Gott og gleðilegt framtak.

  Breska dægurlagahljómsveitin Bítlarnir (The Beatles) er virtasta og vinsælasta hljómsveit sögunnar.  Hljómsveitin var skammlíf en skildi eftir sig aragrúa af ódauðlegum og sívinsælum söngvum.  Fyrsta plata Bítlanna,  Please Please Me,  kom út 1963.  Síðasta plata Bítlanna,  Abbey Road, var hljóðrituð 1969 og kom út það ár.  Þá var hljómsveitin hætt.  Snemma árs 1970 kom út platan Let It Be.  Hún var uppsóp af mismikið frágengnum hljóðritunum frá janúar 1969.

  Á ferlinum sló hljómsveitin ótal sölumet sem flest standa enn í dag - þrátt fyrir að plötusala og markaðurinn hafi margfaldast að umfangi á þeirri hálfu öld sem liðin er frá útgáfu fyrstu plötu Bítlanna.  Viðskiptavild Bítlanafnsins og liðsmanna hljómsveitarinnar er risastór.  Unglingar jafnt sem ellilífeyrisþegar kannast við nöfnin John Lennon,  Paul McCartney,  George Harrison og Ringo Starr.  

  Bítlarnir spiluðu aldrei á Íslandi.  Enda hætti hljómsveitin hljómleikastússi 1966 og læsti sig inni í hljóðveri eftir það. 

  Á undanförnum árum hafa Bítlarnir og Ísland fléttast saman,  æ ofan í æ,  hægt og bítandi,  fastar og þéttar.  Fyrst var það Ringo.  Hann kom til Íslands 1984 og spilaði með Stuðmönnum um verslunarmannahelgi í Atlavík.   

  Sama ár fóru launþegar á Íslandi í langt og mikið verkfall.  Mig minnir að það hafi bæði verið BSRB og starfsfólk á fjölmiðlum sem stóðu að því.  Baráttufundur var haldinn á Lækjartorgi.  Fundinum barst skeyti frá ekkju Johns Lennons,  Yoko Ono.  Í því sendi hún fundinum baráttukveðjur.  Fyrst héldu menn að um sprell væri að ræða.  En það tókst að sannreyna að skeytið væri frá Yoko.  Hún átti íslenska vini í myndlistageiranum, hafði fengið áhuga á Íslandi og fylgdist náið með íslensku samfélagi.  

  Nokkrum árum síðar setti Yoko upp stórkostlega myndlistarsýningu á Kjarvalsstöðum.  Hún er frumleg, djörf og hugmyndarík myndlistakona.   Nokkrum árum þar á eftir setti Yoko upp myndlistarsýningu á sama stað með myndverkum Johns Lennons.  Hann var lunkinn teiknari með skemmtilega einfaldan stíl.  

  Fyrir 13 árum kom Paul McCartney til Íslands.  Hér dvaldi hann um hríð.  Ferðaðist um landið með þáverandi eiginkonu sinni.  Svo leiðinlega vildi til að íslenskir ljósmyndarar sýndu Paul frekjulega aðgangshörku.  Það lagðist illa í Paul og hann hefur ekki komið hingað síðan.  Hafi ljósmyndararnir skömm fyrir ókurteisina.  Kannski var þetta bara einn ljósmyndari.  Hinsvegar breytti Paul texta lagsins Why Don´t We Do It In The Road frá og með Íslandsheimsókninni.  Eftir það hefur hann jafnan sungið textann "Why don´t we do it in the Fjörðs".  

 

  2007 vígði Yoko Ono merkilega ljósasúlu í Viðey,  Friðarsúluna.  Á ensku heitir súlan Imagine Peace Tower.  Hún er kennd við þekktasta lag Johns Lennons,  Imagine.  Reist til minningar um Lennon og friðarboðskap hans.

  Friðarsúlan hefur fengið mikla umfjöllun í poppmúsíkblöðum og -fjölmiðlum um allan heim.  Ef "Imagine Peace Tower" er "gúgglað" innan gæsalappa koma upp á aðra milljón síður.  Ef gæsalöppunum er sleppt koma upp 28 milljón síður.  Súlan er nefnilega oft aðeins kölluð Imagine Peace.  

  Yoko hefur ætíð sjálf verið viðstödd þegar kveikt er á Friðarsúlunni á fæðingardegi Johns Lennons,  9. október.  Sonur þeirra Johns,  Sean Lennon,  er jafnan með í för (og á afmæli sama dag),  ásamt Ringo og ekkju George Harrisons.

  Yoko og Sean Lennon eru miklu oftar á Íslandi en þegar Friðarsúlan er tendruð.  Þau troða reglulega upp á Iceland Airwaves með hljómsveitinni Plastic Ono Band,  hljómsveitinni sem John Lennon setti saman eftir að Bítlarnir hættu.  Plastic Ono Band spilaði á sólóplötum hans og sólóplötum Yokoar.  Liðsskipan Plastic Ono Band er losaraleg.  George Harrison,  Ringo Starr og Eric Clapton voru í Plastic Ono Band.  Á hljómleikum Plastic Ono Band á Íslandi hafa m.a. verið gítarleikarar Wilco og Sonic Youth,  svo og Lady Gaga.   

  Yoko Ono hefur veitt við hátíðlega athöfn í Reykjavík friðarverðlaun Johns Lennons.  Í fyrra veitti Lady Gaga þeim viðtöku.  

  Starfsmaður á Hilton hótelinu (sem lengst af hét Hótel Esja) við Suðurlandsbraut sagði mér að Yoko og Sean væru mun oftar á Íslandi en við áðurnefnd tilefni.  Þau séu með annan fótinn á Íslandi.

  Á heimasíðu Yokoar og á Fésbók er Yoko ólöt við að hampa Íslandi.  Þegar íslensk yfirvöld hófu auglýsingaátakið Ispired By Iceland í kjölfar vandræða vegna eldgosins í Eyjafjallajökli var gert út á skemmtilegt myndband um Ísland.  Helmingurinn af spilun og deilingu á myndbandinu var í gegnum heimasíðu Yokoar.  

  Einkasonur George Harrisons,  Dhani,  er tíður gestur á Íslandi.  Hann er giftur íslenskri konu,  Sólveigu Káradóttur (Stefánssonar í Íslenskri erfðagreiningu).  Ég er ekki alveg viss en mig minnir að Þórunn Antonía Magnúsdóttir hafi sungið með hljómsveit hans.  Einnig rámar mig í að hljómsveit hans hafi spilað á Airwaves.            

  Það var gott og gleðilegt framtak hjá borgarstjórn Reykjavíkur að gera Yoko Ono,  ekkju bítilsins Johns Lennons,  að heiðursborgara Reykjavíkur.  Vel við hæfi og undirstrikar skemmtilega sívaxandi samfléttun Bítlanna og Íslands.  

   


mbl.is „Eðlilegur þakklætisvottur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Sammála Jens. Gott framtak hjá borgarstjórn.

hilmar jónsson, 9.10.2013 kl. 22:34

2 identicon

Allir segja að það er til þetta KYNÞÁTTA vandamál. Allir segja að þetta KYNÞÁTTA vandamál leysist þegar þriðji heimurinn flæðir inn í ÖLL hvít lönd og AÐEINS inn í hvít lönd.

Holland og Belgía eru orðin álíka þéttbýl og Japan eða Suður Kórea, en enginn segir að Japan eða Suður Kórea munu leysa þetta KYNÞÁTTA vandamál með því að flytja inn milljónir af þriðja heims búum og "samlagast" með þeim.

Allir segja að hin endanlega lausn á þessu KYNÞÁTTA vandamáli er þegar ÖLL hvít lönd og AÐEINS hvít lönd munu "samlagast," þ.e.a.s. giftast, öllum þessum lituðu.

