Færeyingar vilja ensku í stað dönsku

 

Á allra síðustu árum hefur færeyska færst mjög hratt í átt að dönsku.  Sjónvarpinu er kennt um.  Færeyska sjónvarpið sendir út mikið af dönsku efni.  Einnig útlendu sjónvarpsefni með dönskum undirtexta.  Mikil umræða er um þetta í Færeyjum í dag.  Ný skoðanakönnun sýnir að 71% Færeyinga vill efla enskukennslu í grunnskóla á kostnað dönsku.   Inn í afstöðuna spilar að margir Færeyingar - um helmingur - aðhyllist sjálfstæði Færeyja og aðskilnað frá danska sambandsríkinu.

  Athyglisvert er að ungir Færeyingar eru mun áhugasamari um enskukennslu á kostnað dönsku.  Stuðningur 29 ára og yngri við enskuna á kostnað dönsku er 87%.  Það er einmitt yngra fólkið sem jafnframt vill aðskilnað Færeyja frá danska sambandsríkinu.

  Ein rök hinna,  sem vilja óbreytta áherslu á dönskukennslu,  benda á Ísland.  Þeir telja að það hái Íslendingum verulega að kunna hvorki dönsku né önnur norræn tungumál.  Verði að tjá sig á ensku í samskiptum við aðrar Norðurlandaþjóðir.

  Sumir ganga svo langt að vilja að áhersla á enskukennslu gangi fyrir og þýska komi þar á eftir.  Þýskumælandi eru,  jú,  næst fjölmennastir í Evrópu á eftir enskumælandi.  Danska eigi að mæta afgangi.  Færeyingar læri hvort sem er dönsku af sjónvarpsglápi og lestri danskra slúðurblaða og glanstímarita.  

  Þar fyrir utan eru Færeyingar almennt næmir fyrir erlendum tungumálum.  Ótrúlega margir þeirra tala þýsku og frönsku - til viðbótar við að vera reiprennandi í ensku, dönsku, sænsku og norsku.  Og skilja talaða íslensku.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Gæti ekki verið meira sammála frændfólki mínu Færeyjingum! Þetta er það sem gera á hérna heim líka. Leggja niður þessa bévítans dönsku og leggja meiri áherslu á enskuna, enda höfum við ekkert með dönsku að gera frekar en BNA menn, Englendingar, Þjóðverjar, Hollendingar, Spánverjar, Mexikoar, Svíar, Norðmenn, Finnar, Braselíumenn, Koreumenn, Japanir, Kínverjar, Thailendingar......osfr

Siggi Lee Lewis, 31.5.2014 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband