Verðsamanburður borgar sig!

  Það eru eins og samantekin ráð hjá helstu verslunum landsins að hringla með verð á öllum vörum nánast daglega.  Það er sama hvort um er að ræða stórmarkaði,  lágvöruverslanir,  hávöruverslanir,  byggingavöruverslanir eða hvað sem er.  Tilgangurinn er sá einn að koma í veg fyrir að nokkur manneskja læri verð á vörum.  Viðskiptavinurinn verður þannig ónæmur fyrir verði.

  Full ástæða er til að vera á verði.  Gera verðsamanburð á milli verslana af minnsta tilefni.  Það getur sparað háar upphæðir.

  Siggi Lee Lewis,  vinur minn,  var í dag að huga að kaupum á útiseríu.  Hann kannaði verð á 80 ljósa seríu í Blómavali.  Verðið reyndist vera 29.900 krónur.  Það þótti Sigga heldur ríflegt.  Í bríeríi datt honum í hug að kanna verðið í Byko.  Viti menn:  Þar fann hann 120 ljósa seríu á 4990 kr.  Siggi kemur ekki auga á neitt sem réttlætir að miklu minni sería í Blómavali sé 25 þúsund kalli (500%)dýrari.  80 ljósa serían í Byko kostar rúmar 3000 kr.  en Siggi er svo ánægður með verðið á 120 ljósa seríunni að hún er málið. 

  Tekið skal fram að ég hef engin tengsl við Byko eða Blómaval.

jolaseriur.jpg  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Þetta er hárrétt athugað, maður á að gera verðsamanburð og það miklu víðar en bara í bygginga og blómaverslunum, þess vegna eigum við ekki að líða það að kassastarfsmenn í verslunum segi "má bjóða þér strimilinn" strimillinn er innifalinn í vöruverði og við eigum heimntingu á að fá hann þó ekki sé til annars en að bera saman verð á einstökum hlutum við verð á svipuðu sem við höfum keypt annars staðar.  Ég hvet alla til að fylgjast með verði á milli verslana, það getur munað miklu.

Kjartan Sigurgeirsson, 29.11.2013 kl. 01:44

2 identicon

Rétt hjá Sigga Lee að gera verðsamanburð. Það á ekki að kaupa hluti blindandi. T.d. sá ég þessa fyrirsögn í blaðsnepli í morgun ,, Það er búið að klámvæða Jólin ". Þetta er haft eftir fyrrum rokkaranum, en núverandi trúar og jólalagaraularanum Bubba Morthens. Hvað á maðurinn eiginlega við, er hann kanski að lauma klámi innan um sykursæt jólalögin ?  Nei, það á ekki einu sinni kaupa jóladiska blindandi, það er aldrei að vita hvað leynist þar.  

Stefán (IP-tala skráð) 29.11.2013 kl. 08:19

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta eru greinilega ekki sambærilegar jólaseríur. En hrópandi verðmunur eigi að síður.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.11.2013 kl. 10:29

4 identicon

Tek undir með Axel, þetta eru augljóslega alls ekki sambærilegar seríur, en verðið er engu að síður fáránlega ólíkt og full ástæða til að gera verðsamanburð, alltaf, í sem flestu.

Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2013 kl. 10:40

5 Smámynd: Jens Guð

  Kjartan,  dæmin sanna líka að fólk sem fer yfir kassastrimilinn rekst iðulega á að vörur eru séu dýrari á kassa en í hillu.

Jens Guð, 29.11.2013 kl. 19:05

6 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  ég treysti mér ekki til að giska á hvað  Ekki háttvirtur  á við. 

Jens Guð, 29.11.2013 kl. 19:08

7 Smámynd: Jens Guð

  Axel Jóhann,  það er einhver munur á seríunum.  Sigga þótti sá munur hvergi slaga upp í að vera 25 þúsund kr. virði. 

Jens Guð, 29.11.2013 kl. 19:15

8 Smámynd: Jens Guð

  Nanna,  ég tek undir hvatninguna um að gera verðsamanburð.  Stundum er hægt að uppgötva mikinn verðmun á nákvæmlega sömu vörunni. 

Jens Guð, 29.11.2013 kl. 19:26

9 Smámynd: Flower

Ég veit bara að það eru vandaðri og fallegri seríur í Byko. Húsasmiðjan var með sérmerktar seríur frá Kína, mjög ódýrar, það var reyndar ekki hægt að fá varaperur en þær entust vel, ég hef ennþá eina sem ég hef notað í nokkur ár og ekki farið pera ennþá. Þær sem tóku við eru ekki eins fallegar og perurnar fara nokkrar hver jól, það er reyndar hægt að kaupa varaperur í þær. Ég reyndar veit ekki hvort ég var óheppin með eintak.

Svo var keypt 100 ljósa sería í fyrra í Byko og það fór ekki nein pera þá, það voru líka fallegri litir á þeim mislitu. Ég sný mínum viðskiptum til Byko þegar kemur að seríum.

Flower, 29.11.2013 kl. 20:14

10 Smámynd: Jens Guð

  Flower,  bestu þakkir fyrir upplýsingarnar.

Jens Guð, 29.11.2013 kl. 20:27

11 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Það er stórmunur á seríunum. Þær dýrari hafa 80 perur en þær ódýrari 120 perur. Það er öskrandi munur.

Siggi Lee Lewis, 30.11.2013 kl. 18:26

12 Smámynd: Jens Guð

  Ziggy,  svo rétt.

Jens Guð, 30.11.2013 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.