22.8.2015 | 14:01
Ómerkilegur hræðsluáróður
Á seinni hluta síðustu aldar komust sólbaðsstofur í tísku hérlendis. Þær spruttu upp eins og gorkúlur. Ekkert þorp var svo fámennt að þar blómstraði ekki sólbaðsstofa um og upp úr 1980. Í fjölmennari kaupstöðum voru sólbaðsstofur á hverju horni. Líka í útlöndum.
Um svipað leyti hófst ákafur og hávær áróður gegn sólbaðsstofum. Hann magnaðist jafnt og þétt. Hámarkinu var náð þegar stjórnmálamenn stukku á vagninn. Settu lög á sólbaðsstofur. Síðan hefur 18 ára og yngri verið stranglega bannað að koma nálægt sólbaðsstofum.
Á níunda áratug síðustu aldar fækkaði sólbaðsstofum hratt. Áróðurinn gegn þeim var slíkur að almenningur faldi sig kappklæddur ofan í myrkvuðum kjallara í ofsahræðslu við ljós.
Í dag er engin sólbaðsstofa í heilu landshlutunum. Sólbaðsstofa er vandfundin utan höfuðborgarsvæðisins og Akureyrar. Samt sem áður er ekkert lát á áróðri gegn sólbaðsstofum. Hann er orðinn vandræðalega holur að innan. Jafnframt kominn í hrópandi innbyrðis mótsögn.
Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins er sagt frá því að sortuæxli sé ört vaxandi vandamál hérlendis. Þar á meðal séu sortuæxli farin að herja á 15 ára stúlkur. Ljósabekkjum er kennt um. Enn og aftur.
Blasir ekki bullið við? Til fjölda ára hefur 18 ára og yngri ekki verið hleypt inn á sólbaðsstofum. Í kjölfarið hellast sortuæxli yfir 15 ára stúlkur. Þær hafa aldrei stigið fæti inn á sólbaðsstofu. Þrátt fyrir það er sólbaðsstofum kennt um. Jafnframt eru sortuæxli vaxandi vandamál hjá 19 ára og eldri. Einkum í sólbaðsstofulausum landshlutum.
Staðreyndin er sú að sólböð eru bráðholl. Þau vinna gegn krabbameini af flestu tagi. Þau vinna gegn allskonar húðsjúkdómum, þunglyndi, beinþynningu, kyndeyfð og styrkja tennur, hár og húð.
Sólbað er besta uppspretta D-vítamíns. Í dýraríkinu velja kvikindin sér til undaneldis þau dýr sem búa að mestum D-vítamínforða. Það tryggir heilbrigði afkvæma.
Rannsóknir hafa sýnt að sólbrúnir einstaklingar hafa miklu meira aðdráttarafl á hitt kynið en þeir sem eru guggnir og gráir. Væntanlega af sömu ástæðu. Sólbrún húð geislar af heilbrigði. Fölhvít húð bendir til heilsuleysis.
Hafa má í huga að sólböð eru í beinni samkeppni við framleiðendur D-vítamíns í ýmsu formi, lýsis, kalktaflna, svo og framleiðendur ótal húðkrema fyrir exem, sóríasis, unglingabólur og svo framvegis. Þetta er harður bisness. Öllum meðölum beitt.
Sortuæxli aðal krabbamein ungra kvenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Heilbrigðismál | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Breytt 23.8.2015 kl. 14:38 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Þetta minnir mig á....Nú eru jólin búin og jólasveinarnir farni... sigurdurig 8.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Var hann greindur með þunglyndi???????? johanneliasson 8.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 5
- Sl. sólarhring: 91
- Sl. viku: 1430
- Frá upphafi: 4118997
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1095
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Var þessi mynd tekin í Nauthólsvík???
Sigurður I B Guðmundsson, 22.8.2015 kl. 20:37
ég forðast sólarvarnar krem eins og skrattann sjálfan
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 22.8.2015 kl. 21:56
Ég held það sé munur á milli díóðugeisla og náttúrulegra sólargeisla. Þessi bláu geislar sem umliggja mann í 45 stiga hita eru ekki beint tilkomu miklir. Jú þeir brenna mann og maður sér einhverja afganga af sólbrúnku þegar bruninn fer, þökk sé Aloe Vera..
Ég var plataður í sólbekk þegar ég var 14 ára. Hafði aldrei heyrt um þetta fyrirbæri. En plataður í 10 tíma til að líta vel út þegar ég fermdist. Maður stendur bókstaflega upp úr svitapolli.
Ég fór með fyrverandi mági mínum í bíó eitt kvöld og það leið yfir hann þegar við gengum út eftir myndina. Viðvið fórum strax upp á gjörgæslu. Hann hafði farið í sólarbekk fyrr um kvöldið og ofþornað. Einkennin komu ekki í ljós fyrr en seinna um kvöldið þegar leið yfir hann. Samt hafði hann þambað töluvert vatn eftir tímann í sólarbekknum.
Ég hef enga fordóma gagnvart díóðugeislum eða brúnni húð, en ég veit að ég á aldrei aftur af eftir að stíga ofaní svona svona fyrirbæri, þótt ég fengi borgað fyrir það.
En ég á ALLTAF eftir að kaupa Banana Boat þegar sól er annars vegar á Íslandi eða útlöndum.
Siggi Lee Lewis, 22.8.2015 kl. 22:07
Kæri Siggi Lee,
Það er enginn munur á því sem þú kallar "díóðugeisla" og náttúrulegra sólargeisla. Það er til eitthvað sem kallast rafsegulróf. Innan þess eru rafsegulbylgjur af öllum bylgjulengdum. Nafn bylgjunar gefur til kynna bylgjulengdina. UVA geislar eru rafsegulbylgjur af bylgjulengd 400 - 320nm. UVB geislar eru rafsegulbylgjur af bylgjulengdinni 320 - 290nm. ÞAÐ HEFUR NÁKVÆMLEGA EKKERT AÐ GERA MEÐ UPPRUNA HENNAR. Rafsegulbylgja er bara rafsegulbylgja.
Það hefur lengi þótt virka vel að spila "gervigeisla" spilinu og þá sérstaklega af þeim sem aðalega tjá sig vegna þess að þeim finnst eitthvað vera einhvernveginn. Þeir sem reyna hinsvegar að nálgast málið af fagmennsku eru löngu hættir að aðgreina ljósabekki frá sólinni.
Hættuvæðing sólargeisla er líklega ein best heppnaða markaðssetning seinni tíma. Í dag eru seldar milljónir tonna árlega af kremvörum sem hver maður VERÐUR að nota ef hann vill ekki annað hvort verða gamall eða deyja úr húðkrabbameini. Þessi iðnaður veltir billjörðum. Það er því enginn tilviljun að þegar IARC setti ljósabekki á lista yfir krabameinsvalda að skýrslan var fjármögnuð af Loreal og fleiri hagsmunaaðilum. Mannkynið hefur þróast og dafnað í milljónir ára í sátt og samlindi með náttúrunni. Þegar einhver reynir að selja þér brúsa sem ver þig gegn henni er gott að staldra við og hugsa :)
Guðmundur Felix (IP-tala skráð) 23.8.2015 kl. 13:02
Sigurður I B, mér sýnist sem það sé ekki svona langt til Kópavogs.
Jens Guð, 23.8.2015 kl. 17:29
Helgi, sumir eru með sterka húð og þola allt. Aðrir eru með viðkvæmari húð og þurfa undir einhverjum tilfellum að verjast sólbruna með smá vörn.
Jens Guð, 23.8.2015 kl. 17:32
Eða var það forsíðumyndin sem var tekin þar??
Sigurður I B Guðmundsson, 23.8.2015 kl. 17:32
Ziggy Lee, þú ert heppinn; hefur aldrei fengið krabbamein. Þökk sé ljósatímunum á síðustu öld.
Jens Guð, 23.8.2015 kl. 17:33
Guðmundur Felix, takk fyrir fróðleikinn.
Jens Guð, 23.8.2015 kl. 17:34
Sigurður I B (#7), forsíðumyndin er tekin í fjörunni í Götu í Færeyjum á hljómleikum með hljómsveitinni Tý.
Jens Guð, 23.8.2015 kl. 17:36
@6 það er alveg rétt hjá þér Jens besta vörnin er að setja a sig hatt og létt föt ef það er heitt ætli það sé tilviljun að húðkrabbamein margfaldaðist þegar sólvarnar kremin komu
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 23.8.2015 kl. 23:00
Helgi, hatturinn er þarfaþing.
Jens Guð, 24.8.2015 kl. 18:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.