Hvað ef ég segði að það væri til þetta KYNÞÁTTA vandamál og að þetta KYNÞÁTTA vandamál væri aðeins hægt að leysa ef hundruð milljóna af öðru en svörtu fólki væri flutt inn í ÖLL svört lönd og AÐEINS svört lönd?

Hversu lengi mun það taka alla að skilja það að ég er ekki að tala um KYNÞÁTTA vandamál. Heldur, að ég væri að tala um endalega lausn á SVARTA vandamálinu?

Og hversu fljótt myndu allir andlega heilbrigðir svartir menn taka eftir þessu og hvers konar svartur brjálæðingur myndi ekki mótmæla þessu?

En ef ég segi þann augljósa sannleika um yfirstandandi áætlun um þjóðarmorð á mínum kynþætti, hvíta kynþættinum, þá eru Umburðarlyndir og sómakærir íhaldsmenn sammála um að ég sé nasistisemvilldrepasexmilljónirgyðinga.

Þau segja að þau séu and-rasistar. Þau eru í raun and-hvítir.

And-rasisti er dulorð um and-hvíta.

Vakur (IP-tala skráð) 9.10.2013 kl. 23:01

3 identicon

Maður fyllist stolti yfir öllu þessu bítlaflæði til Íslands. The Beatles, áhrifamesta, besta, frægasta, vinsælasta og virtasta hljómsveit heims, ein allra mesta útflutningsvara og tekjulind Bretlands. Það sem bretar hafa gert í útflutningi á tónlist og grætt á henni ætti nú að skoðast hjá núverandi ríkisstjórn íslands, sem sker niður framlög til lista í stað þess að hlúa enn fremur að listum og þá ekki hvað síst tónlist og kvikmyndum, sem myndu þá skila margföldum gróða til baka. Það að skera svona niður á þessum sviðum er bara þröngsýni. Svíar kunnu svo sannarlega að gera sér mat úr tónlistarútflutningi fyrir nokkrum árum. Mest öll tónlist sem liggur eftir Bítlana er meistararverk, ekki hvað síst frá og með Rubber Soul 1965 ( fyrir utan tónlistina við teiknimyndina Yellow Submarine, sem reyndar er að stórum hluta til eftir upptökustjóra þeirra George Martin ). Let It be ( Naked útgáfan sem Paul hreinsaði til og endurútgaf ) finnst mér líka meistaraverk. Paul átti hugmyndina að því að taka upp efni live í studioi og árangurinn varð Let It Be með frábærum lögum á borð við titillagið, The Long and Winding Road, Across the Universe, I've Got a Felling og Get Back.  Á Naked hafði Paul hent út leiðinda yfirsöngköflum sem Phil Spector hafði laumað inn án vitundar Paul og einnig hent út örstuttum uppfyllingarlögum og nakin stendur Let It Be uppi sem mikið eyrnakonfekt í mínum bítlaeyrum.   

Stefán (IP-tala skráð) 10.10.2013 kl. 08:44

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Flott blogg og takk fyrir það en vonandi kemur svo fljótlega blogg um kallinn sem reddar öllu eða er hann dáinn?

Sigurður I B Guðmundsson, 10.10.2013 kl. 10:39

5 Smámynd: Jens Guð

  Hilmar,  takk fyrir það.

Jens Guð, 10.10.2013 kl. 21:30

6 Smámynd: Jens Guð

  Vakur,  það er áríðandi að taka lyfin sín. 

Jens Guð, 10.10.2013 kl. 21:36

7 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  ég á eftir að heyra Naked.

Jens Guð, 10.10.2013 kl. 21:37

8 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  takk fyrir að minna mig á kallinn sem reddar.

Jens Guð, 10.10.2013 kl. 21:38

9 identicon

Ein spurning, hvor platan kom út á undan hjá Bítlunum? Please Please Me eða With The Beatles

Þorsteinn Hafdísarson (IP-tala skráð) 11.10.2013 kl. 01:02

10 Smámynd: Jens Guð

  Þorsteinn,  báðar plöturnar komu út 1963.  Please Please Me um vorið og hin um haustið. 

Jens Guð, 11.10.2013 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband