22.9.2015 | 21:58
Ísland mun hagnast gríðarlega á viðskiptabanninu
Undir lok áttunda áratugarins sendi bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Zappa frá sér tvöfalda plötu, "Sheik Yerbouti". Nafnið var orðaleikur; snúið út úr heiti vinsæls dægurlags, "Shake Your Body" með hljómsveitinni KC and the Sunshine Band. Framburður á nafni lagsins og plötu Zappa var eins.
Á framhlið plötutvennunnar var Zappa með höfuðbúnað sem sómir vel hvaða arabískum olíusjeik sem er. Það var hluti af orðaleiknum. Eitt af lykilnúmerum plötusamlokunnar var "Jewish Princess". Klæminn texti. Margir töldu Zappa skjóta sig í báða fætur með því að reita gyðinga til reiði með uppátækinu. Hann hafði komist upp með margt sprellið fram til þessa. Meðal annars vegið gróflega að Bítlunum. Þegar þeir sendu frá sér tímamótaverkið "Sgt. Peppers..." gaf Zappa út plötu með samskonar plötuumslagi, "We are only in it for the Money".
"Sheik Yerbouti" var fyrsta plata sem Zappa gaf sjálfur út eftir að hafa verið skjólstæðingur ráðandi plöturisa. Á þessum tíma áttu ný plötufyrirtæki á bratta að sækja. Markaðnum var stýrt af örfáum plöturisum.
Eins og spáð hafði verið brugðust samtök gyðinga ókvæða við. Zappa var bannfærður þvers og kruss. Hann var settur á svartan lista. Fjöldi útvarpsstöðva þorði ekki að snerta með litla fingri á plötum hans. Síst af öllu "Sheik Yerbouti".
Þetta vakti athygli í heimspressunni. Almenningur varð forvitinn. Hvað var svona hættulegt við þessa plötu? Hvað var það í laginu "Jewish Princess" sem kallaði á bannfæringu gyðinga?
Leikar fóru þannig að platan fékk athygli í pressunni. Ekki síst lagið um gyðingaprinsessuna. Litla plötufyrirtækið hans Zappa stimplaði sig rækilega inn á markaðinn til frambúðar. Platan seldist í á þriðju milljón eintaka. Hvorki fyrr né síðar hefur plata með Zappa náð viðlíka árangri.
Zappa sem áður var bara dálæti sérvitringa varð súperstjarna og auðmaður. Hann keypti auglýsingu í New York Times eða álíka blaði. Þar þakkaði hann gyðingum kærlega fyrir fyrir viðbrögðin og athyglina. Hann sagðist ætla að fá kaþólikka til auglýsa næstu plötu. Þeir féllu ekki fyrir bragðinu.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Spaugilegt, Stjórnmál og samfélag, Útvarp | Breytt 23.9.2015 kl. 10:04 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góður! jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Bjarni, sumir búa að hundaheppni. jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 26
- Sl. sólarhring: 83
- Sl. viku: 1451
- Frá upphafi: 4119018
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 1112
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Já margt fer öðruvísi en ætlað er :)
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2015 kl. 22:18
Við styðjum nasista í Úkraínu og tökum afstöðu gegn gyðingum í Ísrael. Kannski að einhver græði eitthvað en mannorðið er alveg örugglega farið.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.9.2015 kl. 22:49
Þetta minnir á aðra góða sögu, af öðrum gyðingahatara.
Það var reyndar fyrir tíma hinnar almennu plötusölu, og var þetta því bók, en ekki plata.
Listamaðurinn hét Dolli Hitler, og var afskaplega dáður í heimalandinu.
Hann var svo sem ekkert sérlega vinsæll, fyrr en hann spældi júðana með því að gefa út bókin Barátta mín, sem var einmitt að hluta til um útgefendamafíuna.
Það var náttúrulega ekki að því að spyrja, að spælingar júðanna varð til þess að landar Dolla urðu afskaplega forvitnir um gripinn, og sagt er að öll almennileg menningarheimili hafi haft eintak í hillunni, ef hún var þá ekki í lestri.
Spælingar gyðinganna voru svo svakalegar, að þeir fluttu í lestarförmum frá heimalandi Dolla, og reyndar nágrannalöndunum líka, og urðu Dolla og félögum ekki frekar til ama og vandræða.
Dolla vannst hinsvegar ekki aldur til að spæla þá kristnu almennilega.
Ég reikna með að Dolli sé líka hafður í hávegum á þínu heimili, Jens.
Ég veit fyrir víst, að svo er hjá Ásthildi.
Hilmar (IP-tala skráð) 22.9.2015 kl. 22:57
Vinsældir þessarar plötu fólust nú fyrst og fremst í söngnum af Bobby Brown Hann fékk frekar slæma útreið í ýmsum tímaritum og blöðum vestanhafs vegna gyðingalagsins. Þar þótti hann fara yfir strikið eins og svo oft áður. Hann naut þess í botn að storka og samdi t.d. heilt albúm um bresku konungsfjölskylduna. Elvis fékk líka sneið af kökunni og ótal fleiri - Það breytti ekki þeirri staðreynd að Zappa var snillingur hvað tónlist varðaði, alltaf með rosalega spilara með sér.
Bárður Örn Bárarson (IP-tala skráð) 22.9.2015 kl. 23:52
Frábær plata Sheik Yerbouti, er raunar hljómleikaplata sem er klippt til eins og um studeoplötu væri að ræða og spilað yfir sumt t.d. einhver gítarsóló ef ég man rétt. Ég sá meistara Frank Zappa á hljómleikum u.þ.b. þegar þessi vinsæla plata hans kom út. Kaldhæðnislegt að FZ dó af völdum gífurlegra tóbaksreykinga vegna þess að hann var mikið á móti ,, eyturlyfjum ".
Stefán (IP-tala skráð) 23.9.2015 kl. 09:40
Ásthildur Cesil, svona uppátæki geta snúist á allan veg.
Jens Guð, 23.9.2015 kl. 10:05
Elín, það er alltaf einhver sem græðir.
Jens Guð, 23.9.2015 kl. 10:07
Hilmar, þú ert alveg á Dolla-línunni: Gerir fólki upp skoðanir, dregur rangar ályktanir og það allt.
Jens Guð, 23.9.2015 kl. 10:09
Bárður Örn, lagið um Bobba Brown hefur fyrst og fremst notið vinsælda á Íslandi (það er stutt síðan ég heyrði það spilað á Rás 2). Bandarískur almenningur þekkir þetta lag ekki. Það var vitaskuld stranglega bannað þar á bæ að viðlögðum refsingum. Það er ekki að á yfirlitsplötum eða "Best of" plötum Zappa í Bandaríkjunum.
Langþekktasta lag Zappa í Bandaríkjunum er "Valley Girl". Það náði sér aldrei á strik hérlendis.
Ég tek undir lýsingu þína á Zappa.
Jens Guð, 23.9.2015 kl. 10:18
Stefán, hann var harðlínu andstæðingur áfengis og annarra vímuefna. En reykti þrjá pakka af sterkum sígarettum á dag. Hann þambaði svart kaffi með. Sjálfur sagði hann að uppistöðu fæði sitt væri sígarettan og kaffið.
Jens Guð, 23.9.2015 kl. 10:21
Ég vil fá tónlist með Frank Zappa inn á allar útvarpsstöðvar í staðinn fyrir skallapoppið með Bubba Morthens
Stefán (IP-tala skráð) 23.9.2015 kl. 12:00
Bubbi er ekki lengur skallapoppari, hann er orðin væminn heimilisfaðir og verður örugglega bráðum afi
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2015 kl. 12:34
Stefán, vissulega væri gaman að heyra eitthvað miklu fleira með Zappa í útvarpinu en "Bobby Brown".
Jens Guð, 23.9.2015 kl. 19:22
Ásthildur Cesil, þetta fjölgar sér.
Jens Guð, 23.9.2015 kl. 19:23
Já einmitt ef til vill sem betur fer heheheh
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2015 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.