Veitingahússumsögn

 bk kjúklingalæri

 - Réttur:  Marineruð úrbeinuð kjúklingalæri

 - Staður:  BK kjúklingur á Grensásvegi

 - Verð: 1990 kr.

 - Einkunn: *** (af 5)
 
  Kjúklingabitarnir tveir líta girnilega út og smakkast ágætlega.  Þeir koma framreiddir ofan á vænni hrísgrjónahrúgu.  Til hliðar á disknum er ferskt salat.  Það samanstendur af paprikustrimlum, rauðlauk,  gúrkubitum,  tómatabitum og káli.  Dálítið hefðbundin blanda sem virkar alltaf þokkalega og prýðilegur skammtur. Í smáum plastboxum er annarsvegar salsasósa og hinsvegar hvítlaukssósa.  
  Sósuskammturinn er full naumur.  Hann þarf að vera ríflegri til að vega betur upp á móti þurrum hrísgrjónunum og salatinu.  Engu að síður falla báðar sósurnar vel að meðlætinu og kjúklingnum.
  Í lýsingu á réttinum er talið upp að grillaðir tómatar og ískaldur Toppur fylgi með.  Þegar á reyndi fylgdu ekki grillaðir tómatar með.  Þess í stað fylgdi hálfur grillaður tómatur með.  Það er töluverður munur á tómötum og hálfum tómati.  TómatAR í fleirtölu eru lágmark tveir.  Hálfur tómatur er aðeins fjórðungur af tveimur tómötum.
  Hálfi tómaturinn gerði mikið fyrir réttinn.  Gaf honum girnilegt yfirbragð og grillbragðið er gott. 
  Ískaldi Toppurinn skilaði sér ekki með matnum.  Mér var alveg sama.  Kranavatn er betra.  Þess vegna gerði ég ekki athugasemd.  En það er gölluð þjónusta þegar eitthvað vantar í pakkann.  Á matseðli BK kjúklings er Toppur verðlagður á 320 kr. eða sem svarar 16% af heildarverði réttarins.
  Rétturinn er frekar hollur.  Getur talist vera heilsubiti. 
  BK kjúklingur er veitingastaður í milliklassa og ber einkenni skyndibitastaðar.  Dagblöð liggja frammi fyrir gesti til að glugga í.  Á ódúkuðum borðum er tómatsósuflaska, salt, pipar og munnþurrkur.  Gestir sækja sjálfir hnífapör og vatnsglas (pappaglas). 
-------------------------------
10 síðustu veitingaumsagnir:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband