Húsmóðir á sextugsaldri í Gullbringusýslu breyttist í ungling

maria_i_gullbringusyslu.jpg

  Þetta er frétt sem lýtalæknar hata og vilja þagga í hel.  Þetta er vel varðveitt leyndarmál sem framleiðendur Botox og snyrtistofur vilja ekki að þú fréttir af.  Alls ekki.  Þetta er saga af 53ja ára ráðsettri konu í Gullbringusýslu.  Á örfáum dögum breyttist hún í ungling.  Núna er hún með bullandi unglingaveiki,  hlýðir hvorki foreldrum sínum né öðrum,  djammar út í eitt,  vakir allar nætur og safnar úrklippum um Justin Bieber.  

  Það eina sem konan,  María,  gerði var að kaupa hræódýr útlensk krem.  Svokölluð yngingarkrem.  Kremin sjálf eru óvirk.  Það er trúin á kremin sem gerir gæfumuninn.  Trúin flytur fjöll og búslóðir.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Aumingja foreldrarnir að eiga svona ódælan ungling og óviðráðanlegan. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2013 kl. 16:44

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Veistu hvort það sé til svona krem fyrir miðaldra karlmann sem býr í sömu sýslu og þessi kona??!!

Sigurður I B Guðmundsson, 1.9.2013 kl. 17:37

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gaman að sjá ,,Labba,, var eiginlega búin að gleyma þessum vini,ætla því að hlusta á hann.

Helga Kristjánsdóttir, 1.9.2013 kl. 23:33

4 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  þetta er erfitt fyrir foreldrana.

Jens Guð, 2.9.2013 kl. 19:21

5 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  ég er viss um að það sé gott framboð á svona kremum fyrir miðaldra karla í Gullbringusýslu.

Jens Guð, 2.9.2013 kl. 19:22

6 Smámynd: Jens Guð

  Helga,  er Steindór kallaður Labbi?

Jens Guð, 2.9.2013 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband