Stóri bróðir í góðu stuði

  Ráðherrar eiga það margir sameiginlegt að hrökkva úr sambandi við raunveruleikann á milli þess sem þeir mæta í kokteilboð,  viðra sig í útlöndum á Saga Class og og skutla sér á tertusneið hvenær sem þeir fá vitneskju um súkkulaðitertu á boðstólum.

  Það er góð skemmtun að setja lög.  Og breyta reglum.  Það þarf ekkert að hugsa málið til enda.  Hitt skiptir meira máli.

  Í síðustu ríkisstjórn bannaði Álfheiður Ingadóttir fólki undir 18 ára að fara í sólbað.  Enginn hefur eftirlit með því.  Samt er það farið að skila sér í D-vítamínskorti og beingisnun.  

  Reisupassinn er annað dæmi um geggjaða hugmynd um nefskatt / gjaldtöku sem var dauðadæmd della frá fyrsta degi.  En þráast var við fram á síðasta dag.  Icesave I, II og III vvar ítrekað reynt að troða þversum ofan í landsmenn.  Tölum ekki ógrátandi um makrílfrumvarpið.  

  Ég veit ekki hver það var sem stytti gildistíma vegabréfa úr 10 árum niður í 5 ár.  Það var út í hött.  Síðan hefur allt verið í klessu hjá vegabréfadeild Sýslumannsins í Kópavogi.  Álagið er að sliga embættið.  Einnig allskonar sérviskulegar reglur.  Svo sem að það verði að póstsenda ný vegabréf til sýslumannsembætti viðkomandi.  Fólk sem mætir á staðinn má ekki fá afhent vegabréf þó að starfsmaður embættisins sé með það í höndunum.  Computer says no.

 Vegabréf miðaldra og eldri eiga að duga alveg í 10 - 15 ár.  Ljósmynd sýnir sömu manneskju.  Ólíklegt er að hæð hennar breytist verulega, fæðingardagur eða augnlitur.  

    


mbl.is Hafa fengið nóg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

"Ráðherrar eiga það margir sameiginlegt að hrökkva úr sambandi við raunveruleikann á milli þess sem þeir mæta í kokteilboð,  viðra sig í útlöndum á Saga Class og og skutla sér á tertusneið hvenær sem þeir fá vitneskju um súkkulaðitertu á boðstólum"

Hahaha yndisleg upptalning. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2015 kl. 22:46

2 identicon

Það grátlegasta við Alþingi Íslands í dag er að þar sitja fjölmargir ráðherrar frá Framsóknarflokki, sem samt varla mælist með fylgi í dag. Framsóknarmönnum tókst að ljúga sig inn á heimskasta hluta þjóðarinnar til að kjósa sig, en nú eru það bara þeir allra heimskustu sem eru ekki búnir að sjá í gegn um plottið, aðeins smá hluti þjóðarinnar sem er þá um leið álíka veruleikafyrrtur og ráðherrar Framsóknarflokksins.

Stefán (IP-tala skráð) 7.5.2015 kl. 08:18

3 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil,  takk fyrir það.  

Jens Guð, 7.5.2015 kl. 22:42

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  það er margt til í þessu hjá þér.

Jens Guð, 7.5.2015 kl. 22:43

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég átti erindi til sýslumannsins í Kópavogi í morgun. Þegar ég mætti rétt fyrir kl. 8.30 en þá er opnað brá mér heldur betur í brún. Það var biðröð upp á þriðju hæð!! Ætli "stóri bróðir" þurfi að fari í slíka biðröð?

Sigurður I B Guðmundsson, 8.5.2015 kl. 12:11

6 identicon

http://www.dv.is/lifsstill/2015/5/13/berst-vid-hudkrabbamein-birti-selfie-facebook/

Ætli sé ekki bara ágætt að fólk undir 18 fái leiðsögn. Og jafnvel þeir sem eldri eru?

Tobbi (IP-tala skráð) 13.5.2015 kl. 11:19

7 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  hann býr til biðraðir en fer ekki sjálfur í biðröð.

Jens Guð, 13.5.2015 kl. 19:25

8 Smámynd: Jens Guð

Tobbi,  þessi kona er geggjuð.  Hún var með tanorexíu.  Það er sjúkdómur.  Hún sótti aldrei sólbaðsstofur.  En henni nægði ekki að búa í hinu sólríka Alabama.  Hún steikti sig heilu og hálfu tímana í ljósabekk í foreldrahúsum flesta daga vikunnar öll unglingsárin og fram á þrítugsaldur.  Hún valdi sér hlutverk sviðakjamma.     

Jens Guð, 13.5.2015 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.