Forsetaframbjóðandi ofsóttur

  Einn af þeim sem sækist eftir því að verða frambjóðandi Republikanaflokksins til embættis forseta Bandaríkja Norður-Ameríku er Donald Trump.  Hann sætir einelti af hálfu tónlistarmanna,  fjölmiðla og ýmissa fleiri.  Það er ljótt.  Hann er hrakyrtur,  hæddur og smáður.  Samt er það þannig að eineltið er honum til framdráttar.  Vinsældir hans aukast og haldast í hendur við hverja ágjöf sem hann mætir.

  Á meðan Donald Trump baðar sig í sviðsljósinu eiga aðrir kandídatar ekki möguleika hjá reppum.  Ekki síst þegar hann hampar því að sækja í uppskrift Hitlers og félaga í þýska nasistaflokknum.  Til að mynda boðar hann áform um að merkja múslima með stjörnu á sama hátt og nasistar merktu gyðinga,  samkynhneigða og fleiri.   

  Þá leggst vel í marga hugmynd hans um að reisa "Berlínarmúr" á landamærum Mexikó og Bandaríkjanna.  Þannig verði Mexíkóum gert illmögulegt að flæða yfir Bandaríkin.  Trum veit það (sennilega) sjálfur en ekki almenningur að 14% fleiri flýja frá Bandaríkjunum til Mexíkó en öfugt.    

  Samskipti Trumps við vinsæla tónlistarmenn eru brösuleg.  Hann hóf kosningabaráttu sína með einkennislagi úr smiðju Njáls Unga,  "Rockin´ in the Free World".  Njáll brást hinn versti við og bannaði notkun hans á laginu.  Það kom Trump í opna skjöldu.  Hann taldi þá Njál vera góða vini.  Þar fyrir utan hafði hann borgað umboðsskrifstofu Njáls pening fyrir lagið.  En Njáli var ekki haggað.  

  Þá var ekki um annað að ræða en taka upp kosningalag úr smiðju REM,  "It´s the end of the World As We Know It".  Hljómsveitin starfar ekki lengur.  En liðsmenn hennar tóku höndum saman og bönnuðu Trump að nota lagið.  Þeir létu jafnframt ljót orð falla um Trump.  Þetta kom honum í opna skjöldu vegna þess að hann var búinn að borga umboðsskrifstofu REM fyrir notkun á lagiðnu.  Þar fyrir utan hvarflaði ekki að honum að hljómsveit sem er hætt fyrir löngu færi að skipta sér af.  

  Nú voru góð ráð dýr.  Söngvari hljómsveitarinnar Aerosmith,  Stebbi Tyler,  er góðvinur Trumps.  Þeir hafa stússað margt saman.  Leikið sér í golfi og fl.  Trump gerði lag Aerosmith "Dream On" að kosningalagi sínu eftir vandræðaganginn með lög Njáls Unga og REM.

  Stebbi hryggbraut vin sinn með því að banna honum að nota lagið.  Til að byrja með trúði Trump honum ekki.  Hélt áfram að nota lagið.  Leikar fóru þannig að Stebbi leitaði til dómstóla og fékk lögbann sett á notkun Trumps á laginu.  

  Stebbi hefur útskýrt þetta þannig að eitt sé að vera vinur frambjóðandans.  Annað að kvitta undir pólitík hans.  

  Pólitík hans er þó ekki verri en svo að hún speglar viðhorf meirihluta reppa í Bandaríkjum Norður-Ameríku.  Það er ekkert nema gott um það að segja.

 


mbl.is Trump hæddist að fötluðum blaðamanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rosalega myndi Donald Trump smellpassa inn í furðuveruhópinn sem stjórnar íslanska Framsóknarflokknum, svo vitlaus er hann. Hann gæti jafnvel sómað sér sem kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga.   

Stefán (IP-tala skráð) 27.11.2015 kl. 08:39

2 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  það er rétt hjá þér:  Trump er miklu meiri framsóknarmaður en John F. Kennedy.

Jens Guð, 27.11.2015 kl. 18:17

3 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Það er kannski ljótt að segja það, en látbragð Trumps í þessu myndbandi minnti mig á ákveðinn sjónvarpsstjóra hér á skerinu okkar, þegar hann tekur sig til við að herma eftir fólki sem hann er ekki sammála í pólitík. 

Gísli Sigurðsson, 8.12.2015 kl. 09:46

4 Smámynd: Jens Guð

Gísli,  það er ekkert ljótt að segja það.  Þetta er tilfellið.

Jens Guð, 8.12.2015 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband