Ný bók frá Helga Seljan

helgi-seljan  Fyrir fimm árum kom út bókin 1001 gamansaga eftir Helga Seljan.  Hún naut mikilla vinsælda.  Enda sögurnar 1001 hver annarri hnyttnari.  Allar meira og minna sannar.  

  Eftir helgi kemur út ný og stórskemmtileg bók frá Helga,  Ljósbrot liðinna stunda.  Hún inniheldur gamansögur, glettna bragi,  smásögur,  kvæði,  æviþætti og fleira.  

  Helgi var kennari,  skólastjóri,  svo alþingismaður,  síðar fræðslustjóri Öryrkjabandalagsins og loks framkvæmdastjóri þess.  Jafnframt kom hann fram um áratugi með gamansöng og sögur.  LjosbrotForsida

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þá er bara að kaupan Seljan!!!

Sigurður I B Guðmundsson, 7.12.2015 kl. 10:28

2 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  alltaf góður!  laughing

Jens Guð, 7.12.2015 kl. 19:35

3 identicon

Ég kaupi líka það sem Helgi Seljan Junior segir í Kastljósi.

Stefán (IP-tala skráð) 8.12.2015 kl. 08:02

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  það geri ég líka.  

Jens Guð, 8.12.2015 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.