Innflytjendur líkna og hjúkra

  Fólk hefur allskonar viðhorf til innflytjenda.  Það er eðlilegt.  Innflytjendur eru allskonar.  Eins og Íslendingar.  Eins og fólk út um allan heim.  Sem betur fer.  Mannlífið væri litlaust og leiðigjarnt ef allt fólk í heiminum væri alveg nákvæmlega eins að öllu leyti.

  Í nágrannalöndum okkar taka innflytjendur til hendinni á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum.  Ekki síst við skúringar og önnur þrif.  Líka sem hjúkrunarfræðingar.  Ennfremur sem læknar.  Í Lúxemborg eru fjórir af hverjum tíu starfandi læknum innflytjendur.   

 Í Bretlandi eru þeir rösklega þriðjungur (35,4%) allra lækna.  Í Svíþjóð 30%.  25,4% í Belgíu og 19,5% í Frakklandi.


mbl.is Vita lítið um hatursglæpi á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

 Þetta er bull í þessum varaþingmanni VG sem er að reyna að finna hatursglæpi.úti á landi er allt að þriðjungur innflytjendur í sumum þorpum.Hún getur farið um landið þar sem allt er fullt af innflytjendum eins og til að mynda á Suðurnesjum,ef um einhverja hatursglæpi væri að ræða spyrðist það fljótt út.Öfgarnar eru komnar svo út úr kortinu að þetta gæti leitt til vandræða milli innflytjenda og þeirra sem eru hér fyrir þegar verið er að troða því inn í innflytjendur að þeir séu ekki velkomnir.Eina fólkið sem er augljóslega ekki velkomið til Íslands er fólk sem kemur hingað í þeim eina tilgangi aðð láta sjá fyrir sér.Það er ekki sér íslenskt fyrirbæri að slíkt fólk sé ekki velkomið.Svo og fólk sem virðir ekki lög og siði þess fólks sem fyrir er í landinu.Slíkt fólk er hvergi velkomið, óháð því um hvaða land er að ræða.

Sigurgeir Jónsson, 22.1.2016 kl. 22:35

2 identicon

Maður býður spenntur eftir nýjum læknum og aðferðum.

Ég finn það t.d. á umræðunni að ég er vondur maður og trúlega þessvegna haldinn illum anda.

Það virðist ekki vera neitt sem ekki má lækna með fáeinum hænum. (Ætli þær verið að vera innfluttar líka?)

Nú ef hausverkur plagar þá þarf ekki endilega að fá sér íbúfen, ekki þegar miklu beinskeittari  lausnir eru fyrir hendi.

Þetta er tilhlökkunarefni hið mesta!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.1.2016 kl. 00:13

3 Smámynd: Jens Guð

Sigurgeir,  ég get tekið undir flest af þessu hjá þér.  

Jens Guð, 23.1.2016 kl. 17:12

4 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  við lifum á spennandi tímum.

Jens Guð, 23.1.2016 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband