Kúaskítur til framleiđslu á rjómaís

mackies_1

 

 

 

 

 

 

 

  Einn besti og vinsćlasti ís í heimi er skoski Mackie´s.  Til ađ framleiđa ţennan ís ţarf mjólk og rjóma.  Einnig vanillu,  súkkulađi,  hunang,  mintu,  jarđaber,  rifsber,  karamellu og sitthvađ fleira.  En uppistađan er mjólk.  Hún er fengin úr 400 beljum í eigu Mackie´s.

  Beljur gefa af sér fleira en mjólk.  Af ţeim gengur óhemju mikiđ magn af ágćtis túnáburđi.  En ţađ má nýta kúadelluna sem orku.  Ţađ vita stjórnendur Mackie´s.  Skíturinn býr til orkuríkt gas,  mugas.  Ţetta gas virkjar Mackie´s til ađ knýja ísverksmiđjuna.  Fyrir bragđiđ er framleiđslukostnađur Mackie´s lćgri en keppinautanna.  

  Englendingar hafa af gamalkunnri illgirni búiđ til hefđbundna Skotabrandara um ţetta.  Ţeir ganga út á meinta nísku Skota.  Skotar eru miklu útsjónasamari en Englendingar.  Gott dćmi um ţađ er ađ Englendingar skjóta úr fallbyssum kastalabygginga 12 skotum klukkan 12 á hádegi til heiđurs drottningunni.  Skotar skjóta af sama tilefni úr Edinborgarkastala einu skoti klukkan eitt.  

belja  

   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband