Hverjir eru duglegastir að reykja?

ronny-chesterfield

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Norðurlandaráð var að senda frá sér ársskýrsluna 2014.  Þar er fátt nýtt og merkilegt að sjá. Nema listann yfir þá sem reykja.  Mig grunar að þar sé átt við sígarettureykingar - fremur en reykingar á hassi,  marijuana,  ópíum, heróíni og hangikjöti.

  Kynin eru ekki að öllu leyti samstillt í reykingum.  Þessir karlmenn eru duglegastir við að reykja:

1  Færeyingar 27%

2  Finnar 21%

3  Danir 17%

4 - 5  Íslendingar 15%

4 - 5  Norðmenn 15%

  Engar tölur eru frá Svíþjóð og Grænlandi. Ef ég þekki Grænlendinga rétt er næsta víst að þeir láta ekki sitt eftir þegar kemur að reykingum. 

  Þessar konur eru duglegastar að reykja:

1  Færeyskar 28%

2  Finnskar 18%

3  Danskar 17%

4  Norskar 14%

5  Íslenskar 13% 

  Íslendingar eru ekki að standa sig.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Er sígarettan þín (á mynd) inni í þessari könnun???

Sigurður I B Guðmundsson, 21.11.2014 kl. 06:59

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Mamma mín reykti alltaf Chesterfield og endaði hjá Guði langt um aldur fram. Hvaða tegund reykir þú???

Sigurður I B Guðmundsson, 21.11.2014 kl. 17:20

3 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður,  sígarettan á myndinni er óreykt.  Það sést betur ef smellt er á myndina (þá stækkar hún).  Mig grunar að Chesterfield séu óhollar sígarettur.  

Jens Guð, 21.11.2014 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband