Sparnaðarráð: Kauptu jólamatinn núna!

  Hagsýnir húsbændur vita að nú er rétti tíminn til að kaupa mat fyrir sólrisuhátíðina miklu,  jólin,  hátíð ljóss og friðar,  svo og gamlárskvöld, nýársdag og næstu daga þar á undan og eftir.  Ástæðan er sú að eftir nokkra daga fer verð á mat að hækka nokkuð bratt.  Hann hækkar og hækkar í verði í stórum stökkum alveg fram á næsta ár.  Jafnframt minnkar úrval á sumum matvörum.    

  Sá sem bíður með að kaupa matinn fram undir jól tapar háum fjárupphæðum.  Þeim upphæðum er betur varið í gott borðvín og nokkra jólabjóra.  

jólamatur    


mbl.is Matur og flug hækkar í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta með matarhækkanir í Desember og setja svo einstakar matvörur á tilboð, er það ekki svipað dæmi og það að verslanir hækka gjarna verð á vörum áður en útsölumiðar fara á þær ? 

Stefán (IP-tala skráð) 16.11.2015 kl. 12:04

2 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  þetta er einmitt uppskriftin:  Vöruverð er hækkað um 15% og um leið auglýstur 5% afsláttur.

Jens Guð, 16.11.2015 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband