24.3.2015 | 20:26
Einokunarsölusinnar endurtaka bullrökin
Sú var tíð að íslenska ríkið var með einkasölu á útvarpstækjum. Enginn mátti selja útvarpstæki annar en ríkið. Að því kom að einhverjum þótti þetta vera gamaldags og úrelt fyrirkomulag. Fram komu hugmyndir um að aflétta einokun ríkisins á sölu á útvarpstækjum.
Þetta mætti harðri andstöðu. Gáfumenni spruttu fram til varnar einokun ríkisins á sölu útvarpstækja. Verð á útvarpstækjum myndi rjúka upp úr öllu valdi. Úrvali myndi hraka. Jafnvel svo að sala á þokkalegum útvarpstækjum myndi leggjast af. Í besta falli yrði hægt að kaupa handónýt útvarpstæki á uppsprengdu verði. Eða að það yrði ómögulegt að fá útvarpstæki hérlendis.
Reynslan varð önnur. Úrvalið margfaldaðist, verðið lækkaði og nú var hægt að kaupa útvarpstæki í öllum þéttbýliskjörnum landsins.
Í dag eru engar háværar raddir um að endurvekja einokun ríkisins á sölu á útvarpstækjum.
Sú var tíð að Mjólkursamsalan mátti ein selja mjólk. Í mjólkurbúðum mátti líka kaupa snúða (ef ég man rétt). Svo datt einhverjum í hug að aflétta einkasölu mjólkurbúða á mjólk. Þetta mætti harðri andstöðu. Gáfumenni spruttu fram og færðu þokkaleg rök fyrir því að allt færi í klessu ef aðrir mættu selja mjólk. Mesta ógnin var sú að ómögulegt yrði að fá ferska nýmjólk. Aðeins gamla útrunna mjólk. Jafnframt myndi sala á skyri og öðrum mjólkurvörum hrynja. Úrval yrði ekkert. En verð á mjólk myndi fara upp úr öllu valdi. Almenningi yrði ókleift að kaupa mjólk vegna okurverðs og ömurlegs úrvals.
Í dag vilja fáir endurvekja einkasölu mjólkurbúða. Hrakspár gengu ekki eftir. Þvert á móti.
Sagan endurtók sig þegar einkasölu Osta- og smjörsölunnar var aflétt.
Nú er sagan að endurtaka sig eina ferðina enn. Í þetta sinn snýr hún að því að aflétta einokun ríkisins á sölu á bjór og léttvínum. Rökin gegn því framfaraskrefi eru góðkunn: Verðið muni rjúka upp úr öll valdi. Úrvalið hrynji. Þjónustan fjúki út um gluggann. Það verði ekki hægt að kaupa bjór í Grafarvogi eða Grafarholti eða Garðabæ né Vogum á Vatnsleysuströnd. Ekki einu sinni á Kjalarnesi.
Raunveruleikinn er sá að sagan mun endurtaka sig. Einokunarsölusinnar hafa enn og aftur rangt fyrir sér. Það er vont en það venst vel. Þeim er farið að þykja það gott. Þeir vilja láta söguna flengja sig enn einu sinni. Þeir þekkja ekkert annað.
Okkur varð öllum illa við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 5.4.2016 kl. 20:33 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góður! jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Bjarni, sumir búa að hundaheppni. jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 40
- Sl. sólarhring: 74
- Sl. viku: 1465
- Frá upphafi: 4119032
Annað
- Innlit í dag: 33
- Innlit sl. viku: 1124
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 30
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Það gengur náttúrlega ekki að ekki sé leyft að hever sem er megi akki selja brénnivín.Auðvitað á að leyfa öllum að selja brennivín.En þetta brennivínsfrumvarp er en eitt spillingarfrumvarpið.Það á bara að leyfa matvöruvreslunum að selja brennivín og með einhverjum einokunarskilyrðum.Það verður að leyfa öllum sem vilja selja brennivín að gera það.Þetta er selt í flöskum með lokuðum tappa og geymist það vel að ekki þarf að tiltaka síðasta söludag.Brennivín í sjöppurnar fyrst og fremst.Allan sólarhringin.með heimsendinu ef óskað er.
Sigurgeir Jónsson, 24.3.2015 kl. 21:33
Og verðið er aukaatriði.
Sigurgeir Jónsson, 24.3.2015 kl. 21:34
Áfengisvíma er eitrunarástand og áfengi telst því eiturlyf. Óþarfi að bera slíkt saman við útvörp og mjólk.
GB (IP-tala skráð) 24.3.2015 kl. 21:53
Sigurgeir, best færi á því að það sé ekkert til sem heitir áfengislög. Almenn sátt (með smá undantekningum) ríkir um það að áfengi sé löglegur drykkur. Enda góður og hollur í flesta staði. Í Svíþjóð er heimsending á þessum drykk. það hefur gefist vel og má taka upp hérlendis.
Jens Guð, 24.3.2015 kl. 22:33
GB, áfengi er viðurkenndur heilsudrykkur. Það sama verður ekki sasgt um mjólk. Vafi leikur á því hvort að útvarp sé eiturlyf eða drykkur. Hugsanlega eitthvað vanabindandi þar til hliðar.
Jens Guð, 24.3.2015 kl. 22:35
Bakkus er lævís og lipur og vel staddur með svona útsendara eins og þig.☺
GB (IP-tala skráð) 25.3.2015 kl. 06:32
Brennivínið bætir oss,
brennivínið gleður.
Brennivín er besta hnoss,
brennivínið seður.
Stefán (IP-tala skráð) 25.3.2015 kl. 12:02
Þessi blessaður "GB" er bara ofstopamaður og hugsanlega einn af þeim sem kom óorði á áfengið einhverntíma. - Dæmigerð hrokaskrif. - En Sigurgeir hér að ofan notar orðið "brennivín" sem er mjög lítil prósenta af áfengi sem er neytt á Íslandi í dag. - Síðan hinu undarlega bjórbanni var aflétt þá breyttist öll neysla, "helgarfyllibytturnar" (eins og GB) duttu út, fóru á snúruna eða létust úr Brennivíns/sénivers/ og vodka 75-drykkju en nútímafólkið fær sér léttvín og bjór eins og sannir heimsmenn. - Staðan er sú, að drykkja sterkra vína er á undanhaldi og flott vínmenning er á uppleið. Bravó !! - Hinsvegar er vín allt og dýrt á Íslandi og veldur því (jafnvel) að neysla eiturlyfja hefur náð ógeðfelldri fótfestu sem er miður. - Hvað finnst "GB" um það ? - Góð samantekt og greining hjá þér, Jens.
Már Elíson, 25.3.2015 kl. 18:26
GB (#6), Bakkus hefur aldrei sýnt mér annað en sínar bestu hliðar. Ég læt hann njóta vafans þangað til annað kemur í ljós.
Jens Guð, 25.3.2015 kl. 22:23
Stefán, þetta er góð vísa og sönn.
Jens Guð, 25.3.2015 kl. 22:26
Már, takk fyrir góð orð. Þetta er allt í léttum dúr á gamansömum nótum.
Jens Guð, 25.3.2015 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.