23.10.2013 | 22:09
Mögnuð markaðssetning
Góð markaðssetning er gulls ígildi. Markviss og vel hönnuð auglýsingaherferð skiptir sköpum. Dæmi um slíkt er auglýsingaherferðin "Taktu Pepsi áskorun". Herferðin gekk út á það að þvers og kruss um heiminn var viðskiptavinum matvöruverslana boðið að smakka Pepsi kóla og Kóka kóla blindandi. Síðan átti smakkarinn að gefa upp hvor drykkurinn væri bragðbetri og hvor væri Pepsi og hvor væri Kók.
Þessi herferð stóð í nokkur ár. Afleiðingarnar urðu þær að sala á Pepsi kóla margfaldaðist og raunar líka á Kóka kóla. Síðan hafa kóladrykkir annarra framleiðanda ekki átt möguleika á markaðnum. Fólk er ennþá forritað fyrir því að velja á milli Pepsi og Kóla.
Sælgætisgerðin Góa er ekki þekkt af merkilegri markaðssetningu né vel hönnuðum auglýsingaherferðum. Undan er skilið að forstjórinn, Helgi í Góu, hefur verið duglegur að halda sér í sviðsljósinu og taka þátt í umræðu um lífeyrissjóði og íbúðir aldraðra.
Nú hefur Góa skyndilega og óvænt spilað út stóru trompi fyrir súkkulaðibita sem kallast Hraun. Stofnaður hefur verið hópur sem samanstendur af aðdáendum Hraunbita. Hann kallast Hraunavinir. Fyrir hópnum fara margir landsþekktir menn. Þeir hafa verið duglegir við að vekja athygli á Hrauni. Fara mikinn. Svo mikinn að lögreglan hefur ekki svigrúm til að eltast við skipulagða glæpastarfsemi og kveða hana niður. Lögregluflotinn er upptekinn við að vakta Hraunavini og bera þá á höndum sér fram og til baka um holt og hæðir.
Það gefst alltaf vel að stilla upp í auglýsingaherferð frægum andlitum. Almenningur treystir fræga fólkinu betur en sjálfum sér til að vita hvaða súkkulaði er gott á bragðið.
Þessa dagana er togast á um hvern kassa af Hrauni í sjoppum og matvöruverslunum landsins. Samt er Hraun ekkert gott. Nóa Kropp er miklu betra. Nóa hlýtur að koma með mótleik í stöðunni. Stofna hóp Nóa-Kroppsvina og valta yfir Hraun. Hvaða frægir ætli verði í forsvari fyrir Nóa Kropp? Forsetinn? Björk? John Lennon? Þetta eru spennandi tímar.
Engar landbætur vegna Álftanesvegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Lífstíll, Spil og leikir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:12 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Stefán, Steinn Steinarr klikkar ekki! jensgud 24.1.2025
- Passar hún?: Nýlega sköpuðust miklar umræður hér á þessu bloggi um hunda óme... Stefán 24.1.2025
- Passar hún?: Elskuleg. L 24.1.2025
- Passar hún?: L, takk fyrir skemmtilegt ljóð. jensgud 24.1.2025
- Passar hún?: Í ástarinnar Ômmu er allt í stakasta lagi. Skapaðar að hanna g... L 23.1.2025
- Passar hún?: Stefán, eins og svo oft ber enginn ábyrgð! jensgud 23.1.2025
- Passar hún?: Önnur og verri saga: ,, Litlu leikskólabörnin urðu fárveik af ... Stefán 22.1.2025
- Passar hún?: Jóhann, heldur betur! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Já þessar jólagjafir eru stundum til vandræða......... johanneliasson 22.1.2025
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 61
- Sl. sólarhring: 122
- Sl. viku: 1187
- Frá upphafi: 4121875
Annað
- Innlit í dag: 48
- Innlit sl. viku: 989
- Gestir í dag: 43
- IP-tölur í dag: 43
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Frímerkilega nokk, þá stendur nammigerð Helga í Góu við Garðahraun 2.
Tilviljun ?
En þegar iðnaðarhverfið á milli Graðabæjar & Habbnarfirðiz var lagt yfir hraunið zem þar var áður, þá zagði öngvin múkk, reyndar.
Steingrímur Helgason, 23.10.2013 kl. 23:43
Ég elska hraunið hans Helga í Góu og telst því vera hraunvinur, þó að ég sé ekki vinur Engeyjarættar-hraunsins þarna á Álftanesinu. Stjórnvöld mættu gjarnan hlusta á það sem Helgi í Góu hefur til máls að leggja varðandi bruðl og einstaklega heimskulega stjórnunarhætti íslenskra lífeyrissjóða sem eru auðvitað líka allt of margir svo að sem flestir stjórnendur þar geti matað krókinn og étið hagnaðinn upp innan frá.
Stefán (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 08:52
Góður! Það er betra að fá sér Pepsí og lesa einn Jens með í stað þess að japla á einhverju Góu drasli. Ég hætti alveg að kaupa vörur frá Góu þegar Helgi byrjaði á þessari aumu markaðssetningu sinni að gera sig heilagan í fjölmiðlum korteri fyrir hverja páska.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.10.2013 kl. 10:39
Zteingrímur, þetta er merkilegt!
Jens Guð, 24.10.2013 kl. 19:07
Stefán, Helgi hefur komið með marga góða punkta.
Jens Guð, 24.10.2013 kl. 19:08
Axel Jóhann, þú sérð í gegnum þetta hjá kallinum
Jens Guð, 24.10.2013 kl. 19:09
Hahaha Jens alltaf góður. Svo er Karlinn ættaður héðan eins og svo mörg stórmenni þessa lands, enda verslaði ég mikið við hann páskaegg, þau 6 ár sem ég sá um Skíðavikuna hér á Ísafirði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2013 kl. 20:39
Ásthildur Cesil, ekki vissi ég að Helgi væri ættaður að vestan. Hitt veit ég að flestir forsetar Íslands og frambjóðendur til forseta eru að vestan eða tengdir Vestfjörðum á annan hátt.
Jens Guð, 24.10.2013 kl. 21:55
Ég hélt að Hraun vinir væru þeir sem byggju eða hafa búið í stuttan eða langan tíma á Litla Hrauni ???
Högni Snær Hauksson, 24.10.2013 kl. 22:35
Ég ætlaði að skrifa Hraunavinir..................
Högni Snær Hauksson, 24.10.2013 kl. 22:36
Jú það kom í ljós að þessi elska er héðan, eins og svo margt gott fólk, og reyndar líka slæmt. Englar og skúrkar þeir koma allir héðan, enda er þetta kraftmesta svæði Íslands, svo hér eru engir aukvisar. Þess vegna er ekki ennþá búið að takast að ráða niðurlokum okkar og eyða hér byggð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2013 kl. 22:59
Högni, þetta er einmitt munurinn. Þeir sem sækja stíft í Litla-Hraun eru Hraunsvinir. Hinir, þeir sem sækja í súkkulaðikexið, eru Hraunavinir.
Jens Guð, 25.10.2013 kl. 21:56
Ásthildur Cesil, ég kannast við orkuna fyrir vestan og kraftinn í fólkinu.
Jens Guð, 25.10.2013 kl. 21:57
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2013 kl. 23:11
Ég þarf samt að spyrja.. Hvað er Pepsi Kóla? Nú hef ég smakkað Coke a cola og Pepsi. Svo kom Pepsi Max og það er viðbjóður. Persónulega finnst mér Pepsi betra en Coke a Cola. En hvað er Pepsi Kóla? Er það nýr drykkur?
Siggi Lee Lewis, 26.10.2013 kl. 03:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.