27.6.2014 | 21:41
Sítt hár bannað
Í upphafi áttunda áratugarins lá leið mín í svokallaðan Héraðsskóla á Laugarvatni (3ja og 4ða bekk gaggó). Áður en haldið var af stað áleiðis barst bréf frá skólastjóranum. Þar upplýsti hann að drengjum væri stranglega bannað að vera með sítt hár. Slíkum peyjum yrði umsvifalaust snúið við á hlaði skólans og sendir til baka með næstu rútu. Þetta væri af illri nauðsyn til að forða skólanum frá bráðum lúsafaraldri.
Það var auðvelt að hafa fullan skilning á þessari varúðarráðstöfun. Það er enginn leikur fyrir skólastjóra að sitja uppi með hálft annað hundrað af nemendum og starfsfólki löðrandi í lús. Og vont til afspurnar fyrir skólann.
Þegar mætt var í skólann blasti við að helmingur nemenda var með mjög sítt hár. Það voru stelpurnar. Skólastjórinn mat stöðuna þannig að engin hætta væri á lús í stelpnahári. Sem reyndist rétt. Enginn varð var við lús á Laugarvatni.
Um vorið bar svo við að skólastjórinn greip einhverjar stelpur glóðvolgar með sígarettu í munnviki. Það kostaði brottrekstur úr skólanum. Við það snöggreiddist móðir einnar stúlkunnar. Hún hellti sér yfir skólastjórann. Sakaði hann um að vera úr tengslum við nútímann. Hann stjórnaði skólanum eins og fasisti. Væri með sama viðhorf og Hitler til reykinga og hársíddar á drengjum.
Skólastjóranum var verulega brugðið undir reiðilestrinum. Hann boðaði þegar í stað alla nemendur á fund. Þar lýsti hann því yfir að hann ætlaði ekki að sitja undir ásökunum um að stjórna skólanum með fornaldarhugmyndum. Þess vegna hefði hann tekið skyndiákvörðun um að endurskoða rækilega skólareglur og nútímavæða skólann. Daginn eftir myndi hann hringja í Menntamálaráðuneytið og óska eftir því að fá að hausti nýjan og ungan kennara sem væri síðhærður hippi og helst að hann spilaði bítlagarg í hljómsveit.
Okkur nemendum til furðu þá stóð skólastjórinn við þetta. Hann afnam í hasti reglur um hársídd og "leyfði" nemendum að reykja í laumi. Einni kennslustofunni var breytt í æfingarpláss fyrir rokkhljómsveit, Frostmark, og hún fyllt af græjum. Þá var gaman. Þangað til ég var rekinn fyrir fjörlegt fyllerí. Það var ekkert umburðarlyndi gagnvart því. Það var ekki eins gaman. En gaman samt.
Tekist á um hárið í hæstarétti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Mannréttindi, Menntun og skóli, Spaugilegt | Breytt 28.6.2014 kl. 21:34 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 32
- Sl. sólarhring: 39
- Sl. viku: 1056
- Frá upphafi: 4111581
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 885
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Skemmtilega saklaust tímabil, á þessum árum, þar sem að helsta áhyggjuefni kennara var hvort að karlkyns nemendur voru með lubba eða ekki
Grrr (IP-tala skráð) 28.6.2014 kl. 07:48
Þetta er bæði skemmtileg og fræðandi saga Jens, ert þú á þessari mynd?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2014 kl. 14:00
Heyrðu. Mikið djöfulli hefur þú verið óheppinn eftir Steinstaðaskólann. Ég fór í landsprófið á Siglufirði og þegar skólamyndin var tekin þá var ég með svo sítt hár að það náði niður á rassgat. Og eiginlega var það svo sítt að það mátti flétta það saman með rasshárunum og búa til hinn myndarlegasta hala. Nágrannakonan á næsta bæ í fljótunum var ofsalega hrifinn af þessu hári og sagði að ég væri með Jesúhár. Hún hafði séð mynd af kappanum(Jésú) með sitt ljósa hár og norræna útlit.
Jósef Smári Ásmundsson, 28.6.2014 kl. 18:23
Grrr, þetta er eins og með fleira sem er bannað: Bannið verður spaugilegra þegar frá líður. Til að mynda bjórbannið, bann á tilteknum mannanöfnum...
Jens Guð, 28.6.2014 kl. 20:07
Ásthildur Cesil, ég er í miðjunni. Sá sem er lengst til vinstri er kunnur aflaskipstjóri á Bolungarvík, Guðmundur Einarsson. Þar var hann í hljómsveitinni Frostmarki og tók nafnið með sér í þessa hljómsveit
Standandi til vinstri er orgelleikarinn Leifur Leifs, sonur Jóns Leifs.
Standandi til hægri er trommuleikarinn Viðar Júlí, vinsælasti plötusnúður Austurlands og trommari í ýmsum hljómsveitum þar. Synir hans eru Andri Freyr og Birkir Fjalar. Þeir voru saman í hljómsveitinni Bisund sem naut mikilla vinsælda fyrir 15 árum eða svo. Síðan fór Andri Freyr í Botnleðju og Fidel og varð vinsælasti útvarpsmaður landsins. Birkir Fjalar trommaði með Stjörnukisa og Celestine ásamt því sem hann var söngvari I Adapt. Á sínum tíma var hann kosinn besti trommarinn í Músíktilraunum.
Einhverra hluta vegna man ég ekki nafnið á gítarleikaranum. Mig minnir að hann hafi verið frá Blönduósi.
Jens Guð, 28.6.2014 kl. 20:17
Jósef Smári, ég var ekkert óheppinn - þó að þú hafir kannski verið heppnari. Ég skemmti mér konunglega á Laugarvatni - og meira að segja eiginlega of mikið.
Jens Guð, 28.6.2014 kl. 20:19
Skemmtilegt að segja frá því að tengdasonur minn Ómar örn Ómarsson var gítarleikari í Celestine.
Jósef Smári Ásmundsson, 28.6.2014 kl. 20:29
Jósef Smári, gaman að því hvernig Íslendingar tengjast þvers og kruss. Fyrir utan hvað Celestine var og er frábær hljómsveit. Ég hef lagt mig eftir að sækja hljómleika með þeim.
Jens Guð, 28.6.2014 kl. 21:06
Flottur varstu engu síður en í dag, alltaf jafn töff. Ertu að meina Andra Frey í virkum morgnum? hahaha. En það er virkilega gaman að þessu, takk fyrir það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2014 kl. 21:13
Ásthildur Cesil, takk fyrir það. Já, það er Andri Freyr í Virkum morgnum og sjónvarpsþáttunum frábæru Andri á flandri. Næst flandrar hann um Færeyjar. Ég hlakka til að sjá það ferðalag.
Jens Guð, 28.6.2014 kl. 21:27
Já hann er flottur, þó stundum gangi hann framm af manni með dónaskap, þá er hann skemmtilegur og myndrænn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2014 kl. 23:55
Ásthildur Cesil, Andri Freyr er yndislega skemmtilegur. Kærulaus og orðheppinn. Hann hefur slípast rosalega mikið í áranna rás. Þökk sé meðal annars Gunnu Dís sem veitir honum "móðurlegt" aðhald. Hann var svakalegur þegar hann byrjaði í útvarpi, þá á útvarpsstöðinni X-inu. Þá var hann svo grófur að yfir hann rigndi kærum og meira að segja var frægur handrukkari sendur á hann. Hann lét allt vaða. Ég tel mig ekki vera tepru eða viðkvæman fyrir ruddaskap. En ég undraðist stundum hvað Andri Freyr leyfði sér að ganga langt í uppátækjum og ummælum um nafngreindar persónur.
Hitt vóg og vegur þungt: Hvað hann er fyndinn, uppátækjasamur og skemmtilegur. Svo er hann afskaplega ljúfur í raun þó að hann láti allt vaða. Það er aldrei illa meint. Allir sem kynnast honum elska hann fyrir skemmtilegheit og þessa uppátækjasömu og yndislegu persónu sem hann er. Hann var ekki ráðinn í Botnleðju eða aðrar hljómsveitir vegna fingrafimi á gítar. Hann var fenginn í hópinn vegna þess hvað hann er skemmtilegur. Það er alltaf líf og fjör og einstaklega góð stemmning þar sem Andri Freyr er. Ég staðset hann ofarlega á lista yfir skemmtilegasta fólk sem ég þekki.
Jens Guð, 29.6.2014 kl. 00:16
Þekki ekki drenginn, en get alveg tekið undir með þér að Gunna Dís heldur utan um hann eins og ungamamma, og þegar hún er ekki, þá vilja Virkir morgnar svolítið fara út og suður. En ég tek undir með þér að strákurinn er skemmtilegur og frjór, en þarf ákveðið aðhald eins og Gunnu Dísi sem er algjörlega frábær útvarpskona.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.6.2014 kl. 02:20
Ásthildur Cesil, þú orðar þetta vel.
Jens Guð, 1.7.2014 kl. 00:19
Jamm
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2014 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.