Vopnaðir innbrotsþjófar fengu hirtingu. Ekki fyrir viðkvæma!

  Fjörtíu og níu ára gamall maður svaf vært ásamt konu sinni í Cordoba í Argentínu.  Um klukkan hálf fjögur var þögnin í húsinu rofin.  Það leyndi sér ekki að óboðnir gestir höfðu brotist inn í íbúðina.  Maðurinn spratt á fætur eins og stálfjöður til að kanna málið.  Fyrr en varði stóð hann fjögur ungmenni að verki;  þrjá drengi og eina stúlku.  

  Tveir drengjanna voru vopnaðir byssum.  Þeim gafst ekki tóm til að munda þær til gagns.  Maðurinn brá eldsnöggt japönsku samuraia-sverði á loft og lagði til þeirra.  Hann kunni að beita því.  Innbrotsþjófarnir komu engum vörnum við.  Eina ráðið var að flýja eins hratt og fætur toguðu og forða sér á bíl.  Ökuferðin fékk snautlegan endi. Ökumaðurinn leið út af vegna blóðmissis og klessukeyrði bílinn.  Farþegarnir voru engu betur settir.  Bíllinn flaut í blóði.

  Ræningjarnir verða ekki til stórræða á næstunni.  Þeir fá að sleikja sárin á bak við lás og slá.  Þeir munu bera ljót ör það sem eftir er.  

innbortsþjófurinnbortsþjófur2innbortsþjófur3ræningjabíll   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ætli þeir fari ekki í mál við húsráðendur eins og innbrotsþjófurinn sem læastist inn í bílskúr fóks sem var í fríi.  Hann komst ekki út og kærði hjónin fyrir að hafa ekki greiðari útgang úr bílskúrnum.   En það var auðvitað í USU.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2015 kl. 12:09

2 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil,  ég veit ekki hvort að svoleiðis virkar í Argentínu.  Þeir eru hinsve3gar seigir við allt þannig í USA.  

Jens Guð, 20.4.2015 kl. 20:18

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt. laughing

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2015 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.