Sadistar og kynferðislega brenglaðir hafa eyðilagt busavígslur

  Það er fyrir löngu síðan tímabært að tekið sé af alvöru á busavígslum.  Það er fyrir löngu síðan fullljóst að busavígslur þjóna þeim eina tilgangi að fróa annarlegum hvötum sadista og kynferðislega brenglaðra einstaklinga.  Þeir fá "kikk" út úr því að þvinga nýnema undir sitt vald og niðurlægja þá.  Fjölmörg dæmi eru þess að busun sé upphaf á einelti.

  Það er fyrir löngu síðan tímabært að ofbeldisfull framkoma brenglaðra busunarböðla sé skilgreint eins og annað ofbeldi.  Og tekið á því eins og öðru ofbeldi.  Ofbeldi varðar við lög.  Sama á við um einelti.  Það verður að fara að taka á því eins og hverju öðru ofbeldi og ofsóknum sem varða við lög.  

  Ég kann ekki sögu og þróun busavígslna.  En ég þykist viss um að þær hafi verið saklaus leikur framan af.  Ég man eftir busavígslum þar sem nýnemar voru "tolleraðir" (hent þrisvar upp í loftið).  Það var ósköp saklaust.  Ég man líka eftir busavígslum þar sem nýnemar voru látnir krjúpa fyrir framan fulltrúa eldri nema og fara með tiltekinn texta.  Textinn gekk út á að businn lýsti sér sem vesalingi og lofaði að sýna eldri nemendum virðingu.  Ósköp saklaust en kjánalegt.  Það er eiginlega allt kjánalegt við busavígslur.

  Þegar ég hóf nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands fyrir næstum fjórum áratugum voru við busarnir leiddir - með bundið fyrir augun - einhverjar krókaleiðir og látnir smakka á einhverjum ógeðsdrykkjum.  Ég vissi aldrei hvað var í þessum drykkjum.  Það var þó að minnsta kosti lýsi.  Þetta var bara kjánalegt.

  Næsta ár á eftir sameinuðumst við bekkjarsystkinin um að leggja af þessar aulalegu busavígslur.  Þess í stað buðum við busa velkomna með glæsilegu kaffihlaðborði.  Sá siður festist í sessi í skólanum (minnir mig) öllum til gleði og ánægju.

  Ég veit ekki hvenær sadistar og kynferðislega brenglaðir komust upp með að gera busavígslur að sínum degi.  Degi þar sem þeir fengu átölulaust að níðast á öðrum.  Sennilega misjafnt eftir skólum.  En það verður að taka í taumana og stöðva þetta ofbeldi.  

  Það verður líka að fara að taka af alvöru á (líkamlega) ófötluðum sem leggja undir sig bílastæði fatlaðra.   


mbl.is Busavígslum hætt vegna ofbeldis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek hér undir hvert orð.  Þennan sið ber að leggja af eða breyta honum eins og þú segir í kaffiboð eða pylsupartý.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2013 kl. 10:30

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Þessir busasadistar munu aldrei komast í nám í HÍ. Kynjafræðikonurnar munu sjá til þess. Þær vita sko nokk hverjir eru kinkí og brenglaðir.

Mér líst vel að kaffiborðið - siðmenntað.

FORNLEIFUR, 3.9.2013 kl. 13:07

3 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  þessar busavígslur eru komnar út fyrir öll eðlileg mörk.

Jens Guð, 3.9.2013 kl. 22:02

4 Smámynd: Jens Guð

  Fornleifur,  það er gott ef sadistarnir komast ekki í nám í HÍ.  Nóg gengur á þar fyrir því. 

Jens Guð, 3.9.2013 kl. 22:04

5 identicon

Þegar ég var nýnemi í Verzlunarskóla Íslands árið 1962 var haldin setningarhátíð, þar sem allir nýnemar gengu upp á svið, einn í einu, og kynntu sig.  Og hlutu lófaklapp fyrir.

Enda varð ég aldrei var við einelti í þeim skóla.

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 5.9.2013 kl. 09:57

6 Smámynd: Jens Guð

  Hörður,  þetta er til fyrirmyndar. 

Jens Guð, 5.9.2013 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband