Hvađ eru Bjarni Ben og Sigmundur Davíđ?

  Spurningin sem margir spyrja sig - og nokkra ađra - er:  Hvađ eru Bjarni Ben og Sigmundur Davíđ?  Svar viđ spurningunni áleitnu brennur á íslenskum almenningi (og í bland nokkrum útlendingum međ bakpoka).  Mér er ljúft og skylt ađ upplýsa máliđ - fyrst ađ ég á annađ borđ veit svariđ.  Í stuttu máli er Bjarni Ben djúpsteiktur fiskur (nánar tiltekiđ fiskborgari).  Sigmundur Davíđ er hakkađ naut (í formi nautaborgara). 

  Bjarni Ben og Sigmundur Davíđ eru nýjustu réttirnir á veitingastađnum Texasborgurum viđ Grandagarđ.  

  Fram til ţessa hafa hamborgararnir á Texasborgurum veriđ 140 gr.  Bjarni Ben og Sigmundur Davíđ eru hinsvegar 90 gr.  Ţeir eru afgreiddir í hamborgarabrauđi og međ frönskum kartöflum,  sósu og salati.  Verđiđ er sniđiđ ađ kaupgetu fólks í skuldaánauđ;  690 kall.

  Hlutverk nafngiftar ţessara málsverđa er ađ minna ráđamenn landsins á ađ skuldugir landsmenn eru langţreyttir á biđ eftir skuldaleiđréttingu.  Ţeir bíđa og bíđa og bíđa og bíđa eftir skuldaleiđréttingu sem bođuđ var á vormánuđum og átti ađ ganga í gegn einn, tveir og ţrír.  Svo gleymdist hún.  Ađ mér skilst.  Í atinu ţurfti ađ einbeita kröftum ađ kvótagreifum sem toguđust á um ađ borga sér 800 milljónir í arđ (í stađ 700 milljóna).  Eđa eitthvađ svoleiđis. 

  Ég ţekki ekkert til ţessara mála og skipti mér ekkert af ţeim.  En ég held ađ framtak Texasborgara sé skemmtilegur flötur á skuldaánauđinni.      

  Tekiđ skal fram ađ ég hef engin tengsl viđ Texasborgara.  Aftur á móti snćđi ég oft á Sjávarbarnum.  Hann er viđ hliđina á Texasborgurum og - ađ ég held - sami eigandi.  Á Sjávarbarnum er bođiđ upp á glćsilegt sjávarréttahlađborđ í bland viđ kjúklingarétti.  Ţađ er í miklu uppáhaldi hjá mér.  

  Hér er eigandinn,  Magnús Ingi Magnússon,  međ Bjarna Ben og Sigmund Davíđ í fanginu.  

magnus_ingi_me_bb_og_sd.jpg 

 

 

 

 

 

 

 

 

bjarniben_spilar_a_imynda_a_blokkflautu.jpg 

 

 

 

 

 

 

 Bjarni Ben spilar ekki á loftgítar.  Ţess í stađ er hann liđtćkur á loftklarinettu og loftfuglaflautu.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Hahaha góđur eins og venjulega.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 13.2.2014 kl. 23:00

2 identicon

Vegna ţess ađ ég ţekki marga leigjendur sem búa viđ mikiđ óöryggi og bág kjör án nokkurrar opinberrar ađstođar öfugt viđ íbúđaeigendur, ţá skora ég á Magnús Inga vert á Texasborgurum ađ bjóđa upp á ör-borgara og eina franska međ nafninu Eygló Harđar. 

Stefán (IP-tala skráđ) 14.2.2014 kl. 08:23

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Örborgari.... skemmtileg tillaga.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 14.2.2014 kl. 11:52

4 identicon

Ég vćri helst til í ađ smakka eitt stykki Hönnu Birnu. Mér skilst reyndar ađ ţađ sé erfitt ađ borđa svoleiđis, ţađ lekur svo úr borgaranum.

Grrr (IP-tala skráđ) 14.2.2014 kl. 20:29

5 Smámynd: Jens Guđ

  Ásthildur Cesil,  takk fyrir ţađ. 

Jens Guđ, 15.2.2014 kl. 01:04

6 Smámynd: Jens Guđ

  Stefán,  góđ tillaga!

Jens Guđ, 15.2.2014 kl. 01:05

7 Smámynd: Jens Guđ

   Grrr,  ţađ er skemmtileg hugmynd:  Ađ bjóđa upp á Hönnu Birnu-borgara sem lekur. 

Jens Guđ, 15.2.2014 kl. 01:07

8 Smámynd: Anna Sigríđur Guđmundsdóttir

Afskrifuđ verđtryggđ kokteilsósa falda valdsins!

Í siđmenntuđum samfélögum ćtti ekki víst ekki ađ auglýsa manneskjur sem mannamat!

M.b.kv.

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 15.2.2014 kl. 12:53

9 Smámynd: Jens Guđ

  Anna Sigríđur,  aldrei ţessu vant er ég ţér ósammála.  Ţetta er alsiđa um allan heim.  Ekki síst varđandi hamborgara.  Eitt sinn fór ég í Hamborgarafabrikkuna.  Ţar eru hamborgarar kenndir viđ Bjögg Halldórs (Stóri Bó),  Rúnar Júl (Hr. Rokk),  Sigurjón digra,  Egil Dađa og fleiri.  Á veitingastađnum Skalla heitir einn hamborgarinn Akureyringur.  Ég held ađ McDonalds borgarar heiti í höfuđiđ á manni sem hét McDonalds.

  Kjöt í karrý er iđulega kallađ Fjalla-Eyvindur.  Tiltekin hnetusmörsamloka heitir Elvis. Og svo framvegis. 

Jens Guđ, 15.2.2014 kl. 19:50

10 Smámynd: Anna Sigríđur Guđmundsdóttir

Jens. Ég er og verđ ekki sammála ţví ađ matur sé auglýstur í nafni einstaklinga. Ţarna er minn skilningur takmarkađur, og ég verđ bara ađ taka ţeirri ţekkingar/ţroskahömlun minni.

Kannski hef ég einhvertíma í vanţekkingar-reiđikasti gert mistök, sem ég ekki er sammála í dag, og ţá verđ ég bara ađ éta ţađ ofan í mig. Lífiđ gengur út á ađ lćra ađ skilja af eigin fordóma-fáfrćđi-mistökum.

Ţađ ćtti ađ metta mig vel og lengi, sem sú fáfróđa sem ég er, ađ éta ofan í mig öll lífsins mistökin mín, skilningsleysiđ, ţekkingarleysiđ og dómhörkuna. Ég geri mér grein fyrir takmörkunum mínum. En ţađ breytir ekki minni persónu.

M.b.kv.

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 15.2.2014 kl. 22:17

11 Smámynd: Jens Guđ

  Anna Sigríđur,  ţitt viđhorf er alveg gott. Ţau tilfelli sem ég vísa til í "kommenti" #9 eru međ velţóknun viđkomandi. 

Jens Guđ, 16.2.2014 kl. 00:14

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband