Uppfærð Orðabók Menningarsjóðs

  Fyrir alla sem hafa gaman af blæbrigðum og fjölbreytileika íslenskrar tungu eru Vigdís Hausdóttir og Bibba á Brávallagötu himnasending.  Jafnvel í fleirtölu og nefnifalli.  Báðar hafa dágóða kímnigáfu fyrir því að skirpla á svellinu.  Það er allt annað en vefjast tunga um fót.      

  Nýjasta dæmið er gagnrýni Vigdísar á Hildi Sverrisdóttur fyrir að hafa,  ja,  að mati Vigdísar, fundið upp orðskrípið skrýtilegt.

  Kannski er notkun orðsins landshlutabundin.  Ég veit það ekki.  Ég er fæddur og uppalinn í Skagafirðinum.  Þar er þetta orð brúkað daglega athugasemdalaust.  

  Ég á Orðabók Menningarsjóðs, útg 1988.  Þar stendur:

  skrýtilegur L kátlegur  skrýtinn.  

  Í næstu prentun á Orðabók Menningarsjóðs má bæta við

  skrýtilegt L Vigdís 

   

     


mbl.is Vigdís vandar um við Hildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara að Framsóknarflokkurinn væri  ,, bara skringilegur ", þá væri hann þolanlegur en ekki skaðlegur þjóðinni.

Stefán (IP-tala skráð) 24.2.2015 kl. 08:10

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Dásamlegur Framsóknarflokksverndandi Sjálfstæðismaðurinn Íslandsflokks-Ómar :)

Auðvitað veit Ómar allt um það að flokkar í pólitík á Íslandi, eru og hafa alla tíð verið einn og sami strengjabrúðuflokkur Páfaútibústjórans í Hæstarétti Íslands.

Jafn fróður fréttamaður og Ómar í raun er, hefur því miður aldrei fengið fjölmiðla-frelsis-leyfi, til að segja frá þessum sannleika baktjalda-valdaaflanna. En hann er óborganlega góður fréttamaður, landkynningar-heimildarbanki, skemmtikraftur og húmoristi, sem á verðskuldaðan nýhlotinn heiður skilið.

Bibba Brávallagötu-frábæra, og við hin sem ekki höfum Laxnes-nóbelsviðurkenningu á villurnar, höfum vonandi bara gaman af öllu heila leikritinu :)

Lífið verður víst ekki skemmtilegra né betra, en við sjálf reynum að gera það, af ólíkum og mismikils metnum og gefnum hæfileikum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.2.2015 kl. 14:33

3 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  það er heilmikið til í því.    

Jens Guð, 25.2.2015 kl. 19:44

4 Smámynd: Jens Guð

Anna Sigríður,  tafyrir þessar skemmtilegur vangaveltur.  

Jens Guð, 25.2.2015 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.