Friðsælustu lönd heims

 

  Sú var tíð að Íslendingar voru afskaplega friðsamir.  Elskuðu friðinn og struku friðinn.  Sú stemmning náði hæstum hæðum á hippaárunum svokölluð (seinni hluta sjöunda áratugarins og fyrri hluta áttunda áratugarins).  Auðvitað tuskuðust strákar.  Það er eðli stráka.  Þeir spreyta sig.  Maður á mann.  Ef annar féll var dæmið útkljáð.  

  Ég veit ekki hvenær eða hvernig það gerðist að tveir eða jafnvel fleiri létu eftir sér að ráðast í sameiningu á einn.  Og þegar sá er ofurliði borinn fellur í götuna er gengið í skrokk á honum með spörkum í höfuð.  Í mínu ungdæmi hefði þannig hegðun umsvifalaust verið skilgreind sem aumingjaskapur vesalinga.  

  Með tilkomu Fésbókar og "kommentakerfis" netmiðla fundu vesalingarnir

sér nýjan vettvang.  Þar belgja þeir sig digurbarkalega.  Nú eru þeir farnir að hóta ókunnugu fólki lífláti.  Það er brýnt að taka með festu á líflátshótunum.  Kæfa svoleiðis dólgshátt í fæðingu.  

  Íslendingar vilja búa í friðsömu samfélagi.  Við erum stolt yfir því að búa í tiltölulega friðsælu samfélagi.  Samfélagi þar sem ágreiningsmál eru leyst í bróðerni í stað ógnana og líflátshótana.

  Samkvæmt bandarískum netmiðli,  Amerikanki,  er Ísland 6. friðsælasta land í heimi.   

  Amerikanki fjallar um helstu hugðarefni kvenna:  Snyrtivörur,  fatnað,  innkaup (shopping),  matreiðslu og svo framvegis.  Einnig um ferðalög.

  Amerikanki sækir sína heimild um friðsælustu lönd til fyrirbæris sem kallast Global Peace Index.  Þannig er listinn:

1.  Danmörk.  Danir eru sagðir vera afskaplega hjálpsamir,  vingjarnlegir og opinskáir.  Greinarhöfundur segist hafa tvívegis komið til Kaupmannahafnar og vottar að þetta sé rétt mat.

2.  Noregur.  Vísað er til þess að fjöldamorð Breivíks gefi alranga mynd af Noregi.  Þetta sé eitt friðsælasta land í heimi og öruggast að búa í við mikla velsæld.

3.  Singapore.  Öryggisgæsla er góð.  Glæpatíðni mjög lág og morð fátíð.

4.  Slóvenía.  Greinarhöfundur samþykkir þetta mat GPI.  

5.  Svíþjóð.  Fegursta landið í Skandinavíu.  Þrátt fyrir að Svíar séu stórtækastir Evrópubúa í útflutningi á vopnum þá hafa Svíar ekki staðaið hernaði gegn öðrum þjóðum síðustu tvær aldir.  Glæpatíðni er svo lág að rán eru aðeins 8000 á ári.  Til samanburðar eru rán í Bandaríkjunum 350.000.  

6.  Ísland.  Ótrúleg náttúrufegurð.  Ísland tekur ekki þátt í stríðsátökum heimsbyggðarinnar og hefur eingöngu verið í fréttum vegna bankahruns.  

  Þarna skeikar greinarhöfundi.  Tveir menn skráðu Ísland á lista yfir stríðsfúsar þjóðir sem gerðu innrás í Írak 2003 með skelfilegum afleiðingum fyrir Írösku þjóðina.  Það sér hvergi fyrir enda á þeim hörmungum.      


mbl.is Kærir hatursfull ummæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samt alveg glórulaust að mínu mati að hafa Noreg í öðru sæti eftir þessi hræðilegu fjöldamorð hans Breivik. Spái því að eftir því sem nýji hægri þjóðernis - framsóknarflokkurinn nær meiri völdum hér, þá muni Ísland færast hratt niður þennan lista. Legg því til að höfuðstöðvar þessa öfgasinnaða þjóðernisflokks verði færðar alfarið norður í skagfirska efnahagssvæðið og það gert að einangruðu fyrirbæri þar.  Skilst reyndar að SD sé búinn að koma sér fyrir í Hofsósi. 

Stefán (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 08:31

2 identicon

Finnst leitt að þurfa að skjóta frekari skelk í bringu greinarhöfundar.

Danmörk, Slóvenía og Singapore voru einnig á lista yfir stríðsfúsar þjóðir.

Bandaríkjastjórn keypti vopn af svíum og norðmönnum til manndrápa í Írak og má þar rekja dráp á hundruðum ef ekki þúsunda óbreyttra borgara, samkvæmt wikileaks skjölum.

Heimsmyndin er ekki sú sem hún oft sýnist vera ...

L.T.D. (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 11:51

3 Smámynd: Jens Guð

Stefán, ég hef grun um að höfuðstöðvar séu nú þegar í Skagafirði þaðan sem Þórólfur stjórnar strengjabrúðunum.

Jens Guð, 4.6.2014 kl. 20:29

4 Smámynd: Jens Guð

L.T.D., Ísland er eitt örfárra ríkja heims án hers. Þess vegna þykir það fréttnæmt í kynningu á Íslandi að nefna að Ísland taki ekki þátt í stríðsátökum. Önnur ríki stilla sínum hermönnum upp hér og þar alveg burt séð frá því hvort að þau voru á listanum umdeilda.

Jens Guð, 4.6.2014 kl. 20:35

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Struku þeir ekki kviðinn!

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.6.2014 kl. 21:15

6 identicon

Hótanir eiga ekki að líðast á Íslandi, hvorki morðhótanir né að útvarpsstöðvar breytist í áróðursmiðstöðvar fyrir öfgaskoðanir og stjórnmálaflokkar tefli framm mönnum sem boða skoðanir um að myrða, misþyrma, aflima, nauðga eða á nokkurn annan hátt veistast með ofbeldi að samborgurum sínum. Það er ekki siðlegt að líða að Salmann segi á útvarpsstöð í beinni útsendingu að það eigi að höggva hendur af þjófum. Til að taka af allan vafa um að þetta séu einnig þeirra skoðanir ættu stjórnmálaflokkurinn Dögun sem og félag múslima að reka þennan mann á brott. Vonandi gufar stjórnmálaflokkurinn Dögun upp sem allra fyrst. Það eykur á útlendingahatur og fordóma að hafa svona fólk í framboði fyrir stjórnmálaflokka, og nóg er fyrir. Það er sérstaklega siðlaust af Dögun að þetta er múslimi viti þeir að maðurinn er svona tæpur, því múslimar verða fyrir miklu og ósanngjörnu aðkasti nú á dögum og ekki siðferðilega réttlætanlegt að auka líkurnar á meiri andúð. Ofbeldiskúltúrinn á Íslandi hefur gengið alltof langt og hann verður að stöðva. http://www.utvarpsaga.is/frettir/637-salmann-hlynntur-aflimun-%C3%BEj%C3%B3fa-%C3%AD-refsingarskyni.html#.U4-OtHJ_umk

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 21:35

7 identicon

Ég meina að það er mín skoðun að Dögun og Félag Múslima ættu hvort um sig að reka þennan mann úr flokknum annars vegar og hins vegar trúfélaginu, til að leiðrétta misskilning sem annars skapast meðal almennings að ef til vill standi flokkurinn eða félagið fyrir skoðanir eins og þær sem hann lýsir yfir á Útvarpi Sögu eða styðji á einhvern hátt. Ef ég væri í forsvari fyrir annað hvort þetta lífsskoðunarfélag, Dögun eða Múslimana, þá myndi ég víkja honum úr félaginu strax. Borgaralegréttindi hans og lagavernd á þó að tryggja með fullu. Hér er réttarríki og allir, líka þeir sem hafa hugsanlega gerst brotlegir við stjórnarskránna eða látið frá sér ummæli sem vekja fordæmingu allra góðra manna og bitna á þeim sem erfiðast allra eiga í samfélaginu og hafa þannig sýnt innræti sitt og að vera ekki verðugir nokkurs trausts framar, spillandi fyrir ímynd eigin trúfélags sem og stjórnmálaflokks með þessu móti svo bitnar á saklausu fólki innan beggja félaga, eiga samt sem áður rétt á vernd laganna. En félögin hans ættu að hafa vit á að vernda sig sjálf með að nýta sér sitt félagafrelsi til að sameinast um brottrekstur hans, til að vernda eigin hag og orðspor sakleysingja sem misgjörðir hans og innræti annars bitnar á.

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 21:40

8 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Þór, hverjir?

Jens Guð, 4.6.2014 kl. 22:17

9 Smámynd: Jens Guð

Jón, Salmann tók strax aftur sín ummæli um aflimun. Sagði þau hafa fallið af hvatvísi og reiði í heitu orðaskaki. Ég afsaka það ekkert fyrir hans hönd. Mér brá við að heyra þetta og fordæmi viðbrögð hans við spurningunni. Alveg eins og mér var misboðið að lesa á Fésbók og í "kommentakerfi" netmiðla líflátshótanir settar fram af kristnum einstaklingum.

Jens Guð, 4.6.2014 kl. 22:27

10 identicon

Mér finnst alltaf fyndið þegar trúaðir slengja fram óhroða úr galdrabókum sínum og afsaka sig síðan með hvatvísi eða reiði.. blah. En þetta er í þeirra dogma
Við sjáum nú hann JVJ með tönglast á tilvitnun Salmans í kórnan, en hvað gerist ef við förum í galdrabókina hans JVJ, þar er órhoðin líka alveg hægri vinstri.

Bottom lænið er náttlega það að stórir hlutar úr þessum galdrabókum þola alls ekki dagsljósið í nútíma samfélagi; Menn geta afsakað sjálfa sig þvers og kruss en ekkert breytir þeirri staðreynd að þessar bækur eru hreint hroðalegar. Menn geta réttlætt hvað sem er fyrir sjálfum sér með þessum bókum

Þetta með Salmann/íslam og svo JVJ/kristni sýnir okkur algerlega hræsnina í þessu trúarrugli öllu saman.

DoctorE (IP-tala skráð) 5.6.2014 kl. 11:54

11 Smámynd: Jens Guð

DoctorE, tilveran er litrík. Og líka svart-hvít.

Jens Guð, 5.6.2014 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.