Snöfurleg vinnubrögð lögreglu til fyrirmyndar

  Stórhættulegur útlendur glæpamaður reyndi í vetrarbyrjun að kaupa flugmiða hérlendis handa aldraðri móður sinni.  Við fyrstu atrennu reyndi hann að greiða fyrir miðann með stolnu greiðslukorti.  Það gekk ekki.  Þá var þrautalending að borga með reiðufé (Johnny Cash).  

  Lögreglan hafði snör handtök og færði glæpamanninn í járn.  Það lá ljóst fyrir að hann var allt að því raðflugmiðakaupandi með illa fengið fé í höndum.  Til að hindra frekari kaup á flugmiðum var hann umsvifalaust færður í gæsluvarðhald.  Héraðsdómur og hæstiréttur höfðu fullan skilning á alvarleika málsins.

  Við leit í hýbýlum glæpamannsins kom í ljós að hann hafði stolið skyrtubolum.  Greinilegt var að hann hafði undirbúið glæpinn. Það sást á því að hann hafði keypt herðatré.  Sömuleiðis blasti við einbeittur brotavilji því að skyrtubolum var stolið frá fleiri en einni fataverslun.  Þetta er raðskyrtubolaþjófur.

 Í gæsluvarðhaldi hefur glæpamaðurinn ekki möguleika á að brjóta á fleirum.  Öllu máli skiptir að engum stafi hætta af honum. Þegar og ef hann losnar úr gæsluvarðhaldi tekur við farbann.  Það má aldrei gerast að skyrtubolaþjófur geti montað sig af bjórsötri á leið til útlanda í flugstöð í Sandgerði - á meðan glæpaferill hans er til meðferðar hjá lögreglu og dómstólum.  

----------------------------------------------------

krútt dagsins  

  


mbl.is Handtekinn er hann keypti flugmiða handa móður sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er auðvitað miklu alvarlegra mál en einhverjir raðnauðgarar, svo þá þarf lögreglan snörufmannleg viðbrögð.  Svei því bara.  Hefði getað ælt á þessu ******** ******** i kastljósinu í kvöld.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2015 kl. 21:06

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jens. Raunverulegu raðmorðingjarnir og raðnauðgararnir í dag eru yfirstjórnarmenn banka/lífeyris/fjárfestingasjóða, í gúmmítékka-innistæðulausa heimsfjármálakerfinu.

En enginn vill viðurkenna þær staðreyndir, af ótta við að verða asnalegur eða jafnvel púkalegur.

Púkar djöfulsins halda fólki í óttans heljargreipum.

En enginn lifir þó jarðneska lífið af? Spurning hvernig við notum það stutta lífs-skólalíf sem okkur er gefið?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.11.2015 kl. 23:25

3 identicon

Málefnanlegt

Hallur (IP-tala skráð) 10.11.2015 kl. 01:06

4 identicon

Þetta var áður en mikil veikindi gerðu vart við sig hjá aumingja lögreglunni og þeir lágu veikir og vælandi heima. Svo brá svo við að laun þeirra voru hækkuð verulega og ekkert við það að athuga, en það hefði verið æskilegt að sjá þá rísa upp á afturlappirnar í kjölfarið og fara að vinna vinnuna sem þjóðin ætlast til af þeim og greiðir þeim laun fyrir. Er lögreglustjóri með allt niður um sig eða hvað og er ekki hæagt að fara fram á það að lögreglan hafi altalandi talsmann í fjölmiðlum ? 

Stefán (IP-tala skráð) 10.11.2015 kl. 08:27

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er svona spurning ef þeir eru saklausir af hverju flýja land?  Eða er það ef til vill lygi líka? Það sem fólk er að fárast yfir er hver mismunandi menn eru meðhöndlaðir, einhverra hluta vegna grunar mann að þar sé farið í manngreinaálit.  Veit reyndar að það hefur verið gert margsinnis gagnvart mínu fólki. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2015 kl. 11:34

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvernig á almenningur að vita hvernig málin standa, þegar fjölmiðlar birta bara einn lítinn pólitískan punkt á annars auðu upplýsingablaði? Er í lagi að dæma fólk í gegnum óstaðfestar gróusögur? Hver smalaði þessum múgæsingsmótmælendum saman, og í hvaða raunverulega tilgangi? Hvers vegna allt í einu núna, þegar mannsal og álíka skepnuskapur er regla frekar en undantekning á Íslandi?

Eru þessar lögreglukonur ekki búnar að taka mjög vel á heimilisofbeldi? Sem er mjög mikilvægt!

Er það kannski vandamálið?

Þær eru að taka á því sem hefur svo sannarlega þurft að taka á, og fá því þessa gagnrýni? Ekki tekur barnaverndarnefndar-yfirstjórnin á verstu málunum, því það er of óþægilegt og erfitt fyrir atvinnubótar-vinnufólkið í því rándýra skýrslusögufölsunar-kerfi. Semsagt falskasta öryggisnefndarstarfið sem finnst í nefndarflóru-forinni stjórnlausu og opinberu á Íslandi. Barnaverndarnefndar-atvinnubótaliðið hefur meiri völd en lögreglan, og stendur í vegi fyrir að hægt sé að kæra svik þeirrar "verndar"-stofnunar.

Eða hef ég rangt fyrir mér?

Vinsamlegast reynið að fyrirgefa og leiðréttið mig, ef ég er bara að bulla. Bullarar mega nefnilega ekki komast upp með hvað sem er, án þess að vera leiðréttir.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.11.2015 kl. 11:55

7 identicon

Vilhjálmur H Vilhjálmsson lögfræðingur fer mikinn í umræddu máli. Vilhjálmur þessi var á sínum tíma sviptur kandidatstitli og einkunn hans í lokaritgerð afturkölluð við Lagadeild Háskóla Íslands eftir að í ljós kom að hluti af ritgerðinni var tekin ófrjálsri hendi frá Úlfari Haukssyni stjórnmálafræðingi. Vilhjálmur bað Úlfar síðan afsökunar á Kaffibarnum að eigin sögn.  

Stefán (IP-tala skráð) 10.11.2015 kl. 15:42

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Stefán. Að eigin sögn...?

Hvað segir svona "heimild" okkur almenningi?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.11.2015 kl. 16:17

9 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil,  ég tek undir það.

Jens Guð, 10.11.2015 kl. 17:36

10 Smámynd: Jens Guð

Anna Sigríður,  það er margt til í þessu hjá þér.

Jens Guð, 10.11.2015 kl. 17:36

11 Smámynd: Jens Guð

Hallur,  takk fyrir það.

Jens Guð, 10.11.2015 kl. 17:37

12 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  við skulum vona að þeir séu hægt og bítandi að ná þokkalegri heilsu.

Jens Guð, 10.11.2015 kl. 17:38

13 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ekkert vitum við almenningur um þessa menn og konur, og ekkert getum við með réttu úrskurðað um þessi mál án sannaðra, heiðarlegra og rannsakaðra mála dómsmála.

Hvers vegna vill fólk frekar fjölmiðladómstól götunnar, heldur en betrumbættan hæstaréttardómstól siðferðislegrar réttarmeðferðar?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.11.2015 kl. 17:52

14 Smámynd: Jens Guð

Anna Sigríður (#6),  eftir því sem ég best veit voru það ekki lögreglukonur sem tóku ákvörðun um að ekki yrði óskað eftir gæsluvarðhaldi.  Það voru víst karlkyns vinnufélagar þeirra.  Þær hafa hinsvegar sagst ætla að rannsaka hvort að það hafi verið mistök.  

Jens Guð, 10.11.2015 kl. 18:42

15 Smámynd: Jens Guð

Stefán (#7),  það er til eftirbreytni fyrir aðra þjófa að sjá sóma sinn í að biðjast afsökunar.  Á Kaffibarnum.

Jens Guð, 10.11.2015 kl. 18:45

16 identicon

Það er nú þannig Jens, að lögreglustjórinn í Reykjavík er kona. Aðstoðarlögregluþjónnin er líka kona, og það vill svo skemmtilega til, að hún er yfirlögfræðingur embættisins.

Það er nú miður, að það skuli vera búið að útvista ákvörðunarvaldi yfirlögfræðingssins til einhverra karlpunga.
Og jafn leitt, að lögreglustjórinn í Reykjavík skuli ekki lengur bera stjórnsýslulega ábyrgð á athöfnum embættisins, og úrskurðavald í vafamálum. Sennilega er líka búið að ráða einhvern karlpung á laun, til að taka af henni völdin.

Annað mál Jens, fyrst maður er nú á síðunni þinni, finnst þér ekki leiðinlegt stundum, þegar einhverjir bloggarar tala með rassgatinu um hluti sem þeir hafa samt ekki rassgatsvit á?

Hilmar (IP-tala skráð) 10.11.2015 kl. 19:10

17 Smámynd: Jens Guð

Anna Sigríður (#8),  eigin sögn er oft betri heimild en óstaðfestur orðrómur utan úr bæ.  

Jens Guð, 10.11.2015 kl. 20:21

18 Smámynd: Jens Guð

Anna Sigríður (#13),  ég hallast að betrumbættum hæstaréttardómstóli siðferðislegrar réttarmeðferðar.

Jens Guð, 10.11.2015 kl. 20:24

19 Smámynd: Jens Guð

Hilmar (#16),  bloggarar - eins og aðrir - verða að fá að tjá sig með tilfallandi líffærum.  Betra er að hafa vit á umræðuefninu.  Verra að hafa ekki rassgatsvit á.     

Jens Guð, 10.11.2015 kl. 20:28

20 identicon

Anna Sigríður. Ég einfaldlega googlaði þessar heimildir um Vilhjálm Hans Vilhjálmsson, þar sem ég mundi bara óljóst eftir þessum ritstuldi. Þar segir Vilhjálmur t.d. frá því í viðtali að hann hafi beðið Úlfar afsökunar á Kaffibarnum.

Stefán (IP-tala skráð) 11.11.2015 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.