Ljótt fólk og fallegt

  Á næstum sex áratuga langri ævi hef ég kynnst mörgu fólki.  Sumt er fallegt.  Sumt ekki.  Fallegt fólk fær forskot við fyrstu kynni.  Það er staðreynd.  Við nánari kynni fjara út áhrif útlits.  Fallegur persónuleiki eða neikvæður persónuleiki taka yfir.  Fögur manneskja getur jafnframt verið með fallegan persónuleika.  Ekki eins falleg manneskja getur líka verið með svo fallegan persónuleika að við nánari kynni yfirtekur jákvætt viðhorf til persónuleikans álit á manneskjunni.

  Útlitsdýrkun sækir ört á.  Mörg tímarit,  íslensk sem erlend,  "fótósjoppa" ljósmyndir út í öfgar.  Fólkið á myndunum virðist vera fullkomið.  Engar hrukkur, engir baugar,  engar misfellur.  Í hverjum sjónvarpsþættinum á fætur öðrum er áherslan á útlit.  Kappsmálið er fullkomið útlit.

  before-and-after-photoshop_1220047.jpg 

   Fallegt andlit er ofmetið.  Illilega ofmetið.  Það eru aðrir eiginleikar manneskjunnar sem skipta öllu máli.  Gott dæmi um þetta eru liðsmenn bresku hljómsveitarinnar The Rolling Stones. 

rollingstonestour-10_16_2012_1220045.jpg

   Þeir eru ekki snoppufríðir.  En þeir eru dáðir og elskaðir af milljónum manna fyrir tónlist sína.  Gítarleikarinn Keith er sérstaklega í hávegum fyrir skemmtilegan persónuleika.  

  Útlitsdýrkun er af hinu vonda.  Flest annað skiptir meira máli.  Það er ömurlegt að lesa um börn sem verða fyrir aðkasti vegna skarðs í vör eða að þau stami eða eitthvað annað sem skiptir nákvæmlega engu máli.  

  Einelti af hvaða ástæðu sem er á að vera refsivert.  Einelti er ofbeldi og á að vera skilgreint sem glæpur.   Ég stamaði sem barn og var með drómasýki.  Það er afbrigði af flogaveiki.  Reyndar varð ég ekki fyrir neinu einelti né stríðni vegna þess.  Kannski vegna þess að ég var uppvöðslusamur (bully).  Kannski vegna þess að eldri bróðir minn í skólanum var ennþá uppvöðslusamari.  Kannski tók ég aldrei eftir stríðni vegna stams eða drómasýki.   Kannski kom aldrei upp neitt tilvik varðandi það.  

  Selma Björk sem hefur opinberað sína sögu um einelti vegna skarðs í vör á skilið hrós.  Mikið hrós.  Út af fyrir sig skiptir ekki máli að hún er gullfalleg.  Öllu máli skiptir að hún er gáfuð,  klár og tæklar eineltið af einstakri yfirvegun,  jákvæðni og snilld.  Afstaða hennar til allra þátta sem snúa að dæminu er til mikillar fyrirmyndar.  Skömm þeirra sem ráðast hafa að henni er mikil.  Mjög mikil.  Þar eru vondar manneskjur að verki.      

 


mbl.is „Þú gleymdir að fæðast með venjulegt andlit“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rétt Jens, innri maðurinn sker alltaf úr um fegurðina, en ekki ytri fegurð, því hún getur dvínað fljótt ef manneskjan stendur ekki undir henni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2013 kl. 22:32

2 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  nákvæmlega!

Jens Guð, 28.10.2013 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband