Yfirburðir færeysku kartöflunnar niðurægja íslenskar kartöflur

  Færeyingar kalla kartöflur epli.  Um það hef ég áður skrifað.  Líka hversu snilldarlega Færeyingar rækta kartöflur.  Um það má lesa með því að smella á þennan hlekk:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1303680/

  Færeyskar kartöflur eru stærri og bragðbetri en þær íslensku.  Stærsta færeyska kartaflan í ár vegur 711 grömm.   Hún er 18 cm löng og 20 cm í þvermál.  Það er reisn yfir færeyskum kartöflum í samanburði viö lambaspörð íslensku kartöflunnar. 

færeysk kartafla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

íslenskar kartöflur eru í raun ekki til ekki, heldur færeyskar.Alt er þetta komið frá öðrum,En góður var færeyski kartöflupokinn sem færeyingarnir komu með til matarlausra íslendinga á spænsku leigu skipi, þar sem ekkert hafði verið að éta í viku.Niður í miðjarðahafi.

Sigurgeir Jónsson, 7.9.2014 kl. 01:54

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

1978.í Mostaganem í Alsír.

Sigurgeir Jónsson, 7.9.2014 kl. 01:57

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og svo var okkur boðið í mat í flotta Mærsk skipinu þar sem færeyinga voru allsráðandi um borð.

Sigurgeir Jónsson, 7.9.2014 kl. 02:06

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þótt danski fánin blakti við hún í aftansólinni.

Sigurgeir Jónsson, 7.9.2014 kl. 02:11

5 Smámynd: Elle_

Íslenskar kartöflur eru stórkostlegar, nema yfir veturinn.  Og eftir því sem þær eru minni eru þær fínni og heilli. 

Elle_, 7.9.2014 kl. 12:00

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Færeyskar kartöflur skolaðar niður með Fareyja Gull er herramannsmatur. En hvað varst þú að borða Sigurgeir?

Jósef Smári Ásmundsson, 7.9.2014 kl. 13:33

7 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sæll Jens, ég hef gaman af því að fylgjast með þér halda hinu og þessu á lofti en nú klikkaðir þú lítillega. Kartaflan er örugglega ekki eitt tonn (þegar 711 kg. eru námunduð að næsta möguleika þá er tonn það fyrsta sem rekist er á), líklega eru þetta grömm en þú gætir allt eins hafa gert þessi augljósu mistök af yfirlögðu ráði.

Kv.

Sindri Karl Sigurðsson, 7.9.2014 kl. 16:19

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

"Stærsta færeyska kartaflan í ár vegur 711 grömm". Þú hefur bara lesið eitthvað skakkt Sindri.

Jósef Smári Ásmundsson, 7.9.2014 kl. 18:26

9 identicon

Þetta er snilldaraðferð hjá Færeyingum! Þeir virðast semsagt ekki vera plagaðir af eins mikilli sól og við Íslendingar?

Hér fá kartöflur græna bletti ef þær kíkja upp úr moldinni - þannig kartöflur hafa lengi verið taldar varasamir til átu.

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1024657/

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2014 kl. 20:11

10 Smámynd: Jens Guð

Sigurgeir, takk fyrir fróðleiksmolana.

Jens Guð, 7.9.2014 kl. 23:04

11 Smámynd: Jens Guð

Elle_, þær eru góðar nýuppteknar.

Jens Guð, 7.9.2014 kl. 23:04

12 Smámynd: Jens Guð

Jósef Smári, allur matur er veisla þegar honum er skolað niður með Föroya Bjór Gulli.

Jens Guð, 7.9.2014 kl. 23:06

13 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Já örugglega, eða of mikið gull í grömmunum...

Ég veit hvað ég las og Rolluvinurinn er búinn að bjarga þessu öllu saman 

Sindri Karl Sigurðsson, 7.9.2014 kl. 23:34

14 Smámynd: Jens Guð

Sindri Karl, bestu þakkir fyrir ábendinguna. Þetta var fljótfærnisvilla hjá mér. Hláleg meðal annars vegna þess að á sínum tíma átti ég aðild að skemmtilegu plötufyrirtæki sem hét Gramm.

Jens Guð, 8.9.2014 kl. 21:21

15 Smámynd: Jens Guð

Jósef Smári (#8), ég var eldsnöggur að leiðrétta dæmið við ábendinguna frá Sindra Karli.

Jens Guð, 8.9.2014 kl. 21:22

16 Smámynd: Jens Guð

Sigrún, takk fyrir fróðleiksmolann. Í Færeyjum er úði, mistur og þoka 282 daga á ári. Kartöflurnar vökvast þess vegna bærilega án þess að sólin glenni sig um of.

Jens Guð, 8.9.2014 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband