Óþolandi umburðarlyndi gagnvart ofbeldi

  Það er einkennilegt hvað íslenskir dómsstólar eru léttúðugir gagnvart heimilisofbeldi.  Ítrekað hafna þeir ósk barnaverndaryfirvalda og lögreglu um nálgunarbann.  Það virðist þurfa að ganga mjög mikið á áður en dómstólar fallast á nálgunarbann.  Lögreglan þarf að veifa framan í dómara hnausþykkum skýrslubunka sem sannar langvarandi ofbeldi til að fallist sé á það.

  Barn á aldrei að upplifa það að vera áhorfandi að ofbeldi á heimilinu.  Eitt atvik er of mikið.  Manneskja sem beitir barn ofbeldi er illmenni.

  Það er glæpur að beita barn ofbeldi.  Óþverralegur glæpur.  Hvort heldur sem er andlegu eða líkamlegu ofbeldi.  Það á að taka á þeim glæp af fullri festu til samræmis við alvarleika hans.

  Barn á að upplifa heimili sem hreiður og skjól.  Líka fullorðið fólk.  Heimilisofbeldi má ekki líða.  Það á að taka snöfurlega á slíku og beita öllum mögulegum meðölum til að stöðva og fyrirbyggja framhald á því. Það þarf að skilgreina heimilisofbeldi sem grófan og MJÖG alvarlegan glæp.

  Helst þyrfti að loka ofbeldismann umsvifalaust í 2ja vikna gæsluvarðhald við fyrsta brot.  Jafnframt að beita hann háum fjársektum, skikka í samfélagsþjónustu og setja nálgunarbann.  Aðeins þannig fær illmennið rétt skilaboð.  

 Umburðarlyndi dómsstóla gagnvart heimilaofbeldi er óþolandi.  

fokk ofbeldi  


mbl.is Barði börn sín og hótaði þeim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þetta fer eftir því hver maðurinn er og hvar ofbeldismaðurinn er staðsettur í þjóðfélagini Jens.

Eyjólfur Jónsson, 17.2.2015 kl. 14:21

2 identicon

Alveg sammala ther Jens

Sigurdur Hermannsson (IP-tala skráð) 17.2.2015 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.