1.8.2015 | 02:23
Karllægt bloggsamfélag
Þegar ég byrjaði að blogga á Moggabloggi - sennilega um 2008 - voru kvenbloggarar áberandi í efstu sætum yfir vinsælustu blogg. Þetta voru Jenný Anna, Jóna Á. Gísladóttir, Áslaug Ósk, Ragnhildur Sverrisdóttir, Gurrí Haralds, Helga Guðrún Eiríksdóttir, Ásthildur Cesil, Salvör Gissurardóttir, Rannveig Höskuldsdóttir, Halla Rut, Heiða B., Heiða Þórðar, Birgitta Jónsdóttir, Kolbrún Baldursdóttir, Katrín Snæhólm, Kristín Björg Þorsteinsdóttir, Vilborg Traustadóttir, Hjóla-Hrönn, Sóley Tómasdóttir, Anna Kristjánsdóttir og margar fleiri sem ég vona að móðgist ekki þó að ég muni ekki eftir í augnablikinu.
Nokkru síðar hurfu þessir frábæru kvenbloggarar nánast eins og dögg fyrir sólu af Moggablogginu á sama tíma. Þeir/þær færðu sig yfir á Fésbók eða á aðrar bloggsíður. Eftir sátum við karlpungarnir á Moggablogginu. Nú er svo komið að Moggabloggið er nánast einskorðað við okkar einsleita karlaheim. Það er miður. Spurning vaknar um hvað veldur kúvendingunni.
Rétt er að halda til haga að Ásthildur Cesil, Kolbrún Baldursdóttir, Salvör Gissurardóttir og Hjóla-Hrönn eiga það til að henda inn bloggfærslu hér endrum og eins. Þær fá jafnan góðar viðtökur. það er alltaf fagnaðarefni. Eftir stendur að í dag er Moggabloggið karlasamkunda. Öfugt við Fésbók, twitter og alla þá aðra samfélagsmiðla sem skarta sjónarmiðum beggja/allra kynja í þokkalega jöfnum hlutföllum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:28 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 44
- Sl. viku: 1024
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 860
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Karlægt Moggablogg? -- en þú meinar karl-lægt, ekki satt?
Kar-lægur: sá sem liggur í kör.
Annars votta ég þér samúð mína að missa af þessum kvenpeningi mestöllum.
Jón Valur Jensson, 1.8.2015 kl. 04:05
Jón Valur, takk fyrir leiðréttinguna og samúðaróskir.
Jens Guð, 1.8.2015 kl. 11:30
Friðrik Þór Guðmundsson birti í "kommentakerfi" Fésbókar þennan lista yfir vinsælustu Moggabloggin í apríl 2008. Hann staðfestir minn málflutning.
Jens Guð, 1.8.2015 kl. 12:31
Karlægt var nú réttari lýsing að minu mati. Uppistaðan á þessum vesæla vettvangi eru andleg karlkyns gamalmenni sem eiga það flest sameiginlegt að minnast kalda stríðsins með söknuði. Með ÖRFÁUM undantekningum þó.
Haraldur Rafn Ingvason, 1.8.2015 kl. 13:08
Haraldur Rafn, góður!
Jens Guð, 1.8.2015 kl. 13:14
Þetta er nú líka svona á blogggáttinni. Á sama tíma er verið að reyna að halda því fram að konur vilji fyrir alla muni að það komi sem fyrst fram í öllum helstu fjölmiðlum hafi þeim verið nauðgað.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.8.2015 kl. 13:18
Elín, takk fyrir ábendinguna. Ég var ekki búinn að sjá þetta en þetta er tilfellið:
Vinsælustu bloggararnir
Jens Guð, 1.8.2015 kl. 13:45
Flottur....
Jens er með guði tvisvar.... Bara hann getur útfært þetta svona.
Sindri Karl Sigurðsson, 1.8.2015 kl. 14:02
Tja... þær eru nú flestar gamlar kerlingar, er það ekki?
Og í ofanálag, fylgja 150 ára gamalli hugmyndafræði, sem er töööluvert eldra en 25 ára hugmyndafræði gömlu kaldastríðskarlanna, ef stærðfræðin er ekki að klikka hjá mér.
En sumsé, þessar gömlu kerlingar urðu líka þetta brjálaðar, þegar höfuðfjandi 150 ára gömlu trúarinnar var ráðinn ritstjóri á Morgunablaðinu, og hurfu héðan með hurðaskellum og látum.
Davíð er náttúrulega sá seki, ef reynt er að svara spurningu pistlahöfunds.
Það er bara eitt sem er öruggt í þessum heimi, ef það er ekki gyðingum að kenna, þá er það sök Davíðs.
Hilmar (IP-tala skráð) 1.8.2015 kl. 14:34
Sindri Karl, ég kannaði málið. Þarna er um sitthvora bloggfærsluna frá mér að ræða.
Jens Guð, 1.8.2015 kl. 15:41
Hilmar, takk fyrir þessar áhugaverðu vangaveltur.
Jens Guð, 1.8.2015 kl. 15:42
Konurnar eru orðnar þreyttar á þessu, og farnar að stunda eðlilegra kynlíf en blogg... Ég skil þær vel. En hverjir skrifuðu handritin, ha?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.8.2015 kl. 16:26
Hvað er þessi Harpa, á listanum hér fyrir ofan að halda að hún sé. Svo er mér mjög illa við að Andri Geir sé þarna, því hann er nú ekki alvöru karlmaður, alltaf vælandi um hve ESB sé svo gott og að krónan svíði á naglaböndunum á sér.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.8.2015 kl. 17:33
Það er búið að taka út listann yfir vinsælustu bloggarana á blogggáttinni. Þöggun?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.8.2015 kl. 17:50
Vilhjálmur Örn, ég skil þær líka vel. Um handritin veit ég ekkert. Hinsvegar veit ég að Harpa er góð myndlistarkona og skólasystir mín úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands og hin besta kona. Ég veit ekki hver Andri Geir er.
Jens Guð, 1.8.2015 kl. 18:49
Elín, ég sannreyndi þetta. Skrítið. Ætli þessi bloggfærsla mín eða umræðan hér hafi stangað einhvern hjá blogg.gáttinni?
Jens Guð, 1.8.2015 kl. 18:50
Hmmm... athyglisverð kenning að kerlingarnar séu bara farnar að stunda eðlilegra kynlíf en bloggið.
Þar sem fólk er orðið svo helv... berort opinberlega, þá sé ég mig knúinn til að setja fram þá skoðun mína, að þetta eðlilegra kynlíf þeirra sé örugglega stundað í einrúmi. Þetta er ekki vísindaleg niðurstaða, bara mín persónulega skoðun á mörgum þeirra horfnu.
Og það sem meira er, þar sem umræða um hjálpartæki er ekkert feimnismál, þvert á móti, þá geri ég ráð fyrir að slík tæki skipi veglegan sess í að blogginu er slaufað.
Ég spái því líka, að áður langt um líður, verði stofnaður hópur á síðunni hans Súkkubergs, konur sem hafa orðið fyrir nauðgun hjálpartækis.
Ég vona sannarlega að sú umræða verði ekki þögguð niður.
Hilmar (IP-tala skráð) 1.8.2015 kl. 20:03
Hilmar, ég þarf svigrúm til að melta í einrúmi þínar
ágætu vangaveltur.
Jens Guð, 1.8.2015 kl. 23:31
Æ, gaman að þú skulir muna eftir mér :) Já, Fésbókin tók yfir, ég verð að viðurkenna það. Ég hef einu sinni náð í efsta sæti vinsældalistans. Það var þegar ég birti mynd af mér í svörtum blúndunærbuxum uppi í rúmi með reiðhjól. Mér var endalaust deilt á facebook og það voru nokkur þúsund manns að skoða síðuna á hverjum degi, eða þar til mér þótti óþægilegt að þekkjast úti á götu og fannst eins og allir væru að pískra "Þarna er þessi í nærbuxunum" Ég varð líka mjög vinsæll fjölmiðlamatur, mætti ætla að ég væri eina konan að stunda hjólreiðar á Íslandi. En nú hefur það samfélag gjörbreyst, þegar ég byrjaði var þetta ca 50 manna hópur og allir þekktu alla. Núna hefur orðið hvílík sprenging og allir þekkja einhvern sem er hjólamanískur. Ég held mig við ferðalögin og félagsskapinn, en er hætt að keppa, alla vega í bili. Maður er ekki fjörutíu og eitthvað endalaust.
En ég hef gaman af söguforminu sem bloggið gefur umfram Fésbókina. Ætli ástæðan sé ekki sú að karlmenn vilja reifa málið óáreittir en kvenfólk spjalla.
Hjóla-Hrönn, 2.8.2015 kl. 00:36
Þessir "frábæru kvenbloggarar" voru nú ekki frábærari en svo að égman varla eftir neinni þeirra, og þeim sem ég man eftir voru eftirminnilegar fyrir það eitt að vera eins og rispaðar plötur, vælandi útí eitt um hvað þær ættu bágt og enginn nema þær þyrftu að hafa fyrir lífinu. Farið hefur fé betra - miklu betra
bjarni (IP-tala skráð) 2.8.2015 kl. 00:45
Hjóla-Hrönn, ég hef alltaf verið dyggur lesandi þíns bloggs. Samt fór nærbuxnafærslan framhjá mér. Kannski var hún bara á Fésbókinni? Ég veit ekki hvort að við erum Fésbókarvinir. Þú ert ekki skráð þar undir nafninu Hjóla-Hrönn.
Jens Guð, 2.8.2015 kl. 20:52
Bjarni, við höfum ekki verið að lesa sömu bloggfærslurnar eftir þessar dömur.
Jens Guð, 2.8.2015 kl. 20:55
Nærbuxnafærslan var á blogginu og með fylgdu myndir af mér í blúndunaríum og hlýrabol liggjandi uppi í rúmi ofan á bútasaumsteppi með nýja reiðhjólið mitt í fanginu. Þessi færsla vakti mikla athygli á sínum tíma og ófáir spurðu hvar ég hefði nú fengið þetta líka fína rúmteppi. Mér var deilt á b2.is og Facebook og þar eð eldri drengurinn var að byrja í Réttó á unglingastigi, þá taldi ég réttast að fela færsluna, svo hann yrði ekki fyrir aðkasti. Þá var ég farin að fá fleiri þúsund heimsóknir á hverjum degi og alveg um og ó, ekki viðbúið þessari óvæntu frægð. Fjaðrafokið sem einar nærbuxur geta valdið.
Þú hlýtur að hafa verið í Færeyjum. Ég skal hafa upp á þér á Facebook,ef þú skoðar mig lauslega áður en þú samþykkir vinabeiðnina, þá veistu hvað er búið að vera í gangi hjá mér síðustu vikur.
Hjóla-Hrönn, 5.8.2015 kl. 15:49
Hjóla-Hrönn, takk fyrir Fésbókarvináttuna.
Jens Guð, 5.8.2015 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.