Fćreyingar vilja ensku í stađ dönsku

 

Á allra síđustu árum hefur fćreyska fćrst mjög hratt í átt ađ dönsku.  Sjónvarpinu er kennt um.  Fćreyska sjónvarpiđ sendir út mikiđ af dönsku efni.  Einnig útlendu sjónvarpsefni međ dönskum undirtexta.  Mikil umrćđa er um ţetta í Fćreyjum í dag.  Ný skođanakönnun sýnir ađ 71% Fćreyinga vill efla enskukennslu í grunnskóla á kostnađ dönsku.   Inn í afstöđuna spilar ađ margir Fćreyingar - um helmingur - ađhyllist sjálfstćđi Fćreyja og ađskilnađ frá danska sambandsríkinu.

  Athyglisvert er ađ ungir Fćreyingar eru mun áhugasamari um enskukennslu á kostnađ dönsku.  Stuđningur 29 ára og yngri viđ enskuna á kostnađ dönsku er 87%.  Ţađ er einmitt yngra fólkiđ sem jafnframt vill ađskilnađ Fćreyja frá danska sambandsríkinu.

  Ein rök hinna,  sem vilja óbreytta áherslu á dönskukennslu,  benda á Ísland.  Ţeir telja ađ ţađ hái Íslendingum verulega ađ kunna hvorki dönsku né önnur norrćn tungumál.  Verđi ađ tjá sig á ensku í samskiptum viđ ađrar Norđurlandaţjóđir.

  Sumir ganga svo langt ađ vilja ađ áhersla á enskukennslu gangi fyrir og ţýska komi ţar á eftir.  Ţýskumćlandi eru,  jú,  nćst fjölmennastir í Evrópu á eftir enskumćlandi.  Danska eigi ađ mćta afgangi.  Fćreyingar lćri hvort sem er dönsku af sjónvarpsglápi og lestri danskra slúđurblađa og glanstímarita.  

  Ţar fyrir utan eru Fćreyingar almennt nćmir fyrir erlendum tungumálum.  Ótrúlega margir ţeirra tala ţýsku og frönsku - til viđbótar viđ ađ vera reiprennandi í ensku, dönsku, sćnsku og norsku.  Og skilja talađa íslensku.   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Gćti ekki veriđ meira sammála frćndfólki mínu Fćreyjingum! Ţetta er ţađ sem gera á hérna heim líka. Leggja niđur ţessa bévítans dönsku og leggja meiri áherslu á enskuna, enda höfum viđ ekkert međ dönsku ađ gera frekar en BNA menn, Englendingar, Ţjóđverjar, Hollendingar, Spánverjar, Mexikoar, Svíar, Norđmenn, Finnar, Braselíumenn, Koreumenn, Japanir, Kínverjar, Thailendingar......osfr

Siggi Lee Lewis, 31.5.2014 kl. 20:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband