Nakinn og blóðugur

  Á fyrri hluta áttunda áratugarins var kunningi minn fréttamaður á einu af dagblöðum þess tíma.  Hann náði að hlera talstöðvarrás lögreglunnar í Reykjavík.  Þannig komst hann að mörgum fréttnæmum atburðum.

  Einn daginn heyrði vinurinn að lögreglubílar voru kallaðir upp.  Nakinn og blóðugur karlmaður hafði sést á hlaupum við gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu.  Lögreglubílum var stefnt á svæðið til að svipast um eftir manninum.

  Úr einum lögreglubíl var tilkynnt að hann væri á leið þangað.  Nokkru síðar kom uppkall þaðan:  "Eru þið með nánari lýsingu á manninum?"  

  


mbl.is Nakinn karlmaður á Sæbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Góður!

Wilhelm Emilsson, 5.4.2015 kl. 21:24

2 Smámynd: Jens Guð

  Wilhelm,  þegar manni er lýst sem nöktum og blóðugum á hlaupum úti á götu þá er vandséð hvaða fleiri lýsingar á honum þarf til að greina hann frá öðrum á ferli.  

Jens Guð, 6.4.2015 kl. 18:20

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Nákvæmlega.

Wilhelm Emilsson, 7.4.2015 kl. 00:33

4 identicon

Það er vitaskuld auðskilið hvers vegna þurfti nánari lýsingu.  Þarna hafa verið allmargir naktir karlar, og kannski konur líka, á hlaupum með blóðslettur.  Aðeins var kvartað yfir einum slíkum þannig að lögregluþjónninn þurfti frekari upplýsingar til að hafa hendur í hári þess rétta!

Tobbi (IP-tala skráð) 8.4.2015 kl. 17:48

5 Smámynd: Jens Guð

Tobbi,  ég sé það í hendi mér að þetta er skýringin!

Jens Guð, 8.4.2015 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.