18.9.2015 | 21:05
Enn ein ástæðan fyrir því að aflétta einokun ÁTVR
Sala á áfengum drykkjum er lögleg á Íslandi. Neysla á áfengum drykkjum er lögleg á Íslandi. Hið einkennilega er að einu verslanir sem mega selja þessa löglegu vöru eru örfáar ríkisbúðir. Aðeins starfsmönnum á launaskrá ríkisins er treyst til að afgreiða bjórdósir og vínflöskur.
Þetta er eins geggjað og hugsast getur. Þetta á eftir að verða sama aðhlátursefni og bjórbannið, sjónvarpslausir fimmtudagar, sjónvarpslaus júní, einokunarsala mjólkurverslana, skömmtunarseðlar, einokunarsala ríkisins á útvarpstækjum, galdrabrennur og effemm-hnakkar.
Vínbúðum lokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Kjaramál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.9.2016 kl. 18:09 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
Nýjustu athugasemdir
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Já ég man það vel þegar Jón Rúnar sagði þetta um heiðursmanninn... sigurdurig 23.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Já Stefán það hafa ekki alltaf verið rólegheit og friður í krin... johanneliasson 21.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Jóhann, ég var að rifja upp á netinu þegar Jón Rúnar veittist a... Stefán 20.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Stefán (# 15), við skulum ekki blanda mömmu drengjanna inn í þ... jensgud 20.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Jóhann (# 14), þú ættir að senda Jóni Rúnari jólakort. Honum ... jensgud 20.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Stefán (# 13), bræðurnir eru grallarar og ágætir húmoristar. ... jensgud 20.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Jú Jóhann, þeir Jón og Friðrik Dór eru sagðir blessunarlega lík... Stefán 19.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Stefán, ég telst vera Hafnfirðingur enda bjó ég þar áratugum sa... johanneliasson 19.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Afhverju er Hafnfirðingum óglatt yfir máltíðum núna ? Jú, þeir... Stefán 18.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Stefán, (# 10), skatan er lostæti. Ég veit ekki með bókina. jensgud 17.12.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 14
- Sl. sólarhring: 41
- Sl. viku: 1140
- Frá upphafi: 4115655
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 893
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Hvernig væri að kjósa heilbrigt fólk og leyfa áfengi eins og í túristalöndum.
Það er ekki nóg að vilja bara græða á túristanum.
Gaman verður með öll þessi hótel þegar bransinn verður orðinn geislavirkur.
Anna (IP-tala skráð) 18.9.2015 kl. 23:25
Sæll kæri Jens.
Ég hef aldrei skilið það af hverju er ekki skylda að á veitingastöðum sé skylda að það séu ríkisstarfsmenn sem sjá um að þjóna gestum til borðs með áfenga drykki - aðrir þjónar mega síðan afgreiða kaffið og matinn og gosdrykkina, jafnvel mjíólkina !
Eitthvað bogið við þetta kerfi og allt samhengi vantar í jöfnuna - sem og heilbrigða skynsemi.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.9.2015 kl. 10:38
Ég vil hafa vínbúðirnar, en það er af hreinni sjálfselsku. Ég vil ekki þurfa að kaupa eina tegund af vodka, viský eða rauðvíni, þ.e. vínið sem flestir kaupa, og þá má hugsa sér að rónar bæjarins kaupi ódýrasta vínið, sennilega brennivín.
Það hvarflar ekki að mér að Bónus eða Samkaup fari að sitja upp með eðalvín sem fólk kaupir við sérstök tilefni. Jú það gæti verið um að ræða tvær tegundir af bjór, þ.e. Víking og Gull.
Fyrir utan að hér á Ísafirði til dæmis missa þrír til fjórir starfið sitt, og ekki megum við missa fleiri störf úr bænum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2015 kl. 11:43
Anna, ég tek undir það.
Jens Guð, 19.9.2015 kl. 15:09
Predikarinn, þetta er góður punktur hjá þér!
Jens Guð, 19.9.2015 kl. 15:10
Ásthildur Cesil, svipuð rök voru sett fram þegar til greina kom að aflétta einokun mjólkurbúðanna. Líka útvarpstækjasölu ríkisins. Jafnframt Osta- og smjörsölunnar. Þannig mætti lengi telja.
Í öllum tilfellum varð reyndin alveg í hina áttina: Úrval mjólkurvara margfaldaðist. Úrval útvarpstækja margfaldaðist. Úrval osta margfaldaðist. Öllum til þæginda.
Starfsfólk einokunarverslananna allra fékk vinnu í búðunum sem tóku við sölunni. Þetta hafði engin áhrif á atvinnuleysi nema síður væri.
Jens Guð, 19.9.2015 kl. 15:20
Ég held ég haldi bara áfram að brugga (svona til öryggis)!!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 19.9.2015 kl. 16:29
Ertu ríkisstarfsmaður Sigurður? Er hægt að kaupa af þér Landa?
Jósef Smári Ásmundsson, 19.9.2015 kl. 16:47
Jósef, ég brugga bara rauðvín og bara til einkanotkunar.
Sigurður I B Guðmundsson, 19.9.2015 kl. 17:06
Sigurður I B, menn verða að hafa vaðið fyrir neðan sig í víðsjárverðum heimi.
Jens Guð, 19.9.2015 kl. 18:08
Jósef Smári, takk fyrir innlitið.
Jens Guð, 19.9.2015 kl. 18:08
Jæja, Áfram með smjörið. Það er alveg til háborinnar skammar að geta ekki keypt BJÓR og vín og brennivín í matvöruverslunum og sjoppum. Óskaplega eru þessir bjánar sem sitja á Alþingi náutheimskir að sjá ekki hvað þetta er gamaldags og heimskulegt.
Einar Sigurjónsson (IP-tala skráð) 19.9.2015 kl. 18:20
Jens minn ertu að bera saman mjókurvörur og vínmenningu? Segðu mér í alvöru heldurðu virkilega að Bónus og Samkaup og aðrir kaupmenn sem munu selja vín í búðum sínum vítt og breytt um landið fari að sitja uppi með gæðavín sem ekki eru keypt mikið? Ég held ekki þetta getur svo sem gengið á stórreykjavíkursvæðinu en ekki úti á landi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2015 kl. 18:43
Einar, ég er sammála.
Jens Guð, 19.9.2015 kl. 19:30
Ásthildur Cesil, ég er líka að vísa til sölu á útvarpstækjum. Þegar einkasölu ríkisins á útvarpstækjum var aflétt óttuðust margir að þar með væru dagar góðra og vandaðra útvarpstækja úr sögunni. Hvergi yrði hægt að kaupa annað en handónýt japönsk útvarpstæki. Þau yrðu meira að segja vandfundin vegna þess að fáar verslanir myndu sinna útvarpssölu. Þær fáu sem það myndu gera færu ekki að bjóða upp á úrval. Það yrði í mesta lagi hægt að velja á milli lita á sama japanska plastútvarpstækinu.
Ég er sannfærður um að verslanir, hvort sem er Bónus eða Samkaup eða aðrar, munu selja þau vín sem viðskiptavinurinn vill kaupa á hverjum stað. Ég hef sjálfur rekið eigin verslanir (plötubúð og heilsuvöruverslun) og komið að rekstri fleiri búða. Viðskiptavinurinn ræður að miklu leyti vöruúrvalinu. Hann spyr eftir tiltekinni vöru og allt er gert til að útvega hana.
Í dag rek ég heildverslun. Ég fæ upphringingar frá ótrúlegustu búðum. Símtalið hefst iðulega á orðunum: "Í búðinni hjá okkur var verið að spyrja um ..."
Þegar einokun ríkisins á sölu áfengra drykkja verður afnumin er matvöruverslunin þegar í stað komin í beint samband við heildsalann. Hann mun fá ófá símtöl sem hefjast á orðunum: "Það var verið að spyrja um vín sem heitir...". Daginn eftir er sú víntegund komin í búðina.
Þó að ég sé búsettur í Reykjavík er ekki á vísan að róa með úrval í vínbúðum í dag. Margar bjórtegundir sem ég hef áhuga á fást ekki. Úrvalið er lélegt. Það er enginn vilji til að sinna eftirspurn nema eftirspurn sé mikil. Mig langar í færeyskan Okkara bjór. Líka Föroya bjór cider. Og sitthvað fleira. En ríkisverslunin er harðlæst fyrir spurn eftir þessum heilsudrykkjum. Mér hefur þegar verið lofað í tiltekinni matvöruverslun að þessar vörur verði til sölu þar um leið og niðurdrepandi krumlu ríkisins verður létt af áfengissölu.
Jens Guð, 19.9.2015 kl. 19:59
Þetta er allt hárrétt hjá þér sem þú segir í síðasta innlegginu kæri Jens. Í þessu efni erum við Ásthildur hin mæta ekki sammálaeins og í svp ótal m örgu öðru.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 19.9.2015 kl. 22:39
Ef ég tala nú í alvöru þá er ég ekki sammála því að selja vín í matvöruverslunum. Það er eingöngu út af þeirri staðreynd að þá er verið að bæta aðgengi barna og ungmenna að þessari vöru og auk þess verða verslanir þá að segja upp starfsfólki sem er yngra en 18 þar sem lögin segja til um slíkt. Varðandi okkur hin þá fyrir mína parta er það lítið mál að ná í uppáhaldsvínið í vínbúðina og ég efast reyndar um að ég fái Wiskyið mitt í matvörubúðinni. Það getur verið að þetta sé gamaldags viðhorf en ef við ætlum að breyta til verður það þá að gerast með varúð því vandamál tengd drykkju, sérstaklega barna og ungmenna, eru stór .
Jósef Smári Ásmundsson, 20.9.2015 kl. 09:45
Góður punktur Jósef.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2015 kl. 12:04
Jósef Smári.
Agengi að áfengi hefur aldrei verið þröskuldur fyrir nokkurt einasta ungmenni sem ælar sér að neyta þess - það er þekkt staðreynd um alla tíð. Það er foreldra og forráðamanna að kenna ungviðinu að umgangast áfenga drykki af varúð og virðingu, ekki neitt annað. Að þær verslanir sem sækja um vínsöluleyfi og hafa þar til gerðar löggildar apstæður geta ekki verið ábyrgar fyrir upprldi ungviðisins í landinu, ekki frekar en hinir hundruðir eða þúsundir veiingahúsa sem nú þegar selja áfengi án þess að þar komi ríkisstaarfsmaður við sögu.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.9.2015 kl. 12:46
Heilbrigð og góð umræða.
Eitt innlegg. Í dag er ÁTVR að færa sig á milli húsnæða í Neskaupstað, ekkert við það að athuga sem slíkt. Það má samt sem áður gauka einu að, það er verið að byggja húsnæðið fyrir ÁTVR sem legir það þá að öllu líkindum til 10 ára hið minnsta.
Matvöruverslunin er við hliðina og það er önnur slík í bænum sem gæti nýtt hluta af sínu húsnæði undir "rekka af áfengi".
Sóun? Já alveg klárlega.
Sindri Karl Sigurðsson, 20.9.2015 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.