Einföld og ódýr leið til að leysa malbikunarvandamálið

  Í símatímum útvarpsstöðva er kvartað sáran undan holóttu malbiki.  Einkum í Reykjavík.  Ökumenn annarra sveitafélaga hafa meira umburðarlyndi gagnvart holunum.  Skiptir þá engu þó að holur í malbiki þar séu alveg jafn skemmtilegar.

  Kínverjar hugsa í öldum.  Íslendingar hugsa í ársfjórðungum.  Það var ekki þannig.  Á síðustu öld hugsuðu Íslendingar í árum.  Þá notuðu menn endingardrjúg efni við malbikun.  Efni sem dugðu í 16 - 20 ár.  

  Nú er öldin önnur.  Aðeins notuð bráðabirgðaefni.  Endingin er eftir því. Allt í hættulegum holum snemma vetrar.  

  Þetta vandamál er auðvelt að leysa snöfurlega.  Það eina sem þarf að gera er að fella niður alla tolla,  gjöld og virðisaukaskatt á flugbílum.  Einnig að gera kaupverð þeirra frádráttarbært frá skatti.

  Á skammri stundu leiðir þetta til þess að hvorki þarf að malbika götur né halda þeim við.  Við erum að tala um risakostnað sem hverfur eins og dögg fyrir sólu.

           


mbl.is Dekk sprungu á 7 bílum í sömu holu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband