Hvað eru Bjarni Ben og Sigmundur Davíð?

  Spurningin sem margir spyrja sig - og nokkra aðra - er:  Hvað eru Bjarni Ben og Sigmundur Davíð?  Svar við spurningunni áleitnu brennur á íslenskum almenningi (og í bland nokkrum útlendingum með bakpoka).  Mér er ljúft og skylt að upplýsa málið - fyrst að ég á annað borð veit svarið.  Í stuttu máli er Bjarni Ben djúpsteiktur fiskur (nánar tiltekið fiskborgari).  Sigmundur Davíð er hakkað naut (í formi nautaborgara). 

  Bjarni Ben og Sigmundur Davíð eru nýjustu réttirnir á veitingastaðnum Texasborgurum við Grandagarð.  

  Fram til þessa hafa hamborgararnir á Texasborgurum verið 140 gr.  Bjarni Ben og Sigmundur Davíð eru hinsvegar 90 gr.  Þeir eru afgreiddir í hamborgarabrauði og með frönskum kartöflum,  sósu og salati.  Verðið er sniðið að kaupgetu fólks í skuldaánauð;  690 kall.

  Hlutverk nafngiftar þessara málsverða er að minna ráðamenn landsins á að skuldugir landsmenn eru langþreyttir á bið eftir skuldaleiðréttingu.  Þeir bíða og bíða og bíða og bíða eftir skuldaleiðréttingu sem boðuð var á vormánuðum og átti að ganga í gegn einn, tveir og þrír.  Svo gleymdist hún.  Að mér skilst.  Í atinu þurfti að einbeita kröftum að kvótagreifum sem toguðust á um að borga sér 800 milljónir í arð (í stað 700 milljóna).  Eða eitthvað svoleiðis. 

  Ég þekki ekkert til þessara mála og skipti mér ekkert af þeim.  En ég held að framtak Texasborgara sé skemmtilegur flötur á skuldaánauðinni.      

  Tekið skal fram að ég hef engin tengsl við Texasborgara.  Aftur á móti snæði ég oft á Sjávarbarnum.  Hann er við hliðina á Texasborgurum og - að ég held - sami eigandi.  Á Sjávarbarnum er boðið upp á glæsilegt sjávarréttahlaðborð í bland við kjúklingarétti.  Það er í miklu uppáhaldi hjá mér.  

  Hér er eigandinn,  Magnús Ingi Magnússon,  með Bjarna Ben og Sigmund Davíð í fanginu.  

magnus_ingi_me_bb_og_sd.jpg 

 

 

 

 

 

 

 

 

bjarniben_spilar_a_imynda_a_blokkflautu.jpg 

 

 

 

 

 

 

 Bjarni Ben spilar ekki á loftgítar.  Þess í stað er hann liðtækur á loftklarinettu og loftfuglaflautu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha góður eins og venjulega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.2.2014 kl. 23:00

2 identicon

Vegna þess að ég þekki marga leigjendur sem búa við mikið óöryggi og bág kjör án nokkurrar opinberrar aðstoðar öfugt við íbúðaeigendur, þá skora ég á Magnús Inga vert á Texasborgurum að bjóða upp á ör-borgara og eina franska með nafninu Eygló Harðar. 

Stefán (IP-tala skráð) 14.2.2014 kl. 08:23

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Örborgari.... skemmtileg tillaga.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2014 kl. 11:52

4 identicon

Ég væri helst til í að smakka eitt stykki Hönnu Birnu. Mér skilst reyndar að það sé erfitt að borða svoleiðis, það lekur svo úr borgaranum.

Grrr (IP-tala skráð) 14.2.2014 kl. 20:29

5 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  takk fyrir það. 

Jens Guð, 15.2.2014 kl. 01:04

6 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  góð tillaga!

Jens Guð, 15.2.2014 kl. 01:05

7 Smámynd: Jens Guð

   Grrr,  það er skemmtileg hugmynd:  Að bjóða upp á Hönnu Birnu-borgara sem lekur. 

Jens Guð, 15.2.2014 kl. 01:07

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Afskrifuð verðtryggð kokteilsósa falda valdsins!

Í siðmenntuðum samfélögum ætti ekki víst ekki að auglýsa manneskjur sem mannamat!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.2.2014 kl. 12:53

9 Smámynd: Jens Guð

  Anna Sigríður,  aldrei þessu vant er ég þér ósammála.  Þetta er alsiða um allan heim.  Ekki síst varðandi hamborgara.  Eitt sinn fór ég í Hamborgarafabrikkuna.  Þar eru hamborgarar kenndir við Bjögg Halldórs (Stóri Bó),  Rúnar Júl (Hr. Rokk),  Sigurjón digra,  Egil Daða og fleiri.  Á veitingastaðnum Skalla heitir einn hamborgarinn Akureyringur.  Ég held að McDonalds borgarar heiti í höfuðið á manni sem hét McDonalds.

  Kjöt í karrý er iðulega kallað Fjalla-Eyvindur.  Tiltekin hnetusmörsamloka heitir Elvis. Og svo framvegis. 

Jens Guð, 15.2.2014 kl. 19:50

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jens. Ég er og verð ekki sammála því að matur sé auglýstur í nafni einstaklinga. Þarna er minn skilningur takmarkaður, og ég verð bara að taka þeirri þekkingar/þroskahömlun minni.

Kannski hef ég einhvertíma í vanþekkingar-reiðikasti gert mistök, sem ég ekki er sammála í dag, og þá verð ég bara að éta það ofan í mig. Lífið gengur út á að læra að skilja af eigin fordóma-fáfræði-mistökum.

Það ætti að metta mig vel og lengi, sem sú fáfróða sem ég er, að éta ofan í mig öll lífsins mistökin mín, skilningsleysið, þekkingarleysið og dómhörkuna. Ég geri mér grein fyrir takmörkunum mínum. En það breytir ekki minni persónu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.2.2014 kl. 22:17

11 Smámynd: Jens Guð

  Anna Sigríður,  þitt viðhorf er alveg gott. Þau tilfelli sem ég vísa til í "kommenti" #9 eru með velþóknun viðkomandi. 

Jens Guð, 16.2.2014 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband