Stórhættulegur matur

  Af og til má heyra eða lesa fullyrðingar um að áfengir drykkir séu ekki eins hollir og margur heldur.  Þeir geti jafnvel verið óhollir - drukknir daglega í verulega miklu magni utan hefðbundins vökutíma.  Eitthvað álíka hefur heyrst um reykingar,  hvort heldur sem er um vindla að ræða,  pípu eða sígarettu.

  Flökkusögur af þessu tagi eru fyrst og fremst sagðar til gamans;  börnum og unglingum til hrellingar. 

  Nær væri að segja þeim og öðrum frá alvöru hættum.  Til að mynda þeim að snæða beikon,  pylsur af flestu tagi,  skinku og annan áþekkan óþverra.  Þessar kjötvörur eru krabbameinsvaldandi.  Sé þeirra neytt daglega aukast líkur á krabbameini um 18%.  

  Þetta hef ég eftir stofnun sem heitir IARC (International Agency for Research on Canser).  Hún heyrir undir alþjóðaheilbrigðisstofnunina WHO (ekki rugla henni saman við hljómsveitina Who).  Sér til stuðnings hefur IARC mörg hundruð rannsóknir.  Að mig minnir um 800. 

  Hvers vegna liggja upplýsingar um þetta í þagnargildi?  Ástæðan er sú að svínabændur eru mafía.  Öflugur þrýstihópur sem enginn þorir að blása á.  Flettið dagblaði og teljið í hvað mörgum auglýsingum svínakjöt bregður fyrir. 

svínakjöt

beikon  


mbl.is Þetta er ofurfæðan sem þú borðar ekki nóg af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú reiknar skakkt. Þegar líkur aukast um 18% er ekki um 18% mannfjöldans að ræða heldur 18% tilfella. Líkur geta verið einn af milljón og 18% hækkun setur það í 1,18 af milljón en ekki 180000. 100% hækkun, sem þú mundir reikna sem dauðadóm, þýðir í dæminu að það verða 2 af milljón en ekki öll milljónin.

Vagn (IP-tala skráð) 26.10.2015 kl. 16:13

2 Smámynd: Jens Guð

Vagn,  takk fyrir ábendinguna.  Ég laga þetta hið snarasta.

Jens Guð, 26.10.2015 kl. 16:56

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

að mínu mati er þetta bara rugl og vitleysa.  Auðvitað eru þessar matvörur óhollar og ætti að neyta þeirra í hófi, en þegar farið er að tala um að það eigi ekki að neyta kjöts nema einu sinni í viku og þá naumt skammtað, þá staldra ég við og spyr sjálfa mig, hvernig tókst mér og minni fjölskyldu allri að komast á háan aldur með því að innbyrða allt þetta kjöt. 

Og hvernig fóru áar okkar að, og fornmaðurinn þeir átu mest megnis kjöt, því neysla grænmetis komst ekki í tísku fyrir ná á síðari tímum.  Svo við ættum í raun og veru ekki að vera til, miðað við þessar upplýsingar. 

Því hef ég ákveðið að éta mitt kjöt, þegar mig langar í. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2015 kl. 18:55

4 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil,  það er margt til í þessu hjá þér.  Sennilega er ennþá í fullu gildi að af misjöfnu þrífist börnin best.  Sitt lítið af hverju:  Fiski,  kjöti,  grænmeti,  kornvöru og ávöxtum.  

Jens Guð, 26.10.2015 kl. 19:29

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Bacon þetta er lúxus fæða, það má segja að flest sé gott með bacon og smjöri.

Kjöt og fisk i alla mata, þannig er matseðillinn hjá mér og er með góða heilsu, ég sleppi oft kartöflum, hrísgrjónum, pasta og grænmeti.

Móðir mín sem er 88 ára, reykti Camel sígarettur án filters þangað til að hún varð 86 ára þá hætti hún að reykja. Það amar ekkert að þeirri gömlu nema bakveiki, sem að ég held að bónuskerfi frystihúsana hafi verið aðal skaðvaldurinn.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 26.10.2015 kl. 19:57

6 Smámynd: Jens Guð

Jóhann,  sennilega er bónuskerfi frystihúsa ekki heilsusamlegt.  

Jens Guð, 26.10.2015 kl. 20:21

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega Jens, þessir matfræðingar og allskonar fræðingar eru bara á röngu róli, eða ef eitthvað er á mála hjá einhverjum grænmetisgúrúum, er mér skapi næst að halda. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2015 kl. 21:17

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ef dýrin sem þróuðust til manns hefðu aldrei viljað kjöt, þá væru menn ekki til.

Hrólfur Þ Hraundal, 26.10.2015 kl. 23:15

9 identicon

Ef ég skil þetta rétt þá er það ekki kjötið sjálft heldur aukaefnin og vinnslan. Danir borða svínakjöt út í eitt, reykja mikið og lifa líka eitthvað skemur en íbúar í nágrannalöndum þeirra.

Stefán (IP-tala skráð) 27.10.2015 kl. 08:06

10 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil,  svo getum við áreiðanlega rifjað upp mörg dæmi um hinar ýmsu matvörur sem voru stórhættulegar einn daginn,  skv. fræðingum,  en bráðhollar næsta dag - og öfugt.

Jens Guð, 27.10.2015 kl. 18:11

11 Smámynd: Jens Guð

Hrólfur,  munurinn er kannski sá að dýrin eru ekkert mikið í því að salta kjöt,  reykja,  blanda það rotvarnarefnum,  steikja,  grilla o.s.frv.

Jens Guð, 27.10.2015 kl. 18:12

12 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  Danir mælast jafnan í toppsætum yfir hamingjusömustu þjóðir heims.

Jens Guð, 27.10.2015 kl. 18:13

13 identicon

Ásthildur Cesil Þórðardóttir,   Þú segir: "Og hvernig fóru áar okkar að, og fornmaðurinn þeir átu mest megnis kjöt, því neysla grænmetis komst ekki í tísku fyrir ná á síðari tímum."

Fornmaðurinn borðaði ávexti, ber, rætur, villikorn, og svo kjöt og fisk eftir því sem veiðitæknin bauð uppá.  

Það að fornmaðurinn hafi mest borðað kjöt og fisk er beinlínis rangt.

Frímann (IP-tala skráð) 7.11.2015 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.