18.7.2015 | 19:55
Neyðarlegur happdrættisvinningur
Á sjöunda áratugnum - og eflaust fyrr og síðar - urðu flokksbundnir í Sjálfstæðisflokknum sjálfkrafa áskrifendur að árlegum happdrættismiða flokksins. Þar á meðal foreldrar mínir. Svo bar til að einn miðaeigandi, Grétar á Goðdölum í Skagafirði, fékk langlínusímtal frá Reykjavík. Erindið var að tilkynna honum að hann hefði unnið glæsibifreið í happdrættinu.
Á þessum tíma, á fyrri hluta sjöunda áratugarins, var heilmikið mál að ferðast landshluta á milli. Helsta ráð var að leita uppi vörubíl á leið suður. Björninn var ekki unninn þegar komið var til höfuðborgarinnar. Þá var eftir að finna hótel og gistingu næstu daga. Það skaust enginn eina dagstund suður og til baka samdægurs. Í bestu færð við góð skilyrði fór dagurinn í ferð aðra leið.
Farið til Reykjavíkur fékk Grétar á föstudegi. Sanngjarnt þótti að hann tæki þátt í bensínkostnaði við ferðina. Þar við bættist að það sprakk á tveimur dekkjum á leiðinni með tilheyrandi kostnaði. Þetta var í tíð gúmmíslöngunnar og dekk voru fljót að étast upp á grófum malarvegum. Farþeginn deildi kostnaði af hrakförunum með vörubílstjóranum. Útgjöldin voru ekki óvænt. Svona var þetta fyrir hálfri öld.
Kominn til Reykjavíkur naut Grétar aðstoðar leigubílstjóra við að finna rándýra gistingu næstu örfáa daga. Hann gisti á Hótel Sögu. Það var gaman. Um helgina voru dansleikir á hótelinu. Matartímar á Grillinu á Hótel Sögu voru glæsilegar veislur en dýrar.
Á mánudeginum mætti Grétar glaður og hamingjusamur á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins til að veita glæsibifreið móttöku. Þá kom babb í bátinn. Happdrættismiðinn sem hann framvísaði passaði ekki við vinningsnúmerið. Þar skeikaði síðasta tölustaf. Við nánari athugun kom í ljós að bróðir Grétars, Borgar, átti vinningsmiðann. Borgar bjó einnig í Goðdölum.
Aldrei var fyllilega upplýst hvað fór úrskeiðis. Kannski víxluðustu happdrættismiðar bræðranna þegar þeir voru póstlagðir. Líklegra þótti þó að lélegt og frumstætt símasamband ætti sök að máli. Hringja þurfti frá einni símstöð til annarrar til að koma á símtali. Ein símadama þurfti að biðja aðra um að ná sambandi við þann sem kallaður var til. Nafnið Borgar á Goðdölum varð við þessi skilyrði Grétar á Goðdölum. Hugsanlega spilaði inn í að Grétar fékk oft langlínusímtöl en ekki Borgar.
Spenningurinn og tilhlökkun Grétars við að eignast nýjan bíl breyttist í spennufall. Bílar voru ekki á öllum heimilum, eins og í dag. Hlutfallslega voru bílar miklu dýrari og meiri lúxus. Grétar var gráti nær. Að auki var hann að eyða mörgum dögum í ferðalagið, mikilli fyrirhöfn og heilmiklum útgjöldum í platferð suður.
Næsta skref var að á skrifstofu flokksins var hringt í Borgar. Hann var upplýstur um stöðu mála. Hann þurfti ekki að framvísa happdrættismiðanum. Númer miðans var skráð á hann. Er leið á símtalið var Grétari rétt tólið. Hann sagði síðar þannig frá: "Það var eins og nudda salti í sárið þegar Borgar bað mig um að grípa bílinn með norður fyrst að ég væri á norðurleið hvort sem er."
Næstu ár bjó Grétar við það að horfa upp á glæsikerru Borgars í heimreiðinni á Goðdölum. Á þeim tíma voru aðeins gamlir jeppar á öðrum sveitabæjum. Ef þar var bíll á annað borð.
Framhaldsskólakennari vann Mercedes-Benz | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Ferðalög, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 19.7.2015 kl. 17:51 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 40
- Sl. sólarhring: 49
- Sl. viku: 1058
- Frá upphafi: 4111543
Annað
- Innlit í dag: 36
- Innlit sl. viku: 887
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 33
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Ég man að aðalvinningur í happdrætti Framsóknarflokksins fyrir einum 50 árum síðan eða svo var veiðikofi. Karl faðir minn vildi gjarnan eignast hann og nota sem gestahús við sumarbústað sinn. Svo gerist það að vinningsmiðinn er auglýstur til sölu. Pabbi kaupir miðann en reyndi að fela það að hann (kofinn) hafi verið vinningur í happdrætti framsóknar en pabbi var eins "blár" og hægt var. Vinir hans gerðu mikið grín að þessu en vildu þó gjarnan fá að gista í framsóknarkofanum!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 18.7.2015 kl. 22:26
Góðir báðir tveir! -- hressandi upprifjun gamla tímans.
Jón Valur Jensson, 19.7.2015 kl. 14:56
þetta blogg þitt er nú nánast uppspuni frá rótum að því undanskyldu að Borgar fékk bíl í happdrætti frá sjálfstæðisflokknum. Frekar furðuleg skrif finnst mér. Borgþór
Borgþór Borgarsson (IP-tala skráð) 19.7.2015 kl. 16:55
Sigurður I B, takk fyrir skemmtilega sögu.
Jens Guð, 19.7.2015 kl. 19:46
Jón Valur, takk fyrir það.
Jens Guð, 19.7.2015 kl. 19:46
Borgþór, það má ekki kæfa góða sögu með of miklum og nákvæmum staðreyndum. Ég var ungur krakki þegar þetta var. Þú varla nýfæddur. Ég var að rifja þessa sögu upp með mömmu. Hún sagði að Grétar hafi stundum - í gríni - fært í stílinn þegar hann sagði okkur krökkunum á Hrafnhóli ævintýralegar sögur á borð við þessa. Skemmtilegar sögur ber að varðveita - óháð áreiðanleika þeirra.
Jens Guð, 19.7.2015 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.