13.1.2016 | 13:38
Jólaleikrit - hugljúft og hjartnćmt
Á sviđinu stendur aldrađur mađur viđ risastóran skífusíma. Hann tekur ofursmátt tól af og snýr skífunni nokkrum sinnum.
Rödd í símanum: Jónmundur Sighvatur Ingólfur Sigurđar- og Guđbjargarson í Stóra-Lágholti á Snćfellsnesi hér.
Gamli mađurinn: Sćll bróđir. Langt síđan ég hef heyrt í ţér.
Rödd í símanum: Já, nćstum ţví klukkutími. Hvađ er í gangi?
Gamli mađurinn: Heyrđir ţú útvarpsfréttirnar í hádeginu?
Rödd í símanum: Nei, ég er í fréttabanni samkvćmt lćknisráđi; út af kvíđakastinu.
Gamli mađurinn: Hjón í Hollywood eru ađ skilja.
Rödd í símanum: Hvađa hjón?
Gamli mađurinn: Mér heyrđist karlinn heita Hann og konan Hún. Hugsanlega er Hún af kínverskum ćttum.
Rödd í símanum: Ţađ setur ađ manni ónot viđ svona tíđindi. Hvađ verđur um börnin?
Gamli mađurinn: Ţađ fór framhjá mér. Ég dottađi áđur en fréttinni lauk. Ţegar ég vaknađi aftur var komiđ kvöld og ég búinn ađ týna dagatalinu mínu. Ţessu sem ég erfđi um áriđ ţegar afi var drepinn. Hvenćr eru jólin?
Rödd í símanum: Ţađ er 13. janúar. Ţađ er ekki seinna vćnna fyrir ţig ađ halda upp á jólin. Ţú ćttir ađ halda upp á ađfangadag strax í kvöld.
Gamli mađurinn: Snilld. Ég var einmitt byrjađur ađ hlakka til.
Rödd í símanum: Ţetta er nćr lagi núna en ţegar ţú hélst upp á jólin í apríl.
Gamli mađurinn: Ţađ hefđi sloppiđ betur til međ betri nágrönnum. Ţeir hringdu stöđugt í lögguna og kvörtuđu undan jólalögunum sem ég spilađi úti í garđi. Ég átti bara ekki betri jólalög.
Rödd í símanum: Ekki lög. Ţú spilađir einungis eitt lag og ţađ um Jólaköttinn. Ţú hefđir betur látiđ vera ađ spila ţađ úti í garđi allan sólarhringinn.
Gamli mađurinn: Betra er ađ deila en drottna. Ég tel ţađ ekki eftir mér ađ deila jólagleđi međ öđrum. Hinsvegar verđ ég ađ biđjast velvirđingar á ţví ađ ţú fáir ekkert jólakort frá mér í ár.
Rödd í símanum: Ekki fremur en áđur.
Gamli mađurinn: Ţađ er ekki viđ mig ađ sakast. Ég póstlagđi kort til ţín og fjölda pakka međ jólagjöfum; svo dýrum og glćsilegum ađ ég varđ ađ taka bankalán og veđsetja hús nágrannans án hans vitneskju. Mađur blađrar ekki um svona hluti viđ Pétur og Pál. Ađ minnsta kosti ekki Pál. Hann kjaftar öllu. Meira ađ segja í ókunnugt fólk úti á strćtóstoppustöđ. Hann hefur elt ókunnuga heim til ţeirra til ađ kjafta frá.
Rödd í símanum: Hvađ varđ um jólapakkana?
Gamli mađurinn: Pósturinn reiđ međ ţá yfir á í vexti. Skyndilega sökk hann á kaf í hyl. Síđan hefur ekkert til hans spurst.
Rödd í símanum: En hesturinn? Ég hef mestar áhyggjur af honum.
Gamli mađurinn: Hann slapp án reiđtygja og pósts. Hljóp allsnakinn í ójafnvćgi yfir tvö fjöll og stoppađi ekki fyrr en uppi á ţaki á 2ja hćđa húsi. Ţar var bóndi ađ sjóđa saltfisk og kartöflur.
Rödd í símanum: Uppi á ţaki?
Gamli mađurinn: Nei, upp á palli inn í tjaldi út í fljóti illa drukkinn inn í skógi. Vonandi skemmti hann sér vel.
Rödd í símanum: Brćddi hann hamsatólg međ matnum?
Gamli mađurinn: Nei, en fékk sér grjónagraut í eftirrétt međ rúsínum, kanil og rjómarönd. Ţrátt fyrir ţađ harma ég örlög jólapakkanna til ţín. Á jólum á mađur ađ muna eftir sínum minnsta bróđir. Ţú ert minnstur okkar brćđra.
Rödd í símanum: Ţađ munađi skósóla pabba ađ ég yrđi dvergur. En ţađ getur átt eftir ađ togna úr mér. Enginn veit sína ćvi fyrr en öll er. Né ćvi sumra annarra.
Gamli mađurinn: Ég má ekki vera ađ ţví ađ masa lengur. Jólaskrautiđ kallar. Ekki hengir ţađ síg sjálft upp. Síst af öllu ljósaseríurnar.
Gamli mađurinn skellir á án ţess ađ kveđja. Hann klórar sér ringlađur í höfđinu og segir viđ sjálfan sig: Ţetta er ljóta rugliđ alltaf međ jólin. Ţađ eru ekki nema tuttugu dagar síđan ég hélt upp á ađfangadag. Og nú er hátíđin skollin á strax aftur. Ţađ tekur ţví ekki ađ rífa niđur skraut á milli jóla á međan ţau hellast svona ört yfir.
Tjaldiđ fellur.
Fleiri leikrit og smásögur HÉR
Meginflokkur: Bćkur | Aukaflokkar: Ljóđ, Spaugilegt, Útvarp | Breytt 14.1.2016 kl. 07:03 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.