Gegndarlaus taprekstur áfengisverslana og vandræðalegur skortur á vínbúðum

 

  Eftir örfá ár verður einkasala ríkisins,  ÁTVR, á áfengi aðhlátursefni.  Alveg á sama hátt og bjórbannið,  sala á bjórlíki, áfengislausir miðvikudagar,  sjónvarpslausir fimmtudagar,  sjónvarpslaus júlí,  einkasala mjólkurbúða á mjólkurvörum,  einkasala Osta- og smjörsölunnar á ostum,  lokun verslana eftir klukkan sex á daginn og allar búðir lokaðar á tilteknum hátíðisdögum.  

  Reyndar er einkasala ríkisins á áfengi þegar aðhlátursefni.  

  Áfengissala ríkisins er rekin með tapi.  Rökin fyrir henni halda ekki vatni.  Það er að segja þau rök að ríkið beri kostnað af misnotkun áfengis og þurfi þess vegna að hafa tekjur af áfengissölu.

  Þar fyrir utan: Áfengi er löglegur heilsudrykkur.  Bjór inniheldur góðan skammt af B-vítamíni.  Er í raun brauð í fljótandi formi. Hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta hóflega.  Gróflega drukkið vín gleður mannsins hjarta gróflega.  Rauðvin er hollt.  Og bragðgott.

  Framboð á vínbúðum er í molum.  Það er engin vínbúð í Garðabæ.  Engin í Grafarvogi.  Engin í Grafarholti.  Engin í Vogum á Vatnsleysuströnd.  Engin í Sandgerði.  Engin í Garði.  Þannig mætti áfram telja.

  Burt með ríkiseinokunarsölu á áfengum drykkjum.  Inn á með nútímann og áfengissölu í allar matvöruverslanir landsins.  Líka bensínsjoppur,  sólbaðsstofur og byggingavöruverslanir.  Heimsendingarþjónusta spornar gegn ölvunarakstri.        

      


mbl.is ÁTVR hafnar skýrslunni alfarið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þegar ég flutti í Garðabæ fyrir mörgum árum var enginn ÁTVR þar en opnaði nokkrum árum síðar. Svo flutti ég burt úr bænum og þá lokaði ÁTVR nokkrum árum síðar. Ég gerði mér ekki grein fyrir hvað ég var ómissandi viðskiptavinur!!

Sigurður I B Guðmundsson, 16.5.2015 kl. 10:15

2 identicon

Framsóknarmenn allra flokka sameinast um ÁTVR.  Það er athyglisvert hversu margir þeirra hafa hreiðrað um sig í Samfylkingunni.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.5.2015 kl. 11:04

3 identicon

Mín framtíaðrsýn varðandi einkavæðinungu ÁTVR

Littlar krúttlegar vínbúðir á öllum götuhornum á hverjum einasta krummaskuði á landinu

Ríkið mun ALDREI lækka áfengisgjaldið svo verðið til neytenda mun hækka

en það er allt í lagi í nafni frelsis

talandi um frelsi - þá hafa fyrirtæki frelsi til að verða gjaldþrota og skipta um kennitölu

Allar krúttlegu litlu vínbúðirnar munu örugglega fara í gjaldþrot - minnst árlega

og ekkert fást upp í himinháar skuldir og reikninugrinn fer til?

Hagkaup/Bónus mun eki fara hausinn enda bjóða þeir einungis upp á þær öl og víntegundir sem Hagkaup/Bónus er með umboð fyrir

Grímur (IP-tala skráð) 16.5.2015 kl. 15:47

4 identicon

Það gleður mitt gamla hjarta, Jens, að þú ert orðinn jafnoki Snorra Sturlusonar við skrif. Hann setti fram kenningu sína þess efnis að oflof sé háð og rökstuddi hana þannig að hver maður sá að það er satt. Og nú lofar þú einkavæðingu þannig að hver maður getur séð að þú ert að skopast að fyrirbærinu. Það er vel og við orðnir sammála um að einkavæðing er alþjóðarbölvun. Nema hjá þeim sem skipta milli sín arðinum, það má ekki lengur segja gróðanum, af einkavæðingunni. Þá er einkavæðing einkablessun og óverðugir, svo sem bændasynir úr Skagafirði, komast þar ekki að kjötkötlunum.

LIfi ÁTVR!

Tobbi (IP-tala skráð) 17.5.2015 kl. 08:54

5 identicon

Það er tap á rekstrinum Tobbi.  Rekstur ÁTVR er byggðastefna.  Lengi lifi Skagafjörður!  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.5.2015 kl. 12:55

6 identicon

Í fyrsta lagi: Skýrslan sem segir frá tapi af rekstri ÁTVR er gerð af fólki sem vinnur fyrir fyrirtæki sem langar alveg óskaplega til að komast að kjötkötlunum.  Hún er því ámóta marktæk og lögfræðiálit sem pantað væri að LÍÚ til að sýna fram á ólögmæti veiðigjalda.

Í öðru lagi: Sé nú tap af rekstri ÁTVR er það greitt með fé sem ÁTVR aflar sjálft með áfengisgjöldum. Meint tap er miðað við hina hóflegu álagningu, 13-18%, sem viðhöfð er hjá versluninni. Áfengisgjaldið er allt annað fyrirbæri og er hreinn skattur.

Í þriðja lagi: Sé nú tap og þess vegna verði ákveðið að létta rekstrinum af ríkissjóði mun það tap halda áfram því tæplaga duga þessar hóflegu prósentur einkaaðilum sem þurfa að standa skil á milljónum og milljörðum í arð. Nú yrði ekki lengur um aðm ræða að tapið yrði fjármagnað af ríkinu, auðvitað rynnu nú áfengisgjöldin óskert í ríkiskassann. Því yrði að hækka áfengisverð til að reikningar á Tortola fengju ekki neikvæðan ballans. Þá liggur líka fyrir að einungis yrðu seldar þær tegundir sem mesta hreyfinguna hefðu og annað hyrfi.

Sem sagt: Verð hækkaði og úrval minnkaði. Þetta er borðleggjandi. Dettur einhverjum í hug að matvörubúðin á Ketilási hefði margar sortir á boðstólum? Svo mætti heldur ekki gleyma því að þar með yrði að banna öllum yngri en tvítugum að vinna í matvöruverslunum því enginn yngri en það má, skv. landslögum, höndla með áfengi. Þætti þá vafalaust mörgum fara að þrengjast fyrir dyrum.

En svo hefur ekki verið sýnt fram á tap af rekstrinum í neinum óháðum rannsóknum. Því er fullkomlega eðlilegt að halda núverandi fyrirkomulagi

Tobbi (IP-tala skráð) 17.5.2015 kl. 15:05

7 identicon

Þetta eru nú ekki stórkostleg vísindi Tobbi.  ÁTVR heldur úti 48 útibúum með tilheyrandi kostnaði. Má virkilega ekki draga saman á þessu sviði eins og öðrum?  Er það virkilega mál málanna að úrval gæti hugsanlega minnkað með breyttu fyrirkomulagi þegar fyrir liggur að sjúklingar eru ekki að fá nauðsynleg lyf?  Þetta er einhver alkalógík sem gengur ekki upp.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.5.2015 kl. 16:01

8 identicon

Nú, ég hélt að þessi þráður fjallaði um skynsemina bakvið einkavæðingu ÁTVR. Kostnaðurinn við 48 útibú er greiddur af álagningu ÁTVR. Hverju væru sjúklingar bættari þótt ÁTVR yrði einkavætt? Myndu fjárveitingar til sjúkrahúsa eða niðurgreiðslur á lyfjum aukast við það?

En við getum vitaskuld gefið okkur að áfengi yrði gert útlægt úr þjóðfélaginu. Þar með myndi lyfjaþörf manna minnka. Eða fjárveitingar til lyfjakaupa aukast. Er það ekki alveg öruggt?

Svo skil ég ekki þetta fjas um alkalógík. Alkar drekka það sem rennur og er ódýrt. Þá skiptir meira eða minna úrval engu. Og ég frábið mér aðýjanir að ég sé alki vegna þess að ég tel einkavæðingu ÁTVR ekki skynsamlega.

Tobbi (IP-tala skráð) 17.5.2015 kl. 16:27

9 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  ég verslaði stundum í vínbúðina í Garðabæ þegar þú bjóst þar.  Svo kom ég allt í einu í tómt.  Þá var mér gefin sú skýring að þú værir fluttur úr Garðabæ og enginn grundvöllur lengur fyrir rekstri vínbúðarinnar þar.  

Jens Guð, 18.5.2015 kl. 21:22

10 Smámynd: Jens Guð

Elín,  flóttinn úr Framsóknarflokknum endaði ekki í Samfó heldur hefur farið út um víðan völl.  

Jens Guð, 18.5.2015 kl. 21:24

11 Smámynd: Jens Guð

Grímur,  við þurfum ekkert meira en ódýra bjórinn í Bónusi,  Bónusbjórinn.  

Jens Guð, 18.5.2015 kl. 21:26

12 Smámynd: Jens Guð

Tobbi,  við eigum að fagna því að arður verði til.  Samfagna þeim sem skipta honum á milli sín.  Jafnvel þó að honum sé ójafnt skipt.  Það geta ekki allir verið Þórólfur KS foringi.   

Jens Guð, 18.5.2015 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband