Túpupressan - Þannig nýtir þú allt innihald kavíartúpunnar, tannkremstúpunnar, næturkremstúpunnar....

ez tupupressanez túpupressan

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Bandarísk skoðanakönnun hefur leitt í ljós að helsta ágreiningsefni hjóna er peningar.  Næst algengasta ágreiningsefnið er umgengni við tannkremstúpuna.  Karlar kreista tannkremstúpuna iðulega frá miðju.  Konur kreista túpuna frá enda hennar.  

  Hvor leiðin sem er valin leiðir nær ekki að fullnýtta innihaldið.  Þegar túpunni er loks hent er töluvert eftir af innihaldi hennar.  Þetta á líka við um kavíartúpur,  hárlitunartúpur,  rakakremstúpur,  næturkremstúpur og allskonar túpur.

  Sumir nota einhvern harðan hlut,  eins og hnífsskaft, til að leggjast á túpuna og pressa sem mest úr henni.  Það eru líka til þvingur fyrir plasttúpur sem virka líkt og póstlúga sem pósti er troðið í gegnum.  Og sitthvað fleira.  Allt gott og blessað.

  Svo er það túpupressan,  EZ sqeezer.  Hún er þannig að túpuendanum er stungið í lítið plasttæki.  Síðan er sveif snúið.  Túpan pressast svo fast að allt innihald hennar er fullnýtt. Ef túpan er að lokinni pressu skorin upp þá finnst ekki tangur né tetur af innihaldi í henni. Einfalt og þægilegt.  Þegar búið er að pressa allt úr túpunni þá er túpan örlítil samanþjöppuð klessa án innihalds.  Túpupressan kostar um 600 - 700 kall og er fljót að borga sig.

  Túpupressan fæst í Bike Cave í Skerjafirði,  Nettó í Keflavík,  Vöruvali í Vestmannaeyjum og í apótekinu í JL-húsinu,  Dómus Medica,  Kringlunni,  Mjódd, Mosfellsbæ,  Hellu, Glerártorgi á Akureyri og Akureyrar Apóteki í Kaupangi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Er ekki til svona túpa sem kreistir út alla vitleysu á Íslandi?

Sigurður I B Guðmundsson, 10.9.2015 kl. 11:51

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  þessi túpupressa virkar alveg á það.

Jens Guð, 10.9.2015 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.