Ótrúlega skörp fylgni dánarorsaka og tónlistarstíla

  Fyrir nokkru bloggađi ég um 27-klúbbinn,  sem svo er kallađur. Hann telur rokkstjörnur sem féllu frá 27 ára ađ aldri.  Um og upp úr miđjum áttunda áratugnum var talađ um ađ rokkstjörnur vćru komnar yfir ţröskuldinn er ţćr náđu 28 ára aldri.  Ţađ var ávísun á langlífi.

  Dánarorsök almennings rćđst af ýmsum ţáttum.  Til ađ mynda vinnuumhverfi, starfi og lífsháttum.  Sumum störfum fylgir meiri slysahćtta en öđrum.  Sumum störfum fylgir meira andlegt álag en öđrum.  Sum störf kalla á óreglulegan svefn.  Önnur bjóđa upp á óhollt matarćđi og hreyfingarleysi.  Ţannig mćtti áfram telja.

  Í völundarhúsi tónlistar eru margar og ólíkar vistaverur.  Hinum ýmsu tónlistarstílum fylgir ólíkur lífsmáti. Vísna- og ţjóđlagasöngvarar sem spila órafmagnađa tónlist hafa lengst af komiđ fram á litlum stöđum.  Ţar eru ţeir í nálćgđ viđ áheyrendur.  Fyrir daga reykingarbanns á skemmtistöđum voru ţessir tónlistarmenn huldir sígarettureyk frá áheyrendum.  Sama má segja um djassista.

  Ţriđjungur ţjóđlagasöngvara og djasstónlistarmanna hefur orđiđ krabbameini ađ bráđ. Til samanburđar hafa ađeins 6 - 8% hipp-hoppara og rappara falliđ fyrir hendi krabbameins.  Munurinn er sláandi.

  Helsta dánarorsök hipp-hoppara og rappara er morđ.  Hlutfalliđ er yfir 50%. Ţađ er svakalegt.  Viđ erum ađ tala um meirihluta.  Innan viđ 2% djassista og kántrýsöngvara eru myrtir.  

  Sjálfsvíg eru algengust međal ţungarokkara.  Um fimmtungur ţeirra fellur fyrir eigin hendi.  Sjálfsvíg eru fátíđ međal sálar- (r&b) og gospelsöngvara.  Innan viđ 2%.

  Ţungarokkarar og pönkarar farast af slysförum umfram ađra.  Pönkarar í 30% tilfella og ţungarokkarar í 36,2% tilfella.  Blúshundar og djassgeggjarar eru varkárari.  Rétt um tíundi hluti ţeirra verđur slysum ađ bráđ.  

  Blúsararnir fá hjartaáfall umfram ađra.  Hjartaáfall er dánarorsök 28% ţeirra.  Hjartaáföll draga innan viđ 7% hipp-hoppara og rappara til dauđa.

    


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ćtli ástćđan fyrir fjölda hjartaáfalla sem dánarorsök blúshunda sé sú ađ ţeir hafa tilhneygingu til ađ verđa hundgamlir?

Hipphopp og rapp er náttúrlega svo nýtt ađ ţeir eru fćstir komnir af barnsaldri enn.

ls (IP-tala skráđ) 7.4.2015 kl. 10:52

2 Smámynd: Jens Guđ

  Is,  ţetta er alveg rétt hjá ţér.  Hinsvegar er afar merkileg stađreynd ađ ungur músíkstíll (innan viđ fjörtíu ára) eins og hipp-hopp og rapp leiđi í ljós ađ dánarorsök yfir helmings flytjenda sé morđ.  

Jens Guđ, 7.4.2015 kl. 23:16

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband