Börn framtíðarinnar verða ljót

  Í aldanna rás hefur mannkynið fríkkað jafnt og þétt.  Fólk fyrri alda var ljótt.  Karlmenn laðast frekar að fallegum konum en ljótum.  Aðrir eiginleikar skiptu minna máli.  Konur láta sig minna máli skipta útlit karla.  Það eru aðrir eiginleikar sem skiptu meira máli.  Til að mynda hæfileikinn til að vernda fjölskylduna,  sjá henni fyrir húsaskjóli og næringu.  

 Nú hefur snurða hlaupið á snærið.  Annarsvegar eru það lýtalækningar.  Nef,  haka,  varir,  kinnar,  augabrúnir og annað í andliti er endurhannað á lýtalæknastofum.  Gallinn er sá að afkvæmin erfa ekki útlit móðurinnar eftir að hún hefur verið gerð upp af lýtalækni.  Afkvæmin erfa "útlitsgallana".

  Hinsvegar hafa förðunarfræðingar náð þvílíkri leikni í förðun að á örfáum mínútum breyta þeir "venjulegri" konu í fallegasta súpermódel.  Ljótar konur þurfa í dag ekki annað en kíkja inn á snyrtistofu og þær geta pikkað á löpp hvaða kall sem er.

  Þetta er staðreynd.  Þetta er líka fordómafull og heimskuleg bloggfærsla með ofmat á útlit.  Hún ýtir undir kjánalega útlitsdýrkun.  Samt.  Svona er leikurinn í dag.  Konurnar eru alveg huggulegar ófarðaðar á myndunum til vinstri.  En dáldið ýktar eftir förðun á myndunum til hægri.

 

förðun aförðun bförðun cförðun d

förðun eförðun fförðun gförðun hförðun iförðun j    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú lánið okkar , Jens, að börnin okkar hafa ekki útlitið heldur innrætið frá okkur.

Tobbi (IP-tala skráð) 22.3.2015 kl. 22:49

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

vá þvílík gjörbreyting á útliti en eins og Tobbi segir það er innrætið sem skiptir máli, fegurðin kemur innanfrá, og ef hún er ekki til staðar erum við bara ljót hvað sem förðun og lýtalækningum líður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2015 kl. 23:03

3 identicon

Öll  börn eru falleg og aldrei nokkurn tima ljot. Eg minni a ord thyzka skaldsins Christian Morgenstern sem a saensku hljoda svo: Vackert är allt som ses med kärlekens ögon. 

Kassandra (IP-tala skráð) 23.3.2015 kl. 07:56

4 identicon

...sem þýðir hvað, Kassandra ?

? (IP-tala skráð) 23.3.2015 kl. 08:17

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Allt er fallegt séð með augum ástarinnar. Og það er alveg hárrétt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2015 kl. 10:43

6 identicon

Takk Asthildur ad thu snaradir thessu svo fljott og vel.

Guggli hjalpadi mer ad finna thetta ordstef a frummalinu og tha hljodar thad svona:

Schön ist eigentlich alles, was man mit Liebe betrachtet. 

Einhver sem maelir thvi imot?

Kassandra (IP-tala skráð) 23.3.2015 kl. 12:22

7 Smámynd: Jens Guð

  Tobbi,  börn okkar eru lukkunnar pamfílar.

Jens Guð, 23.3.2015 kl. 20:37

8 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil,  þetta er svoooo rétt hjá þér.  

Jens Guð, 23.3.2015 kl. 20:38

9 Smámynd: Jens Guð

Kassandra,  það er vissulega rétt að börn eru alltaf falleg.  

Jens Guð, 23.3.2015 kl. 20:39

10 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil (#5),  frábær þýðing hjá þér.  

Jens Guð, 23.3.2015 kl. 20:40

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jens minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2015 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband