Plötuumsögn

 

 

  - Titill:  LIVE in Garđabćr

  - Flytjandi:  Marel Blues Project

  - Einkunn:  ****

 

  Er Marel ekki framleiđandi tćkjabúnađar í Garđabć fyrir fiskvinnslur?  Ég hélt ţađ.  En Marel er líka blúshljómsveit í Garđabć.  Tilviljun?  Veit ţađ ekki.

  Liđsmenn Marel Blues Project eru:  Brynjar Már Karlsson (bassi),  Haukur Hafsteinsson (trommur og söngur), Haraldur Gunnlaugsson (gítar og söngur) og Jóhann Jón Ísleifsson (gítar).  Platan er skráđ sem hljómleikaplata (live).  Og ţađ í Garđabć.  Fjölmennasta kaupstađ landsins án pöbba,  skemmtistađar eđa annarrar ađstöđu til skemmtanahalds.  Ţađ er hvergi hćgt ađ kaupa bjór í ţessum 14 ţúsund manna bć.  Jú,  reyndar er hćgt ađ kaupa sćnskan bjór međ mat í IKEA.  

  Á móti ađstöđuleysinu og bjórleysinu vegur ţessi fína blúshljómsveit,  Marel Blues Project.  Hún rćđst ekki á garđinn ţar sem hann er lćgstur heldur spreytir sig á mörgum af ţekktustu perlum blússögunnar.  Ţađ segir kannski eitthvađ ađ nćstum ţví öll lögin á plötunni eru til í "orginal" útgáfu í mínu fátćklega blúsplötusafni (innan viđ 100 plötur).    

  Platan hefst á ballöđunni "Three O´Clock Blues" eftir BB King.  Sagt hefur veriđ um BB King ađ hann segi meira međ einum teygđum gítartóni en allir hríđskotagítaraleikarar heims til samans međ sínum hrađskreiđustu tónstigaklifrum.  Ţetta vita Makrel Blues Project liđar og halda sig blessunarlega viđ útfćrslu BB King (ţeir Eric Clapton afgreiddu ţetta líka á dúettplötu sinni "Riding With The King").  Hafsteinn syngur af innlifun og fer vel međ.  Hljómurinn á plötunni er hreinn og tćr.  Lifandi flutningurinn er eins og best verđur á kosiđ.

  Nćsta lag er "29 Ways" eftir Willie Dixon.  Hrađskreiđur djassađur rythma-blús.  Andrea Gylfa syngur kröftuglega, smá hás og "töff".  Hún fer á kostum.  Sigurđur Perez Jónsson blćs í saxafón og Sćvar Garđarsson í trompet.  Stuđlag.  Blásararnir setja skemmtilegan og djassađan svip á flutninginn.

  Ţví nćst er ţađ "Meaning Of The Blues".  Ég ţekkti ţetta lag bara sem ljúfan djass.  Međ heimavinnu (leit á youtube) fann ég útfćrslu Joe Bonamassa á laginu.  Hún er auđheyranlega fyrirmynd Marel Blues Project.  Ţetta er í humátt ađ metal-blús. Söngvari er Einir Guđlaugsson og Sveinn Ingi Reynisson er á orgel.  Einir hefur sterka söngrödd og beitir öskursöngstíl í áreynslumeiri köflum.

  Í fjórđa laginu taka ljúfmennska og mildi viđ.  Rakel María Axelsdóttir syngur "Bring It On Home To Me" eftir Sam Cook. Ţetta lag er víđfrćgt í flutningi The Animals,  Bítlabrćđranna Jóns Lennons og Páls Magnússonar,  svo og bandaríska blúsdúettsins sem talađist ekki viđ en starfađi (í óvild) saman áratugum saman,  Brownie McGhee og Sonny Terry.  Aftur setja blásararnir áđurnefndu sterkan ballöđusvip á flutninginn.  Rakel María syngur lagiđ vel. Af látleysi til ađ byrja međ (og inn á milli) en gefur svo bćrilega í ţegar á líđur.  

  Viđ tekur "Ain´t Doin´ Too Bad" eftir Deadric Malone.  Brynhildur Óskarsdóttir syngur.  Hratt rytma-blús lag. Enn og aftur setja blásarnir sterkan svip á lagiđ.  Brynhildur afgreiđir lagiđ međ stćl.  

  Sjötta lagiđ er "Crossroads" eftir Robert Johnson.  Ţetta er virkilega bratt dćmi.  Eric Clapton hefur gert ţví góđ skil í hálfa öld.  M.a. međ The Cream, Derek & The Dominos og ótal sólóhljómleikum. Marel Blues Project gefur engan afslátt.  Valgarđ Thoroddsen syngur af öryggi og innlifun.  

  Ţá er röđ komin ađ Billie Holiday "djass-standardinum" "Lady Sings The Blues".  Engin afgreiđir ţađ betur en Andrea Gylfadóttir.  Virkilega glćsilegt.  Hún er á ljúfu tónunum framan af en sveiflar sér síđan snyrtilega í hása koktóna í bland. Yndislegt.       

  Margir hafa spreytt sig á "Stormy Monday" eftir T-Bone Walker.  Ţar á međal íslenska hljómsveitin Eik á áttunda áratugnum.  Hér syngur Brynhildur Oddsdóttir ţađ í ballöđu-stíl.  Allt notalega lágstemmt. Engu ađ síđur kraumar kraftur undir handan viđ horniđ. Saxinn er á góđu flugi.  Trompetinn blíđkar áhersluna ţegar fram vindur.      

  "Give Me Some Reason" eftir Tracy Chapman er eitt girnilegasta og sterkasta blúslag síđustu áratuga. Ţađ rífur í.  Marel Blues Project heldur sig viđ upprunaútgáfuna.  Sem er gott.  Ţađ voru sérkenni hennar;  hrynjandinn og stemmningin,  sem sveipuđu lagiđ ţeim heillandi ljóma sem stimplađi ţađ inn.  Rakel María syngur.  Ţetta er uppáhasldslag mitt á plötunni.  Til gamans má geta ađ á ţútúpunni (youtube) má finna skemmtilega afgreiđslu höfundar,  Tracy Chapman,  og Eiríks Klappmanns (Eric Clapton) á laginu.   

  Óvćnt er mćtt til leiks lagiđ "Personal Jesus" úr smiđju bresku tölvupoppsveitarinnar Depeche Mode.  Ég er tvístígandi varđandi ţetta lag.  Sem ekki ađdáandi Depeche Mode en hrifinn af flutningi Jóns Reiđufés (Johnny Cash) á laginu ţá,  já,  í flutningi MBP er ţađ ekki ađ gera mikiđ fyrir mig.  Söngur Snorra Ţorkelssonar er samt alveg ljómandi góđur.  Kannski er ţetta lag ágćtt hvađ varđar fjölbreytni plötunnar?

  "Mama Talk To Me" eftir JB Lenoir er afturhvarf til gamla blúsins.  Haraldur Gunnarsson syngur. Töluvert rokkađra en "orginalinn".

  Margoft hef ég heyrt gítarleikara stćra sig af ţví ađ geta spilađ Jimi Hendrix alveg eins og Jimi Hendrix. Ţá gleymist ađ Hendrix var frumkvöđull í gítarleik.  Hann kom međ nýja afstöđu til gítarleiks.  Ţađ er alveg hćgt ađ herma eftir gítarleik hans.  En snilli hans lá í nýrri útfćrslu á gítarleik.  Hann var líka góđur lagahöfundur og frábćr túlkandi.  Ţađ toppar enginn Jimi Hendrix.  Marel Blues Project veit ţađ. Afgreiđir "Purple Haze" lipurlega í Hendrix-stíl.  Söngvari er Einir.

  Svipađ má segja um Janis Joplin.  Andrea Gylfa og MBP afgreiđa "Piece Of My Heart" glćsilega.  Andrea er ekki ađ herma eftir Janis.  En fylgir stemmningunni.  Er á mildum nótum ţar sem viđ á,  hás á réttum stöđum og fer nálćgt öskursöngstíl í átakamestu köflum.          

  Lokalag plötunnar er "My Man" eftir Hauk Hafsteinsson.  Rakel María syngur. Billie Holiday-djössuđ lágtempruđ sveifla.  

 Heildarniđurstađa:  Virkilega áheyrileg og vel heppnuđ blúsplata. Allir hljóđfćraleikarar eru góđir og söngvarar eru hver öđrum ekki bara góđir heldur frábćrir.  Stemmningin er "lifandi flutningur".  Ţannig er góđur blús.

 

           

                    

  

  

            

       


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

hćhć góđur pistil

goggityppi (IP-tala skráđ) 1.12.2014 kl. 12:09

2 Smámynd: Jens Guđ

  Goggi,  takk fyrir ţađ.

Jens Guđ, 1.12.2014 kl. 21:50

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband