Sea Shepherd-liðar sváfu af sér hvalveiðar í Færeyjum

sea shepherd stara á hafið  Í allt sumar,  alveg frá júníbyrjun,  hafa 100 félagar í bandaríska hryðjuverkahópnum Sea Shepherd haldið úti vöktum í Færeyjum. Starað dag og nótt út á haf í því hlutverki að koma auga á hval.  Þeir eru í herferð gegn hvalveiðum Færeyinga.  Átakið kallast Grind Stop 2014.  Margt spaugilegt hefur borið til tíðinda.  Það helst að vöktun SS-liðanna hefur verið tíðindalaus í allt sumar.  Hvalurinn hefur ekki látið á sér kræla.  Það er fyrir löngu síðan orðin verulega vandræðaleg staða fyrir Sea Shepherd. Sú er ástæðan fyrir því að dvölin í Færeyjum var framlengd.  Vaktin átti að standa fram í miðjan ágúst en stendur enn.  
 
  Í Fésbókarfærslum SS-liða hefur borið á ólund yfir aðgerðarleysi í Færeyjum,  tilbreytingarleysi og einhæfri stöðu að stara á haf út á vöktum heilu og hálfu dagana.
 
 Í morgun bar til tíðinda að loksins sást til nokkurra hvala uppi í fjöru í Hvalba.  Hvalveiðimenn héldu af stað.  Þeir óku framhjá bíl þriggja Sea Shepherd vaktmanna.  Þeir reyndust allir vera steinsofandi í bílnum og hrutu eins og sögunarverksmiðja í Brazilíu.  Illar tungur herma að þeir hafi reykt of stíft af hassi.  Kannski rangt.  Kannski rétt.
 
  Af tillitssemi við svefn,  hrotur og drauma sofandi SS-liðanna var haft hljótt um hvalrekann.  Öfugt við það sem venja er þegar mótorbátar eru ræstir út og herkvaðning með látum.  Þess í stað voru hvalirnir vegnir í kyrrþey í fjörunni og hvalkjötinu skipt á milli íbúa Hvalba.  Heldur betur góð búbót.   
 
  Eins og oft áður eru SS-liðar gríðarlegt aðhlátursefni í Færeyjum. Í þetta sinn fyrir að hafa hrotið í draumförum á meðan hvalur var veiddur og veginn fyrir framan trýnið á þeim steinsofandi og afvelta inni í eftirlitsbíl.   Héðan í frá kalla Færeyingar SS-samtökin aldrei annað en Sleep Shepherd.  
 
Sleep Shepherd
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður pistill, Jens!

Seinheppin þessi syfjuðu SS-öfgasamtök!

Jón Valur Jensson, 29.8.2014 kl. 00:12

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Jú, góður er pistillinn, en betri eru nágrannar okkar í að kljást við þetta vorkunarlega lið sem þeir safna saman á sumrin þegar háskólar eru lokaðir. Já háskólaliðin geta verið misjöfn í gæðum núna.

Eyjólfur Jónsson, 29.8.2014 kl. 11:14

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sé fyrir mér gott efni í gamanbíómynd, sem yrði örugglega sprenghlægileg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2014 kl. 13:59

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Alltaf góður Jens.

Áfram Færæskt Gull.

Sigurður Kristján Hjaltested, 29.8.2014 kl. 18:09

5 Smámynd: Jens Guð

Jón Valur, takk fyrir það.

Jens Guð, 29.8.2014 kl. 20:32

6 Smámynd: Jens Guð

Eyjólfur, satt segir þú.

Jens Guð, 29.8.2014 kl. 20:33

7 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil, svo skemmtilega vill til að ungur maður nefndi við mig í dag að þetta gæti orðið meiriháttar spaugileg sena í kvikmynd.

Jens Guð, 29.8.2014 kl. 20:35

8 Smámynd: Jens Guð

Sigurður Kristján, takk fyrir það.

Jens Guð, 29.8.2014 kl. 20:36

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það skil ég vel, þetta er tækifæri sem ekki er hægt að sleppa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2014 kl. 03:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband