Áfengir drykkir eiga að vera undanþegnir virðisaukaskatti

  Margt er gott í fyrirhuguðum breytingum á virðisaukaskatti.   Mestu munar um að boðuð hefur verið byltingarkennd einföldun á honum.  Í stað tveggja þrepa verða tekin upp tvö þrep.  Flækjustigið á því að vera með mishá þrep kemur einna best fram í áfengum drykkjum.  Í blönduðum kokkteilum er hluti blöndunnar í lægra þrepi en áfengi hlutinn í hærra þrepi.  Í öðrum tilfellum borgar viðskiptavinurinn hátt verð fyrir kaffibolla í lægra þrepi.  Í kaupbæti fær hann ókeypis bjór í hálfslítra glasi.  Af því að hann er ekki seldur þá ber það engan virðisaukaskatt.  Það besta er að það þarf ekki einu sinni að drekka kaffið til að njóta þessara kjara.  Það bara stendur og kólnar.

  Til að losna við flækjustigið er einfaldast og best að fella niður virðisaukaskatt á áfenga drykki.  Næst skásti kostur er að setja það í lægra þrep.  Allt annað er della.  Hvort skrefið sem verður stigið til einföldunar mun verða til mikils stuðnings við rísandi ferðamannaiðnaði.  Það kemur öllum Íslendingum til góða þegar upp er staðið.     

 

föroya bjór gull dós

 


mbl.is Áfengi í lægra þrepið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Nei, Jens. Þessu er ég ekki sammála. Þó ég vildi gjarnan að Skoska og Írska Wiskíð og Færeyski bjórinn fái undantekningu get ég samt ekki fallist á það af prinsipp ástæðum.

Jósef Smári Ásmundsson, 18.9.2014 kl. 07:34

2 identicon

Ríkið ætti frekar að gefa jónur.

Þar myndi sparast hellingur.

Grrr (IP-tala skráð) 18.9.2014 kl. 19:08

3 Smámynd: Jens Guð

Jósef Smári, ég var einmitt aðalega að hugsa um færeyska bjórinn.

Jens Guð, 19.9.2014 kl. 19:07

4 Smámynd: Jens Guð

Grrr, góð hugmynd!

Jens Guð, 19.9.2014 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband