Það þarf stöðugt að hafa vit fyrir heimska fólkinu

  Morgunblaðrið verður ekki oft á vegi mínum.  Hugsanlega er það vegna þess að ég er ekki áskrifandi.  En þegar ég rekst á blaðið þá les ég það mér til gagns og gaman.  Í dag fór ég á matsölustað.  Þar rakst ég á rifrildi úr tölublaði frá síðustu viku.  Örfáar blaðsíður.  Og las þær í bak og fyrir.  Á einni síðu voru tvær aðsendar greinar.  Önnur var frá tveimur konum.  Önnur er prófessor og hin næringarfræðingur.  Þær færðu í löngu máli rök fyrir því að gosdrykki og aðra svaladrykki eigi umsvifalaust að fjarlægja úr almennum matvöruverslunum og sjoppum  Þessir drykkir eru óhollir.  Svo sannarlega.  Bölvaður óþverri.  Litað sykurvatn með bragðefnum.  Það er mesta furða að fólk kaupi og drekki þennan viðbjóð.

  Konurnar eru með lausn á vandamálinu.  Hún er sú að bannað verði að selja sykraða drykki annars staðar en í ríkisreknum vínbúðum.  Þar með verði sala á sykruðum drykkjum til yngri en 20 ára stranglega bönnuð að viðlögðum háum fjársektum og vist í skammarkrók.  Þeir einir sem náð hafa 20 ára aldri og geti sannað það með framvisun vegabréfs fái að kaupa þessa óhollu drykki.

 Fólk er fífl.  Þess vegna þarf að passa það og vakta og skammta ofan í það óhollustu.  Annars endar þetta með óhófi.  Það þarf að festa í lög og fylgja þeim rækilega eftir að fólk gæti hófs í þambi á sykruðum drykkjum.  Eitt kókglas á sunnudögum með mat er hámarkið.  Hálft aukaglas á hátíðisdögum á borð við jól og sumardaginn fyrsta.

  Ríkislögreglustjóri og hans embætti verður að halda utan um að lögum og reglum um þetta sé fylgt í hvívetna.  Kæruleysi leiðir til upplausnar.

  Á sömu blaðsíðu og prófessorinn og næringarfræðingurinn settu fram sína kröfu var grein eftir kaupmann í Reykjavík.  Hann vill flugvöll burt úr Vatnsmýri.  Hann vill ná umræðunni niður á jörðina í stað þess að gapa upp í loft á eftir flugvélum.  Til að ná umræðunni niður á jörðina skipti hann flugvellinum út fyrir fjós í Vatnsmýri.  Stillti upp dæmi um lítið sveitakot með fjósi.  Hver vill ríghalda í og varðveita fjós á svæði þar sem annars er hægt að byggja þétta byggð blokkaríbúða?  Ég náði ekki að lesa alla rökfærsluna til enda.  Mig sundlaði eftir að hafa lesið innganginn.  Grínarar hringstigans eru víðar en þeir gera sér grein fyrir.      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Næstum allar aðrar þjóðir selja áfengi í matvöruverlunum. En við erum of heimsk til að þola gos í okkar verslunum. Og Jón Gnarr, bráðum miðaldra maður, frægur rithöfundur, leikari, þáttagerðarmaður og borgarstjóri, er ennþá of heimskur og óreyndur til að fá að ráða hvað hann heitir. Afhverju tökum við ekki upp einkennisbúninga eins og Alþýðulýðveldið forðum daga? Svo "nanny state" mamman geti haft til fötin okkar á kvöldin og ráðið í hvað við förum á morgnanna? Svo getur hún lagt okkur til réttar skoðanir líka. Og passað við segjum enga ódannaða vitleysu. Alla vega ekki á netinu. Og haft eftirlit með því hvernig við kjósum. Og passað við fáum ekki of mikinn pening svo við eyðum honum nú ekki í neina vitleysu. Og passað við komum ekki of mörg saman, fjarri augliti hennar, vitleysingarnir, til að fara okkur nú ekki að voða. Og þá verður allt betra. Spurðu bara Stalín, Hitler, Maó og Mussolini.

Mörlandi (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 02:32

2 identicon

Einu sinni var mjög alvarlega vangefinn og snargeðveikur maður, sneyddur allri skynsemi, sem drakk ótæpilega af gosi svo hann var nær dauða en lífi. Starfsfólk sambýlisins passaði upp á hann kæmist ekki nálægt gosi svo hann tæki nú ekki brjálæðingskast. Svo var annar, skynsamur maður og sjálfrátt og sæmilega vel gefinn sem drakk mikið gos. Honum voru sýndar rannsóknir um afleiðingar gosdrykkju og svo fór hann á smá námskeið í fjármálum, ólíkt íslenskum grunnskólabörnum, og lærði ef hann bara drykki minna gos gæti hann keypt sér sumarbústað eftir 25 ár, eða flottan bíl eftir 5, eða farið í spennandi ferðalag til framandi landa eftir 2 ár, eða...En, alas, þá eru ekki allir sérfróðir og prófessorar og því best að banna öllum allt sem banna er hægt.

Mörlandi (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 02:36

3 identicon

Persónulega vil ég frekar Framsóknarflokkinn burt úr Reykjavík heldur en Flugvöllinn. Framsóknarflpkkurinn er bændaflokkur sem á helst heima t.d. í Skagafirði þar sem gamaldags einræðis-kaupfélag grasserar ennþá og í Vestmannaeyjum þar sem fólk er á móti menningunni í Reykjavík. Framsóknarflokkurinn er líka uppvakningaflokkur, samanber uppvakninginn sem þeir ætla að tefla fram í Reykjavík.   

Stefán (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 08:24

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það væri þá lausnin, segi nú bara, ætla þessar ágætu konur að setja sykurdrykkina niður í neðanjarðarkerfið eins og fíkniefnin?  Það liði þá ekki á löngu áður en krakkar niður í 2 ára væru orðin að glæpamönnum. 

Með flugvöllinn, þetta með fjósið er bráðfyndið.  Umræðan sú er úti á túni, fyrir það fyrsta þurfa menn að skoða hvort þeir vilji virkilega missa tjörnina, eða fá þar bráðmengaðan drullupoll þar sem allir fuglarnir væru flúnir?  Það yrði enginn bra bra til að gefa brauð. 

En einnig það er viðurkennt að það "þurfi" íbúðir fyrir efnaminna fólk og ungt fólk, halda þessir kújónar virkilega að það sem þeir kalla "dýrasta" byggingarland Reykjavíkur myndi enda sem smáíbúðakverfi?  Ekki aldeilis. 

Svo smáatriðið eins og að höfuðborg þarf að gegna lykilhlutverki, hún er borg allra landsmanna, og ef hún vill ekki eða getur ekki sinnt því hlutverki sökum græðgi eða heimsku, þá er komin tími til að leita að annari höfuðborg. Annað eins hefur nú verið gert, til dæmir var Berlín tímabundið vikið frá sem höfuðstaður, og þær eru fleiri borgirnar sem hafa hlotið þá aðgerð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2013 kl. 11:52

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég set þurfi í gæsalappir, því það eru víst til nokkur þúsund íbúðir út um allt land sem íbúðalánasjóður "á" hefur hrifsað af þeim sem ekki gátu brugðist við hruninu, og svo bankarnir sem hafa á sama hátt gert sér góðæri úr örbyrgð fólks. 

Þeir þykjast geta tekið húsið mitt eignarnámi, en það á víst ekki það sama um banka og íbúðalánasjóð, þó svo sannarlega má færa rök fyrir því að það sé í þágu almannahagsmuna að taka af þeim þjófstolnar eignir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2013 kl. 11:55

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Í Skagafjörð leita stór kanónur menninga og lista úr Reykjavík sér athvarfs.

Helga Kristjánsdóttir, 26.11.2013 kl. 12:05

7 identicon

Þjóðólfur form. karlakórsins Kvensterkur (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 14:14

8 identicon

Skál' og synja Skagfirðingar....

NKL (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 14:16

9 identicon

Hrúturinn (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 14:23

10 identicon

Meiri staðreyndir fyrir heimskt fóllk- sem kann að lesa:

http://www.visir.is/sa-itrekar-ad-launahaekkanir-leidi-til-verdbolgu/article/2013131129291

Þjóðólfur (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 17:00

11 Smámynd: Jens Guð

  Mörlandi (#1),  þetta eru góðar og tímabærar ábendingar hjá þér. 

Jens Guð, 26.11.2013 kl. 20:34

12 Smámynd: Jens Guð

  Mörlandi (#2),  þetta eru magnaðar sögur af geggjaða manninum og þeim sem er sjálfrátt.  Ég gat ekki varist brosi

Jens Guð, 26.11.2013 kl. 20:38

13 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  Framsóknarflokkurinn er horfinn úr Reykjavík til frambúðar.

Jens Guð, 26.11.2013 kl. 20:39

14 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil (#4),  það er einmitt það sem bannið myndi skila:  Börn yrðu glæpavædd.  Það yrði til neðanjarðamarkaður með sykurdrykki.  Ungur maður sagði um daginn að hann saknaði þess tíma er hann var of ungur til að versla í Vínbúðum.  Þá keypti hann landa og það var heimsendingaþjónusta!

  Þar fyrir utan fylgdi kaupunum æsileg spenna:  Hann var að gera eitthvað sem var bannað og foreldrarnir vissu ekki af.  Honum ekkert gaman að fara í Vínbúð.  Það er varla að hann nenni því.

  Þetta eru góðir punktar hjá þér varðandi flugvöllinn.  

  Ég átta mig ekki á óvinum Reykjavíkurflugvallar.  Einhverjir,  jú,  sjá möguleika á bisness fyrir sig (byggingaverktakar,  fasteignasalar...).  Sumir kaupmenn í miðbænum halda að ný 30 þúsund manna byggð í Vatnsmýri myndi fylla allar verslanir í miðbænum.

  Í því dæmi gleymist hálf milljón farþega sem fara árlega um Reykjavíkurflugvöll.  

  Annars er ég sannfærður um að flugvöllurinn fái að vera áfram í Vatnsmýri.  Meirihluti landsmanna hlýtur alltaf að styðja það.  Það er engin glóra í öðru.  Flutningur á flugvelli myndi slátra flestum flugleiðum innanlands.  

  Tvisvar í viku yfir vetrartíma og þrisvar í viku yfir sumartíma er flogið til og frá Færeyjum.  Færeyingum þykir lúxus að skreppa til Íslands á hljómleika eða á aðrar skemmtanir.  Að lenda í miðbænum,  geta gengið til næsta gistiheimilis og þaðan í Hörpu eða Gauk á Stöng.  Það er alveg klárt að verulega myndi draga úr heimsóknum Færeyinga til Íslands ef flugvöllurinn væri utan Reykjavíkur.  

  Ég hygg að svipað sé varðandi Grænlendinga.  Það er flogið vikulega til og frá þremur áfangastöðum þar.

Jens Guð, 26.11.2013 kl. 21:22

15 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil (#5),  ég var einmitt að lesa um að í Keflavík (eða Reykjanesbæ) sé gríðarlegur skortur á leiguhúsnæði.  Á sama tíma standa þar auðar nokkur hundruð íbúðir sem Íbúðalánasjóður hefur hirt til sín eftir að hafa hent íbúunum út á gaddinn. 

Jens Guð, 26.11.2013 kl. 21:26

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega Jens bönn eru bara til að búa til spenning og neðanjarðarhagkerfi sem engu skilar til samfélagsins. 

Og rétt og satt með flugvöllinn, þetta er draumur og utópia örfárra manna sem sjá sinn eigin hag í þessu, en sem er á afar gráu svæði svona almennt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2013 kl. 21:53

17 Smámynd: Jens Guð

  Helga,  það búa margir listamenn í Skagafirði.  Sjálfur er ég fæddur og uppalinn í útjaðri Hóla í Hjaltadal (bæ sem heitir Hrafnhóll) og skilgreini mig sem Skagfirðing (þrátt fyrir fjögurra áratuga búsetu í Reykjavík). 

  Í sumar átti ég erindi í Lýtingsstaðahrepp.  Þar söng ég með stórkostlegri óperusöngkonu,  Helgu Rós,  sem þar er búsett.  Hún var kynnt í sjónvarpsþættinum "Landanum" um daginn.  Það þótti sérkennilegt að ung söngkona sem á glæsilegan feril að baki í óperuhúsum í Austurríki sé búsett í Skagafirði.  Skýringin var einföld:  Faðir hennar,  bóndi,  veiktist.   

Jens Guð, 26.11.2013 kl. 21:58

18 Smámynd: Jens Guð

  Þjóðólfur,  þessar staðreyndir sem þú bendir á frá því opinbera eru ekkert annað en brandarar.  Að vísu súrir brandarar. 

Jens Guð, 26.11.2013 kl. 22:35

19 Smámynd: Jens Guð

  NKL,  ég hef ekki tölu á því hvað ég hef oft sungið "Skál við syngja,  Skagfirðingar."  Þetta er klassík. 

Jens Guð, 26.11.2013 kl. 22:37

20 identicon

Sæll Jens.

 Hér er minnst á þær þúsundir íbúða sem Íbúðalánasjóður hefur
tekið til sín auk þess sem bankar eiga þegar.

 Furðulegast af öllu er að sjá að enginn, alls enginn, hvorki
stjórnmálamenn né verkalýðsforingjar eða "menn fólksins"
innan og utan stjórnmálaflokka hafa nokkru sinni gert kröfu
til þeirra kjarabóta sem mundu skila sér svikalaust
til allra ef framkvæmt yrði en það er að Íbúðalánasjóði og
bönkunum yrði gert að leigja allar þessar íbúðir,
hverja og eina einustu.

Jens! Hver ætli sé skýringin á því að jafn augljóst það er
að þessi framkvæmd mundi "dömpa" niður þá okurleigu
sem viðgengst á markaðnum utan þeirra "nýjunga" sem
felast í því að trygging fellur orðið æ oftar á leigutaka
og eykur ennfrekar á böl hans?

Hver eru þau sjálfgræðgisöfl í þessu landi og hvernig í
ósköpunum hefur þeim tekist að fá fólk til að samþykkja
þennan fjanda án þess að þeir æmti né skræmti að
meðan okrið logar húsum hærra þá skulu þessar
íbúðir standa auðar, - alls auðar!!

Hvernig væri að einhverjir tækju þetta fyrir því varla
er um að ræða neina þá kjarabót sem betur mundi skila sér
en þá að okurverð á leigumarkaði heyri liðinni tíð.

Er þetta ekki eitthvað sem mætti athuga af þeim sem
hugsanlega gætu haft einhver áhrif á þetta???????

Hvar eru nú menn fólksins í landinu?!

Húsari. (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 22:48

21 Smámynd: Jens Guð

  Húsari,  þú spyrð svo sannarlega spurninga sem vert er að kalli á svar.  Einhver sagði að Íbúðalánasjóður væri að bíða eftir því að eftirspurn yrði svo mikil að íbúðarverð myndi rjúka upp og að þá væri lag að selja.  Eftir bankahrun sé íbúðarverð í lágmarki. 

Jens Guð, 26.11.2013 kl. 23:26

22 Smámynd: Jens Guð

  Húsari (#20),  skýringin sem ég hef fengið er sú að beðið sé eftir að verð á húsnæði rjúki upp.  300 íbúðir sem í dag eru verðlagðar á 20 milljónir muni eftir nokkra mánuði fara á gangverði 3ö milljóna.  

Jens Guð, 26.11.2013 kl. 23:40

23 identicon

Sæll Jens.

Þakka þér fyrir svarið.

Hérna má alls ekki gleyma félagslegu hutverki
Íbúðalánasjóðs.

Hlutverk hans er ekki að hækka verðið á markaðnum, -
hann er kjörið tækifæri sjórnvalda til að hafa bein
áhrif á markaðinn til lækkunnar á því ófremdarástandi
sem ríkir á leigumarkaði og jafnframt að sjóðirinn gegni
óumdeilanlegu félagslegu hlutverki sínu sem skyldi
því ljóst er að ekkert er því til fyrirstöðu að framkvæma
það þegar í stað að setja þessar íbúðir allar á markaðinn
hvort heldur hjá Íbúðalánasjóði eða bönkum.

Er eitthvert vit í því að láta þetta grotna svona niður, drabbast
og verða engum að notum. Nei! Út á markaðinn með það!

Ef sjórnvöldum er nokkur alvara í því að bæta kjör
í landinu, ef þeim er alvara í því að halda þeim
40% allra landsmanna sem gjarna vildu yfirgefa sker þetta
sem nefnist Ísland, ef þeim er alvara nokkur í því að
byrðar dreifist og allir taki þátt í uppbyggingunni þá
er fyrsta verkið að allar þessar íbúðir fari á markaðinn
þegar í stað.

Það er fjarri því að vera heilbrigt eða eðlilegt að
menn taki því þegjandi og sem sjálfsögðum hlut
að þetta standi autt! Er mönnum alvara er ekki í lagi
heima hjá þeim!

Hreinasta undur að menn skuli ekki hreinlega hafa yfirtekið
þessar íbúðir allar og ótrúlegt að sá heimalingsháttur skuli uppi
hefður að koma þessu ekki þegar í stað út
í þágu lands og þjóðar.

Þá fyrst og fyrr ekki mun Íbúðalánasjóður þjóna
hlutverki sínu. Legg til að menn íhugi þetta
og geri eitthvað í þessu og að þeir sem sofa værum svefni
og skiptir þetta engu fái að vakna við herlúðra
verkalýðsins eigi síðar en í næstu kjarasamningum!

Húsari. (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 00:04

24 identicon

Sæll Jens.

Hverjir ættu svo sem að kaupa þessar íbúðir?

Ekki er það millistéttin sem meira og minna hefur orðið
að selja ofan af sér til þess að hreinlega skrimta.

Og þá eru það ekki þeir sem þegar hafa misst húsnæði sitt
til Íbúðalánasjóðs eða banka því þeir hafa ekki einusinni
það fjármagn sem til þarf til að þeir geti lýst sig gjaldþrota
og byrjað að nýju; eru í fjötrum, helsi , sviptir öllu frelsi
til athafna.

Í ríkisstjórn eru tveir flokkar sem margsinnis hafa lýst því
yfir að þeir vilji gera eitthvað fyrir það fólk sem berst
í bökkum.

Hér er gullið tækifæri til að sýna hvort mönnum er alvara
því þessi aðgerð ein mundi skila mönnum ekki aðeins
þúsundum heldur milljónum á örskömmum tíma og
jafnframt verða til þess að hjólin fari að snúast því
það gera þau örugglega ekki meðan fólk á tæpast
fyrir brýnustu nauðþurftum.

Það er fjármagnið sem þarf að fara að vinna útum allan
þjóðarlíkamann!

Meðan það gerist ekki þá stendur allt fast.

Menn eiga ekki að taka því að umræðunni sé
drepið á dreif með haldlitlum en oftast engum rökum.

Út á markaðinn með allar íbúðir, hverja og eina
einustu íbúð í eigu Íbúðalánasjóðs og banka!

Og hver skyldi ástæðan svo vera að þetta hefur ekki
fyrir löngu verið framkvæmt. Augljós, augljós!

Kapítalið heldur þessu í höndum sér og fyrr skal öllu
blæða út en lát verði þar á.

Stjórnvöld eiga að sinna því hlutverki sem þau hafa
í gegnum Íbúðalánasjóð og bankana að
skikka þá til að koma þessu tafarlaust á markaðinn.

Þetta er þeirra augljósa tækifæri til að grípa til þeirra
aðgerða sem þegar í stað og mótbárulaust mundi
skila þjóðarbúinu þegar upp væri staðið ómældum
ávinningi í uppbyggingunni í stað þess niðurrifs
græðgisafla sem við blasir.

Út á markaðinn með þetta þegar í stað!

Enn hljóta að vera til verkalýðsforingjar sem láta
að sér kveða. Gott er að vita af einum á Akranesi
en samtakamáttur allra góðra manna er
það sem til þarf. Er hann til staðar?

Húsari. (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 00:47

25 Smámynd: Jens Guð

  Húsari,  takk fyrir þessar áhugaverðu vangaveltur.

Jens Guð, 27.11.2013 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband