Svefninn göfgar

  Eitt sinn eftir kvöldlokun á bar í Ármúla varð umsjónarkona vör við að einhver var ennþá inni á karlaklósettinu. Dyrnar þar voru læstar.  Hún bankaði á hurðina og kallaði.  Viðbrögð voru engin.  Hún brá á það ráð að hringja á leigubíl með ósk um aðstoð við að opna hurðina.  Leigubílstjóri kom og hafði meðferðis verkfæratösku.  Áður en hann hófst frekari handa bankaði hann hraustlega á klósetthurðina með skafti á stóru skrúfjárni.  Skaftið náði að magna upp hávært hljóð sem bergmálaði um herbergið.  

  Eftir nokkur högg heyrðust þungar stunur fyrir innan.  Einhver var að rumska þar.  Leigubílstjórinn herti á bankinu.  Þá heyrðist hrópað frá klósettbásnum hátt og reiðilega:  "Hættu þessum helvítis hávaða!  Það er enginn svefnfriður!

  


mbl.is Svaf í strætó og endaði í fangaklefa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mannleg eymd !

margret (IP-tala skráð) 15.4.2015 kl. 17:57

2 Smámynd: Jens Guð

Margrét, enginn er verri þó að hann fái sér í tána á tyllidögum.  

Jens Guð, 15.4.2015 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband