 sinnum með nokkurra daga millibili.  Við ítrekaðar heimsóknir fækkaði stjörnunum um hálfa.  

  Út af fyrir sig er salatbarinn hinn ágætasti.  Hann er hefðbundinn og þar með ekkert sérstakur.  Það er engin ný, framandi eða spennadi salatblanda.  Þetta er allt ósköp "venjulegt".  Hægt er að velja um yfir þrjá tugi tegunda grænmetis, ávaxta, núðla, pasta og þess háttar.  Þetta er allt frá rúsínum og túnfiski til niðursneiddra eggja, tómata og agúrkna.  Úrval af köldum sósum er gott.  Ofan á "þakinu" á sjálfu salatborðinu stendur fjöldi flaskna með allskonar olíum.  Þær virðast vera frekar til skrauts en brúks.  Ég hef hvorki séð mig né aðra gesti skipta sér af olíunum.

  Í auglýsingum er sagt að úrval heitra og kaldra rétta sé í boði.  Það er ósatt eða í besta falli töluvert villandi.  Einungis einn heitur réttur er í boði hvern dag.  Sá er jafnan lítilfjörlegur.  Í eitt skiptið voru það litlar kjötbollur.  Í annað skiptið voru það núðlur með örlitlu af kjöthakki.  Í öll hin skiptin hafa það verið of þurrir og óspennandi kjúklingavængir og -leggir.

  Daglega er boðið upp á tvær súputegundir og gott nýbakað gróft kornbrauð.  Ætíð fleiri en ein tegund.  Gestir skera sér sjálfir brauðsneiðar.  Súpurnar eru einhæfar.  Í öll skiptin nema eitt var um samskonar tæru grænmetissúpuna að ræða.  Í undantekningatilfellinu var það lauksúpa.  Hún var samt merkt sem grænmetissúpa.  Og þannig er það með merkingarnar á súpunum.  Þær eru oft rangar.  Aðrar súpur geta verið þykk grænmetissúpa eða paprikusúpa.  Súpurnar eru ágætar en ekkert "spes".

  Drykkir eru innifaldir í verði - að ég held:  Gosdrykkir,  kaffi og litað sykurvatn með ávaxtakjörnum (djús).  Vatnið er alltaf best - ef maður er á bíl.  Eðlilega þarf að borga fyrir áfenga drykki.

  Staðurinn er hreinn og snyrtilegur í milliklassa.  Mjúk leðursæti með háu baki. 

  Það er gaman að skreppa þarna einstaka sinnum.  Einhæfni gerir örar heimsóknir ekki eins spennandi.   

 cabind.jpg      

  

 

 

 

 

 

 

 

 Nýjustu 10 veitingaumsagnir:

Grillmarkaðurinn:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1298062

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband